Í dag, nákvæmlega kl. 10:49 kviknar nýtt tungl, Vetrartungl en svo nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það ætíð nærri upphafi vetrarmisseris sem er viðeigandi við nafn þess en vetrarmisseri íslenska misseristalsins hófst einmitt síðasta laugardag með Fyrsta vetrardegi, fyrsta degi Gormánaðar.Í þetta … Halda áfram að lesa Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag
Category: Tunglið
Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Jólatunglið þetta árið fæðist kl. 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum
Jólatúngl nefnist það Nýtt Túngl sem fæðist í þeim Túnglmánuði sem Þrettándinn lendir í.
2019 fæðist Jólatúnglið klukkan 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum.