Geisladagur

Þrettándinn á sér Áttund (á latínu Octava) eins og aðrar stórhátíðir kirkjunnar, það er þann dag sem er átta dögum síðar að báðum meðtöldum eða þann 13. janúar og heitir sá dagur Geisladagur, í Latneskum kirkjubókum Octava Epiphanie Domini.

Elsta heimild um nafnið Geisladagur er frá 14. öld. Þrettándinn var upphaflega minningardagur um skírn Krists og almennur skírnardagur fullorðinna í Austurkirkjunni og þar kenndur við ljós og sennilegast er að Íslenska nafnið sé þaðan komið en einnig gæti nafnið tengst Betlehemsstjörnunni þar sem Þrettándinn er tengdur Austurlandavitringunum.

Geisladagur á Norðurlöndum

Hætt var að halda upp á Geisladag fyrir mörgum öldum hér á landi en enn er haldið upp á hann í Svíþjóð, Sænskumælandi hluta Finnlands og hluta af Noregi og þar kallast hann Tjugondedag jul eða 20. dagur Jóla, einnig er hann nefndur Knutdagen eða Knúts dagur og er Sænskur nafnadagur. Heilagur Knútur sem dagurinn er þar kenndur við var Danskur Prins, Knut Lavard, sem var drepinn árið 1131.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Geisladagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Þrettándinn