Blog

Vetrarsólstöður árið 2023 eru í dag, 22. desember en ekki í gær þann 21. sem margir virðast hafa talið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá Miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur hér á Norðurhveli jarðar en það gerist ætíð á bilinu 20.-23. desember. Oftast er það þann 21. desember og því festist sú dagsetning oft í höfði margra að svo sé alltaf og varð ég einmitt var … Halda áfram að lesa Vetrarsólstöður árið 2023 eru í dag, 22. desember en ekki í gær þann 21. sem margir virðast hafa talið

Á þessu Sumarauka og Rímspillisári 2023 fæðist í dag þann 14. október Vetrartunglið

Í dag hefst nýr Tunglmánuður með fæðingu nýs tungls og í þetta sinnið er það Vetrartunglið. En Vetrartungl nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar, sem er tvem tunglmánuðum á undan Jólatungli. Það fæðist í dag, þann 14. október klukkan 17:55 og er það slétt tvem vikum fyrir Fyrsta vetrardag og upphaf vetrarmisseris … Halda áfram að lesa Á þessu Sumarauka og Rímspillisári 2023 fæðist í dag þann 14. október Vetrartunglið

14:58 21. júní 2023

Sumarsólstöður árið 2023 eru 21. Júní klukkan nákvæmlega 14:58 að Íslenskum tíma. Í viðtali við Þór Jakobsson eitt sagði hann sem svo, „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað“ og vissulega er það svo og sú magnaða stund er að þessu sinni árið 2023 21. Júní klukkan 14:58. Og vissulega … Halda áfram að lesa 14:58 21. júní 2023

Ekki eru allir Þrettándaelda kulnaðir

Hérlendis hefur þrettándinn öðru fremur verið lokadagur Jóla en eftir tímatals breytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri upp á sama dag og Jólin hefðu annars byrjað samkvæmt gamla Júlíanska tímatalinu. Íslendingar undu því illa að færa jólin til með þessarri tímatalsbreytingu og var til dæmis í fyrsta almanakinu eftir tímatalsbreytinguna sem Jón … Halda áfram að lesa Ekki eru allir Þrettándaelda kulnaðir

Nákvæmlega 21:48 21.12 2022 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2022 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 21:48 nákvæmlega upp á mínútu þegar myrkur er komið hjá okkur. Sólstöður eru tvisvar … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 21:48 21.12 2022 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Hurðaskellir eða skafrenningur?

Kátur hefur Hurðaskellir eða Faldafeykir, hvort svo sem fólk vill hann kalla, verið aðsópsmiklir síðustu daga hér á suðvestur horninu, þótt samkvæmt almanakinu hafi hann ekki komið til byggða fyrr en í nótt. En ég tel að hann sé náttúruvættur, tákngervingur vindsins, sem kemur æðandi kaldur fjöllum ofan með hvín, skafrenningi og tilheyrandi kulda í … Halda áfram að lesa Hurðaskellir eða skafrenningur?

Muna, skóinn út í glugga kvöldið 11. desember þótt Stekkjarstaur fyrstur Jólasveinanna komi til byggða þann 12. desember

Fyrir öll þau sem ruglast á því hvort setja skal skóinn út í glugga aðfaranótt 12. desember eða að kvöldi 12. desember þar sem sagt er einfaldlega að fyrsti Jólasveinninn, Stekkjarstaur, komi til byggða 12. desember. Áður fyrr byrjaði nóttin kl. 6 að kvöldi enda öðruvísi gæti miðnætti ekki verið kl. 12 og nóttin var … Halda áfram að lesa Muna, skóinn út í glugga kvöldið 11. desember þótt Stekkjarstaur fyrstur Jólasveinanna komi til byggða þann 12. desember

Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag

Í dag, nákvæmlega kl. 10:49 kviknar nýtt tungl, Vetrartungl en svo nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það ætíð nærri upphafi vetrarmisseris sem er viðeigandi við nafn þess en vetrarmisseri íslenska misseristalsins hófst einmitt síðasta laugardag með Fyrsta vetrardegi, fyrsta degi Gormánaðar.Í þetta … Halda áfram að lesa Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag

Að hoppa með brækurnar á hælunum á Bóndadaginn er hauga lygi og Þórður á Sæbóli er maður dagsins

Elsta heimild um Bóndadaginn, fyrsta dag Þorra er frá 1728, skrifuð og send Árna Magnússyni af Jóni Halldórssyni í Hítardal fæddum 1665. Þar nefnir hann þessa gaman og lygasögu um að á Bóndadag skyldi húsbóndinn á skyrtunni einni saman, bæði berlæraður og berfættur, en í annarri skálminni og láta hina lafa og draga hana á … Halda áfram að lesa Að hoppa með brækurnar á hælunum á Bóndadaginn er hauga lygi og Þórður á Sæbóli er maður dagsins

Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið