Veturnætur

Veturnætur eða Vetrarnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg á Norðurlöndunum áður en Norrænir menn tóku Kristni. Voru hátíðarhöldin haldin í október til að fagna upphafi Vetrarmisseris en í Misseristalinu var vetrarmisseri talið á undan sumarmisseri líkt og nóttin á undan deginum án þess að annað væri öðru merkilegra. Sumir hafa því talið að þetta gætu hafa verið einhverskonar áramót þótt það sé harla ólíklegt því ekkert bendir til þess að litið hafi verið á Misserin tvö sem eina heild sem þá ætti sér bar eitt ákveðið upphaf. Mikið líklegra er að upphafi hvors Misseris fyrir sig hafi verið fagnað hvoru á sinn máta og Veturnætur hafi verið sú hátíð sem haldin var til að fagna upphafi Vetrarmisseris en ekki einhverskonar ári.

Talið er að nafngiftin sé þannig tilkomin að í Misseristalinu sem talið var í vikum var síðasti dagur sumars á Miðvikudegi þar sem Sumardagurinn Fyrsti er ætíð á Fimmtudegi. Fyrsti Vetrardagur er aftur á móti alltaf á Laugardegi svo þarna vantaði tvo daga upp á að síðasta vika sumars væri sjö dagar líkt og vikur eru heldur varð hún í praxís níu dagar svo  Misserin pössuðu saman. Til þess að rétta af þennan mun milli Sumar og Vetrarmisseris var í stað þess að lengja síðasta sumarmánuðinn skotið inn tvem sjálfstæðum dögum sem tilheyrðu engum mánuði Misseristalsins. Sem aðfararnætur Vetrarmisseris var því eðlilegast að kalla þá Veturnætur og var haldið þriggja daga Veturnáttablót og veislur sem náðu hápunkti sínum Fyrsta Vetrardag með innreið Gormánaðar fyrsta mánaðar Vetrarmisseris.

Eðlilegt verður að teljast að sú dulúð sem yfir þessari hátíð hvíldi hafi að einhverjuleiti markast að því að þessir tveir dagar milli sumars og vetrar tilheyrðu ekki síðasta mánuði sumars né fyrsta mánuði vetrar og því í raun hvorugu Misserinu verandi þarna á milli þeirra. Þeir voru því einskonar einskismannsland og í tómarúmi tímatalsins og í slíku tómarúmi tímans gat ýmislegt skéð sem ekki gerðist annars öllu að jöfnu.

Uppruni Veturnátta

Veturnáttablóta og veisla er oft getið í Fornsögum sem eiga að gerast fyrir eða um Kristnitöku svo sem Gísla sögu Súrssonar Laxdælu Reykdæla sögu Njálu og Landnámu. Er engin árstíðabundin Blót eða veisla eins oft nefnd nema sumbl um Jólaleytið.

Ekki er vitað hve gömul hefðin er og þótt minnst sé á Blót eða boð í ýmsum handritum kemur mjög lítið fram hvernig hátíðin fór fram. Í Egils sögu Víga-Glúms sögu og fleiri er einnig minnst á Dísablót sem haldin voru í Skandinavíu einnig í Október og má skilja á samhengi þeirra sagna að þau Blót hafi verið haldin í námunda við Vetrarnætur eða mögulega á sama tíma og gætu þessar tvær hátíðir því hafa verið hinar sömu eða svipaðar hvað varðar siði og venjur. Dísir eru kvenkyns Vættir eins og Gyðjur og Valkyrjur og Vetrarnætur eru oft kenndar við kvenleika. Talið er mögulegt að kvenvættir eins og Grýla og Nornir í Evrópskri Þjóðtrú séu leifar af þessari forna Dísatrú.

Veturnætur tengjast húsdýraslátrun og þeirri gnótt sem þau gefa af sér á þessum tíma árs enda heitir fyrsti mánuður Vetrarmisseris sem verið var að fagna komu Gormánuður eða sláturtíð. Gnægð var af kjöti af nýslátruðu og það nánast nauðsyn að neyta þess nýmetis í sem ríkustu mæli þar sem vandkvæði voru á langtíma geymslumáta á þessum tímum þegar ekki voru tilkomin nein íshús né frystikistur.

Kornuppskeru var þá einnig lokið hafi hún verið einhver því fljótlega eftir Þjóðveldisöld fór að kólna æ meir á Norðurslóðum og Litla Ísöldin sem svo hefur verið nefnd hélt innreið sína. Svo þótt við Landnám hafi verið hægt að rækta eitthvað kornmeti þá með kólnandi veðurfari lagðist sú ræktun af og Íslendingar urðu því aldrei akuryrkjuþjóð því vart verður grasrækt talin til akuryrkju heldur hirðingjar með Sauðfé upp til dala að sumri  veiðimenn og safnarar. Sem kann að skýra hve ólík við erum hinum Norðurlandaþjóðunum um margt og kemur það fljótlega fram í þeim handritum sem geima sögur eftir tíma Þjóðveldisins.

Myrkur og kuldi komandi vetrar markaði jafnframt þau miklu umskipti í lífi fólks frá mikilli útiveru og útiverkum sumars til inniveru og inniverka vetrar og upphafi þess breytta daglega lífs. Það kann að skýra hve þessir dagar voru vinsælir sem Brúðkaupsdagur enda markar Brúðkaup nýtt upphaf en jafnframt er óneitanlega meiri nánd í inniveru í skála og baðstofu um vetur en á hlaupum út um holt og hæðir sinnandi sumarverkunum.

Samgrónar Misseristalinu og árstíðaskiptum

Orðið Ár í þeirri merkingu sem við notum í dag yfir eina heild með eitt upphaf og endi kemur ekki fyrir í neinu Fornhandriti né sú hugmynd að saman myndi Misserin eina heild. Þvert á móti þar sem vísað er til þeirra eru þau skýrt aðskilin. Hestar voru tvívetra orðtak sem við notum enn í dag en ekki tveggja ára. Fólk dvaldi Sumar- eða Vetrarmisseri á ákveðnum stað og mörg önnur dæmi úr málinu mætti tína til og eru enn notuð enda hefur sá mikli munur Misseranna tveggja sumar og vetrar ekkert breyst hér á landi í aldanna rás og oft talað um að Íslendingar leggist í hálfgert híði á haustin en vinna eins og vitleysingar öll sumur.

Ár hjá okkur er því eðlilega ekki eitt sem skiptist um miðjan vetur vegna einhvers Kirkjutímatals sunnan úr Evrópu nema sem tilefni til þess að halda vikuveislu um Jól og Áramót þess Kirkjudagatals án þess þó það sé nokkur munur á vetrinum fyrir og eftir þessa miklu og löngu veislu matar og drykkjar. Vetrarmisserið heldur áfram eftir Nýársdag Kirkjutímatalsins rétt eins og náttúran hefur skapað okkur alla tíð og við ekki getum undan komist.

Heldur eru þetta tvö gjörólík Misseri hvort með sínum árstíðabundnu verkum og allt þjóðfélagið og þjóðlífið höfum við skipulagt samkvæmt því. Því er Veturnáttaveislan í upphafi Vetrarmisseris ekki áramót í stíl Messudagatals Kirkjunnar heldur önnur tveggja hátíða til að fagna komandi Misseris og loka hins.

Alveg eins höldum við upp á Sumardaginn Fyrsta fyrsta dag Sumarmisseris og er hann okkur ennþá jafnmikil hátíð og hann hefur verið allt frá fyrstu tíð að hann er Lögbundin frídagur í Landslögum líkt og gegnum aldirnar.

Aftur á móti þar sem Vetrarnáttablót og veislur ná hámarki sínu Fyrsta Vetrardag sem er ætíð á Laugardegi hefur hann ekki haldið sér sem frídagur þótt hann sé það hálfgildis í dag samkvæmt þeirri breytingu sem gerð var á Vinnulöggjöfinni með upptöku 40 stunda vinnuvikunnar sem gerði Laugardaga að hálfdrættisfrídögum á við Sunnudagana sem eru fullgildir frídagar.

Hvergi kemur heldur orðið ár fyrir í handriti né hugsunin um árið sem eina heild fyrr en komið er fram á 12. öld og er það nokkuð sérstakt þar sem með upptöku Kristni um 1000 innleiddi Kirkjan Júlíanska tímatalið með sínum niðurnjörvuðu Messu- og Dagatalsdögum og einum Áramótum um miðjan vetur. Ólíkt Misseristalinu sem var talið í vikum en ekki dögum og Misserum en ekki árum.

Samt náði  Messutímatalið sem Kirkjan innleiddi kríngum árið 1000 ekki að útrýma Misseristalinu og héldu Íslendingar að reikna og þróa það áfram svo að á 12. öld er talið líklegt að það hafi jafnvel verið orðið nákvæmasta tímatal síns tíma miðað við nákvæmlega rétt reiknað ár eins og við þekkjum það í dag. Það var svo samgróið þjóðlífinu og ítök Kirkjunnar veik og var almennt notuð af almenningi fram eftir öllum öldum og ennþá erum við að nota það þótt ekki sé það að fullu og í heilulagi og viljum öll vita hvert hvort Misseri sumars og vetrar frusu saman.

Í rauninni hefur Misseristalið aldrei verið alveg aflagt og eimir enn töluvert eftir af því ennþá í dag þótt við séum sjaldnast okkur meðvituð um að dagar venjur og orðfæri sé þaðan komið svo sterkt var og er en samgróið þjóðinni.

Því hallast öll rök til þess að upphafi beggja Misseranna hafi verið fagnað hvors þeirra með svipuðum hætti en ólíkum hug að baki. Enda er það gjörólíkt hér á Norðurhjara heimsins að fagna sumri eða vetri. Það er nánast svart og hvítt.

Því má segja að hve mikil dulúð hvíldi yfir Veturnóttum með æ myrkari dögum að ekkert skrýtið sé að við höfum tekið svona vel á móti Hrekjavökunni enda á hún upphaf sitt í sambærilegum Skoskum- og Keltneskum hátíðum sem þær þjóðir héldu á svipuðum tíma á þeim öldum sem við mest héldum stór þriggja nátta Veturnáttablót.

Misserin og hátíðarhöld á þessum tíma eru því eðlilegt afsprengi veðurfarsins hér á Norðurhjara sem skýrir líklega einnig afhverju Íslendingar lögðu ekki niður að nota Misseristalið með tilheyrandi hátíðum þess á meðan frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum hættu að nota sínar útgáfur af því og tóku upp Kaþólska Messutímatalið strax er þeir tóku Kristni enda mikill munur á veðurfari og árstíðum þar og hér.

Hvernig hátíðin fór fram

Minnst er á ýmis veisluhöld í Forn- og Íslendingasögunum en þeim ber ekki saman um hvers konar hátíð þetta hafi verið né hvort aðeins voru haldnar ýmiskonar veislur á þessum tíma til að heiðra komu vetrar. Á þessum árstíma var til nóg af mat eins og áður er getið og er þess getið meðal annars að Snorri goði Ólafur pá og Ósvífur Gísli Súrsson Þorgrímur mágur hanns Ólafur á Haukagili Gunnar og Njáll héldu allir haustboð á Vetranóttum. En hinsvegar héldu Breiðvíkingar knattleiki. Einnig er oft minnst á brúkaup á Vetrarnóttum eins og framan greinir verið vinsæll sem slíkur og gæti það verið tengingin við konur líkt og á Dísablótum. Heimildir geta þess að Kristnum mönnum hafi ekki líkað við þessa hátíð og sem dæmi stendur í Gísla sögu Súrssonar:

Það var þá margra manna siður að fagna vetri í þann tíma og hafa þá veislur og Vetrarnáttarblót, en Gísli lét af blótum síðan hann var í Vébjörgum í Danmörku, en hann hélt þó sem áður veislum og allri stórmennsku. Og nú aflar hann til veislu mikillar. Og líður nú sumarið og kemur að Veturnóttum.“

Því virðist þessi siður ekkert eingöngu hafa tengst Heiðnum sið þar sem Kristnir virðast líka hafa haldið hátíð þessa daga þótt ekki væri um blót að ræða. Sem verður að teljast eðlilegt þar sem hátíð á þessum tíma tengdist sláturtíð þeirra breytinga sem í vændum var  þegar Vetrarmisseri gengi í garð. Og þar sem Misseristalið lifði  ennþá góðu lífi þegar þessar sögur eiga að hafa gerst skýrist það af sjálfumsér.

Veturnáttboð er aftur á móti ekki getið í samtíðarsögum frá 12. og 13. öld þótt til að mynda Jólaveislur haldi áfram og síst minni í sniðum. Þessi munur gæti átt sér þá eðlilega skýringu að öllum veislum af þessu tagi fylgja nokkrir Helgisiðir og í Heiðnum sið virðist hafa verið Blótað til árs og friðar móti vetri og drukkinn full Heiðinna Goða og Vætta.

Sá siður að halda brúðkaup á þessum tíma virðist þó hafa haldið sér. Eins virðist nafnið hafa haldist um þessa ákveðnu daga því stundum er vísað til þess að eitthvað hafi verið gert eða átt sér stað um Veturnætur þótt það hafi ekki tengst neinum veisluhöldum enda þær hluti af tímatali Íslendinga og því vissi fólk nákvæmlega hvenær þær voru.

Arfleið Vetrarnátta

Eftir að Norðurlönd tóku Kristni yfirtók Allraheilagramessa sem var frá 8. öld haldin 1. Nóvember hlutverk þessarar Hausthátíðar. Ýmsir Hrekkjavökusiðir kunna að eiga rætur í siðum sem tengjast Veturnóttum eins og öðrum heiðnum Hausthátíðum á borð við Keltnesku hátíðina Samhain. Einna helst er þó talið mögulegt að tímasetning þeirra hafi haft áhrif á Keltnesku hátíðirnar sökum þess hve Norrænir menn réðu lengi yfir Bretlandseyjum.

Veturnáttablót í dag

Þótt hátíðin hafi lagst af sem Veturnáttablót fljótlega eftir Kristni og þær veislur sem í staðin komu smámsaman fram til 12. eða 13. aldar og þá líklega alfarið  lagst af þá tók Íslenska Ásatrúarfélagið upp seint á 20. öld þennan sið og heldur Veturnáttablót Fyrsta Vetrardag.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Veturnætur
▶︎ Almanaksvefurinn, Gormánuður
▶︎ Almanaksvefurinn, Fyrsti vetrardagur
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)