Yngismannadagur

Fyrsti dagur einmánaðar er helgaður piltum og er kallaður ýmist yngismannadagur eða yngissveinadagur. Áttu stúlkur þá að fara fyrstar á fætur til að taka á móti einmánuði og veita piltum glaðning.

Líku er farið með fyrsta dag hörpu en hann er helguð stúlkum og nefnist yngismeyjardagur. Þá skyldu það vera piltarnir sem færu fyrstir á fætur og taka á móti Hörpu og veita stúlkum einhvern glaðning.

Betur eru þó þekktir fyrstu dagar mánaðanna þar á undan þeim þorra og góu sem helgaðir eru húsbændum og húsfrúm sem bónda- og konudagur.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Yngismeyardagur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Bóndadagur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Konudagur