Konudagur

Konudagur nefnist fyrsti dagur Góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Rétt eins og fyrsti dagur mánaðarins Þorra þar á undan er nefndur Bóndadagur.

Sagt er að áður fyrr hafi húsbændur þennann dag minnist húsfreyjunnar með því að fagna Góu sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn. En af þeim fáu heimildum sem flestar eru munnlegar hafðar eftir fólki sem ólst upp síðari helming 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. um hvernig siðum var háttað þennan dag eða hvort yfir höfuð nokkuð annað en gera vel við sig í mat og drykk hafi viðgengist fyrr á öldum þennann dag er í raun ekkert sem bendir til þess að Konudagurinn hafi verið haldinn sérstaklega húsfreyjum til heiðurs áður fyrr og sá siður sé mjög nýlega til kominn.

Elstu munlegu heimildir um siði tengdan þessum degi nefna það eitt að gera vel við sig í mat og drykk og á það einnig við um Bóndadag og hugsanlega var um fáa aðra siði að ræða þessa tvo daga áður fyrr. Nokkrar heimildir nefna þó að það hafi verið húsfreyjan sem með athöfn bauð Góuna velkomna í bæinn þennan dag en bændur ekki viðhaft neina siði tengda sinni frú.

Yngri heimildir frá síðustu öld benda hins vegar til þess að líklega sé það ekki eldri siður en frá því upp úr miðri 20. öld að eiginmenn hófu að heiðra húsfreyjur sínar þennan dag og það sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf þeirra sem hófst um aldamótinn 1900 og að sá siður sé ekki eldri en svo og að sá uppruni konudagsblómanna sem þakklætisvott fyrir ötult samfélagslegt góðgerðastarf hafi siðan gleymist með árunum og það sem haldið er fram í dag að um aldir hafi húsbændur heiðrað húsfreyjur fyrir húsfreyjustarf sitt sé í rauninni ekkert annað en nútíma þjóðsaga enda ekki neinar heimildir sem benda til þess að svo hafi nokkurn tímann verið.

Heimildir um Konudaginn

Ekki er vitað hvað heitið Konudagur er gamalt heiti á fyrsta degi Góu en af rituðum heimildum má ráða að orðið hafi verið að minstakosti algengt á 19. öld en frá þeim tíma eru elstu heimildir um það. Jón Árnason nefnir að vísu ekki daginn í þjóðsögunum sínum en álíka gömul heimild ætti að teljast nokkuð áreiðanleg:

Ingibjörg Schulesen kvaðst hafa kynnst bæði Konudegi og Bóndadegi þegar hún var sýslumannsfrú á Húsavík 1841-1861, það er áður en Þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út á prenti. Þau ummæli hennar voru þó ekki bókfest fyrr en 1898. Árni Sigurðsson nefnir Konudag og Bóndadag einnig í minningum sínum úr Breiðdal frá miðri 19. öld en þær voru ekki skráðar fyrr en árið 1911. Að öðru leyti er tíðni og útbreiðsla orðanna svipuð.

Konudagur kemur fyrir í sögum eftir Guðmund Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal og í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og hjá nokkrum álíka gömlum eða yngri höfundum. Nær hundrað heimildamenn hvaðanæva af landinu fæddir á bilinu 1882-1912 kannast við þetta heiti dagsins. Því er ósennilegt annað en nafn dagsins hafi verið býsna rótgróið í máli. Opinbera viðurkenningu hlýtur nafnið þó naumast fyrr en eftir að það er tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins árið 1927 og Íslenskir þjóðhættir Jónasar frá Hrafnagili koma út árið 1934.

Nafn Konudagsins

Hvergi í neinum heimildum kemur fram skýring á hvorki nafni dagsins né tilgangi ef yfir höfuð tilgangurinn var nokkur annar en að kalla hann einhverju nafni.

