Að gefnu tilefni
Í vefdagatölum, eins og Google dagatalinu sem dæmi, er hægt að stilla hvert og eitt dagatal sem maður er áskrifandi að þannig að maður fái tilkynningar um allar breytingar.
Ég bið alla sem eru með stillt á að fá slíkar tilkynningar að breyta því. Er þá farið í stillingar fyrir þetta dagatal og þar er valmöguleiki á að fá eða fá ekki slíkar tilkynningar.
Því það táknar ekkert annað en mikinn ama fyrir ykkur því í hvert sinn sem ég uppfæri dagatalið fáið þið sendan tölvupóst með tilkynningu um hverja einustu breytingu. Það táknar allar breytilegar dagsetningar.
Ég uppfæri dagatalið handvirkt og tek í það um tvo til þrjá daga og þau sem eru með dagatalið stillt á að fá þessar tilkynningar fá þá yfir sig súpu af tölvupóstum þegar ég er að uppfæra.
Því miður er ekkert sem ég get við þessu gert því þessi stilling um að fá þessar tilkynningar er eingöngu hægt að stilla í vefdagatali þeirra sem eru áskrifendur að Almanaks dagatalinu.
Dagatalið er stillt á að senda engar tilkynningar, svo ef sú stilling hefur eitthvað breyst hefur það gerst í vefdagatali viðkomandi.
Ég hef farið yfir allar leiðbeiningar Google og er að vinna dagatalið alfarið eftir þeirra leiðbeiningum. Ég hef hvergi fundið neinar upplýsingar þess efnis hvernig það getur skéð að þessi stilling sé með öðrum hætti hjá stöku notendum, svo ég get ekkert annað gert en að biðja fólk um ef það fær slíkan amapóst, sem hæglega fyllir hvert pósthólf þegar kemur póstur sem tilkynnir tilfærslu á hverjum einasta breytilega degi.
Svo ef yfir ykkur rignir skyndilega slíkum póstum táknar það að ég er að uppfæra vefinn en því miður get ég ekkert gert annað en bent fólki á að breyta þessari stillingu í sínu vefdagatali.
Mér þykir þetta mjög leitt þegar þetta skeður. Ekki er um marga áskrifendur að ræða sem í þessu lenda, en verulega leiðinlegt fyrir þá samt að fá alla þessa pósta.
Því miður er ekkert sem ég get annað gert en að setja inn þessar leiðbeiningar hér á þessa síðu þar sem hægt er að gerast áskrifandi að dagatalinu, og biðja fólk um að kanna það hvort þessi stilling sé ekki örugglega rétt hjá þeim, það er að segja að hakað sé við það að fá engar tilkynningar um breytingar á Almanakinu ef ské kynni að það færi að fá þessa amapósta.
Þess gerist engin þörf að fá þessar tilkynningar, því dagatalið uppfærist sjálfkrafa um leið og á því er gerð einhver breyting.
Bragi Halldórsson
Um flest allt efni á þessum vef gildir Creative Commons-höfundarleyfið CC-BY-SA 3.0 sem er það sama og á Wikipedia og fólki því leyfilegt að nota efni þessa vefs samkvæmt því höfundarleyfi. Eina óskin er að fólk setji inn tengil á þær síður sem það sækir sér efni, en það er einnig það sama og óskað er eftir á wikipedia.
Þó eru á því örfáar undantekningar sem eru beinar tilvitnanir í ákveðna höfunda, og ber öllum skylda til, jafnt mér sem öðrum, að aðgreina beinar tilvitnanir skýrt frá öðru efni og tiltaka höfund og hvaðan sótt.
Ef einhver velkist í vafa um þetta atriði þá er einfaldast að nota síðuna Hafa samband og mun ég svara um hæl og get leiðbeint fólki.