Íslenskt Almanak

Heyrðu mig nú, hvar er ég núna staddur/stödd/statt?

Þetta er allt í lagi, þú ert ekki tíndur/tínd/tínt. Þessi vefur hér er aðeins afrit af núverandi heimili Íslenska Vefalmanaksins sem hýst er á WordPress.com undir vefslóðinni: islensktalmanak.wordpress.com. Síðan ég setti fyrst á netið þetta „litla“ almanak mitt, sem að vísu er nú ekki svo lítið lengur, með það eitt að markmiði að setja á netið dagatal yfir hvenær hver Jólasveinn kæmi til byggða, foreldrum til upplýsinga og að það væri aðgengilegt á einum stað með einföldum hætti og fólk gæti hlaðið því inn í sitt tölvudagatal til hægðarauka. Síðan þá eru liðin rétt rúm tíu ár og hefur almanakið vaxið hægt og rólega með árunum bæði að umfangi og heimsóknum að ekki sé talað um hve mörg hafa hlaðið því inn í sín tölvudagatöl en það eru alltaf fleiri og fleiri sem það gera og ekki bara til þess að vita hvaða dag hver Jólasveinn kemur til byggða. Því almanakið hefur jú þróast og vaxið mikið síðan þá og inniheldur í dag alla Hátíðis- og Tyllidaga á Íslandi ásamt greinum um þá. Því fannst mér ómögulegt annað en að almanakið færi nú að eignast sitt eigið fasta heimili og þá hérlendis með vefslóð sem endaði á .is en ekki .com og úr varð að ég keypti þetta lén hér, islensktalmanak.is og vona að þetta geti orðið varanlegt heimili almanaksins því það hefur verið á flækingi hér og þar síðan ég setti það fyrst í loftið á stöðum sem ég hef fengið það hýst ókeypis. Eðlilega fylgja því alltaf einhverjir annmarkar að hýsa vefi á ókeypis vefslóðum eins og núverandi almanak sem er hýst á wordpress.com og því er margt sem ekki er hægt að gera þar í dag sem ég aftur á móti get átt við með eigin vefheimili og er að vinna í því hægt og rólega að betrumbæta vefinn. Það mun þó gerast rólega enda þetta „litla“ almanak mitt hobbí unnið í sjálfboðavinnu og hraðinn fer því eftir því hvar til fellur laus tími til þess að sinna því. Eftir sem áður er núverandi og aðal almanakið á sínum stað og allar uppfærslur, lagfæringar, nýjar greinar og blogg pósta set ég þar inn. Samhliða því afrita ég það efni sem ég vinn þar hingað, svo þessi vefur verður alveg eins hvað allt innihald varðar og er ég ekkert að fara að loka núverandi vef neitt í bráð, þið þurfið ekkert að óttast það. Það eina sem ég vona er að mér takist í rólegheitunum að gera almanakið auðveldara, efnismeira og notendavænna í notkun á þessari vefslóð núna þegar ég ræð yfir henni sjálfur.
Bragi Halldórsson grúskari af guðsnáð 😉

Um flest allt efni á þessum vef gildir Creative Commons-höfundarleyfið CC-BY-SA 3.0 sem er það sama og á Wíkipedía og fólki því leyfilegt að nota efni þessa vefs samkvæmt því höfundarleyfi. Þó eru á því örfáar undantekningar, svo ef fólk vill nota efni af vefnum sem annars er öllum guðvelkomið, er best að hafa samband við mig fyrst og einfaldast að nota síðuna Hafa samband og mun ég svara um hæl.