Ef nafngiftin er skoðuð í samhengi síðustu mánaða vetrarmisseris og fyrsta dags sumarmisseris má sjá hví fyrsti dagur Góu er tengdur húsfreyjum og í dag konum almennt. En fyrstu dagar þriggja síðustu mánuði vetrar og fyrsta dags sumarmisseris eru helgaðir fjölskyldunni og nefndir eftir meðlimum hennar í þessari röð; fyrstur er Þorri með Bóndadegi, síðan Góa með Konudegi, Einmánuður síðasti mánuður vetrar nefndist Yngissveinadagur og sumarkoman með Hörpu og Sumardeginum fyrsta Yngismeyjardagur. Röð heita þessara fjögurra daga í karlasamfélagi síns tíma verður að teljast eðlileg og því sé það hugsanlegt að sú hugsun sem að baki þessum nafngiftum, sem við höfum engar heimildir um hvað táknuðu, því engir aðrir mánuðir misseristalsins bera sér nafn síns fyrsta dags utan Gormánuður, fyrsti dagur vetrarmisseris en hann er eðlilega nefndur Fyrsti vetrardagur þótt ekki sé vist að hann hafi í raun heitið það, frekar að hann einfaldlega var það. Líkt og að fyrsti dagur Hörpu, fyrsta mánaðar sumarmisseris er nefndur Sumardagurinn fyrsti verandi það en heitir aftur á móti Yngismeyjardagur.

Þar sem engar heimildir eru til um annað en nöfn þessara daga en ekki neina skýringu á tilkomu þeirra getum við ekki vitað hvaða hugsun býr að baki þeim. En að fyrsti dagur Góu nefnist Konudagur er hluti af því sem að baki nöfnum þessara fjögurra daga býr og þá einnig að hann sé fyrsti dagur Góu en ekki einhvers annars mánaðar misseristalsins.

Óttinn við Konudaginn

Fyrsti dagur Góu var dagur sem fólk hræddist mjög sem og dagana tvo þar á eftir, því veðurspá fyrir Góuna sem gat ráðið úrslitum um afkomu fólks og fénaðar sem og hvernig komandi sumar yrði gerði það að verkum að veðurspádómar á þessum degi voru teknir alvarlega því hvernig veður yrði Góuna og einmánuð gat verið upp á líf og dauða.

Orðatiltækið þrauka Þorrann og Góuna er ekki úr lausu lofti gripið. Þetta var í bænda og sjómannasamfélaginu lífsspursmál og það langt fram eftir 20. öld. Sá siður sem nokkrar heimildir nefna að konur gengu út að morgni fyrsta dags Góu og bæðu hana velkomna var kannski þessu tengdur og ósk um að Góa myndi fara mjúkum höndum um heimilið og heimilisfólk.

20. aldar saga Konudagsins

Að færa konum blóm á þessum degi er ekki hægt að rekja aftur um nema fáa áratugi og eldri heimildir frá fyrri hluta 20. aldar benda allar til þess að ekkert sérstakt tilstand tengt konum sérstaklega hafi viðgengist og í rauninni hafi það verið konur sem skópu þennan dag með því að velja hann sem merkjasöludag en ekki gjafaþiggjendur sjálfar sem einstaklingar eins og þær eru í dag, heldur voru það þær sem færðu gjafir til velferðarmála.

Upphafið má rekja til þess þegar verið var að safna fé fyrir byggingu Hallveigarstaða í byrjun síðustu aldar að þær konur sem að þeirri söfnun stóðu ákváðu að velja þennan dag sem annars ekkert sérstakt tilstand hafði verið á áður sem söfnunardag. Þær hefðu þess vegna getað hafa valið hvaða annan dag sem var og ef þær hefðu ekki valið konudaginn til fjársöfnunar þá má telja ólíklegt að upp á hann væri neitt sérstaklega haldi í dag ef saga hanns síðan þá er skoðuð.

