Verslunarmannahelgin

Verslunarmannahelgin er helgin á undan Frídegi Verslunarmanna sem árlega er haldið upp á fyrsta mánudag í ágúst. Þar sem Frídagur verslunarmanna er Lögbundin almennur frídagur verður Verslunarmannahelgin því þriggja daga fríhelgi megin þorra fólks.

Þótt Frídagur verslunarmanna hafi í upphafi verið hugsaður sem frídagur ákveðinnar starfsstéttar, þá sökum þess hve þessi þriggja daga helgi varð vinsæl sem almenn ferðahelgi var Frídagur Verslunarmanna gerður að almennum lögbundnum frídegi.

Verslunarmannahelgin-Herjólfsdalur
Séð yfir Herjólfsdal á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga en hún er eflaust ein vinsælasta hátíðin sem haldin er um Verslunarmannahelgina

Helgin er ein mesta ferðahelgi ársins og haldnar hátíðir víða um landið. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er líklega þeirra þekktust og langlífust. Í upphafi voru þetta fyrst og fremst útihátíðir sem urðu mislanglífar og flestar þeirra voru haldnar út í náttúrunni og urðu skjólsælustu skógar landsins oftast fyrir valinu. Lengi var til dæmis haldnar útihátíðir í Vaglaskógi í Fnjóskadal en líklega var þeirra þekktust útihátíðin í Atlavík í Hallormsstaðarskógi við Lagarfljót.

Í seinni tíð hafa þessar hátíðir þróast meira í að vera Bæjarhátíðir en eiginlegar útihátíðir og hafa nokkrar þeirra fest sig í sessi.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Verslunarmannahelgin
▶︎ Vefurinn verslunarmannahelgin.is heldur utan um hvað er á döfinni þessa helgi
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Frídagur Verslunarmanna