Heitdagur

Samkvæmt lögum í Grágás bar að halda þrjár samkomur á ári í hverjum hrepp til að ræða sameiginleg mál eins og Fátækratíund og Fjallskil. Ein var að hausti, önnur á Lönguföstu og þriðja eftir Vorþing.

Einmánaðarsamkoma eins og samkoman á Lönguföstu var nefnd á Norðurlandi var haldin fyrsta dag Einmánaðar og hann nefndur Heitdagur en þá var einkum safnað heitum fyrir fátæka.

Aflagning Heitdags

Árin 1741 til 1745 var hinn Danski prófastssonur frá Slésvík Ludvig Harboe, sendur af Danska Kirkjustjórnarráðinu til Íslands til að rannsaka fræðslumál ásamt Jóni Þorkelssyni Thorcilliusi hinum Íslenska.

Í framhaldi af þessari ferð lögðu þeir til ýmsar breytingar á helgidagahaldi á landinu og voru margir hátíðisdagar Íslendinga afhelgaðir þótt þeir fengju að halda sér sem Almanaksdagar en aðrir voru algerlega aflagðir. Með afhelgun eða niðurfellingu hátíðisdaga fækkuðu frídögum almennings verulega en það var einmitt ein af ástæðum Konungs með þessum breytingum því honum fannst Íslensk alþýða hafa allt of marga frídaga.

Harboe aðhylltist Heittrúarstefnu Mótmælenda og því voru flestar af þeim tilskipunum sem hann lagði til og Konungur staðfesti til þess að samræma kristnihald og kirkjusiði á Íslandi öðrum ríkjum Danakonungs og almennt að herða Kirkjulög og þyngja refsingar. Þó sluppu ýmsir siðir fyrir horn þar sem ekki varð hjá því komist að laga sumt eftir Íslenskum staðháttum. Þó gilti það almennt ekki um breytingar á Helgidagatali Kirkjunnarséríslenska hátíðisdaga.

Voru þetta ýmsir hátíðisdagar sem áttu rætur sínar að rekja allt til Landnáms og Þjóðveldisaldar og jafnvel leifar úr heiðnum sið. Eins Kaþólskir Kirkjudagar sem ekki samræmdust Helgidagaalmanaki hinnar nýju Lútersku Kirkju eins og hátíðisdagar tengdir Kaþólskum Dýrlingum og séríslenskir dagar sem hvergi var haldið upp á annarstaðar í Danaveldi og voru veraldlegir stjórnskipulagsdagar en ekki kirkjulegir helgidagur.

Og þar sem Konungi fannst Íslensk alþýða hafa allt of mikið af frídögum voru sumir af þessum veraldlegu hátíðisdögum sem einnig höfðu verið frídagar fluttir yfir á sunnudaga eða aðra hátíðisdaga sem féllu að hinu nýja Helgidagaalmanaki og voru því þegar frídagar þótt hin veraldlegu verk sem framkvæma þurfti væru ekki lögð niður.

Slíkt gilti einmitt um Heitdag sem var aflagður sem sérstakur hátíðis– og frídagur með konunglegri tilskipun þann 29. Maí 1744 og Norðlendingum skipað að flytja hann yfir á næsta sunnudag er fólk kæmi almennt til messu. Var það með þeim rökum að ekki tíðkaðist þessi siður annarstaðar í Danaveldi.

Norðlendingar undu þessu illa og rituðu konungi ítarlega greinargerð og bænarskjal árið 1755 um að fá að halda deginum en því var hafnað. Nokkur skipti var reynt að endurvekja Einmánaðarsamkomu á Norðurlandi upp úr aldamótunum 1900 og dæmi eru líka þekkt um að fólk sendi fátækum nágrönnum sínum mat á þessum degi þegar harðæri var.