Seinna eða um miðja öldina eftir seinna stríð færðist söfnunin frá því að selja nælu sem sérstaklega var hönnuð fyrir þetta tilefni og varð að merki Hallveigarstaða, yfir í að kvenfélagskonur seldu merki fyrir slysavarnir sjómanna. Þannig var það fram undir 1960 er Lionsmenn tóku að miklu leiti yfir konudaginn sem söfnunardag með þeim hætti að beina orðum sínum fyrst og fremst til annara karlmanna að kaupa litla blómvendi til að færa eiginkonum sínum til þakklætis fyrir það þrekvirki sem þessi söfnunardagur þeirra var búinn að standa undir miklu að kostnaði við sjóslysavarnir meðal annars.

Hví að sú hefð að menn gefi konum blóm á Konudaginni en ekki eitthvað annað væri forvitnilegt að vita hví þau urðu fyrir valinu. Á þeim tíma voru með tilkomu blómaverslana afskorin blóm orðið æ ódýrari og ætíð í gegnum aldirnar í Evrópskri menningu klassísk vinar og ástargjöf karla til kvenna svo það hefur sjálfsagt legið beinast við. Má í því sambandi nefna að blóm hafa ætíð einkennt Valentínusardaginn, dag elskenda og vináttu en sá dagur á sér margra aldar gamla sögu og hefðir og blóm almennt fylgt siðum þess dags.

Kaupmenn taka yfir daginn frá konunum

En eins og tíðum vill verður í viðskiptum sáu blómasalar fljótt að það að selja Lionsmönnum litla blómvendi í heildsölu væri kannski ekki besti bisanessinn og fóru því sjálfir að auglýsa blóm til sölu beint úr búðum sínum, sem síðan tók yfir alla blómasöluna og Lionsmenn lögðu niður þessa söfnun sína en hún hafði verið eins og allt starf þeirra sjálfboðastarf og innkoman runnið til góðgerðarmála líkt og verið hafði með sjálfboðastarf og merkjasölu kvennanna í upphafi og fram eftir öldinni.

Því breyttist þessi dagur Konudagurinn, með sinn óljósa uppruna, fyrst í merkjasölu og söfnunardag sem konur stóðu fyrir til mikilvægra samfélags verkefna yfir í að vera söludagur félags karla á gjöfum fyrir aðra karla til kvenna sinna sem þakklætisvott fyrir þeirra ötula og óeigingjarna starf sem þær voru búnar að sinna að ósérhlífni í meira en hálfa öld.

Svo breyttist þetta um miðjan sjötta áratug síðustu aldar að þá tóku blómasalar að auglýsa sjálfir blóm á þessum degi undir nafninu konudagsblóm. Þórður á Sæbóli í Kópavogi mun hafa verið upphafsmaður þess en fyrsta blaðaauglýsingin sem hefur fundist frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá 1957.

Svo sú hefð sem núna er við lýði hefur því breyst frá því að konur stæðu fyrir söfnunum til góðgerðarmála yfir í að vera einn mesti söludagur blómaverslana og tilefni fyrir karlmenn til að sýna konum vináttu sína ást og alúð.

Svona breyttust tímarnir á ekki meira en einni öld og þessa sögu um aðdraganda þess að yfir höfuð væri haldið upp á Konudaginn með öðrum hætti en gera vel við sig í mat og drykk en að jafnaði aðra daga en sami siður tíðkaðist einnig á Bóndadaginn á 19. öld og samkvæmt flestum heimildum að það hafi verið það eina sem þessir tveir dagar höfðu sem skar sig frá öðrum dögum þessa síðustu daga vetrarmisseris, yfir í að Konudagurinn sérstaklega, meira en Bóndadagurinn, hefur öðlast þetta stóran sess í tyllidaga flóru okkar í dag.

En það að það hafi tíðkast áður fyrr að húsbændur gerðu vel við húsmóðurina á þessum degi eru engar heimildir til sem það styðja og eins og að ofan greinir ekki víst og jafnvel ósennilegt að sá siður sé mikið eldri en upp úr miðri 20. öld.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Konudagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Góa
▶︎ Almanaksvefurinn, Bóndadagur
▶︎ Vísindavefurinn, Hver er uppruni og saga konudagsins?
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)