Jólatunglið þetta árið fæðist kl. 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum

Jólatungl nefnist það Nýtt Tungl sem fæðist í þeim Tunglmánuði sem Þrettándinn lendir í.

Þetta árið fæðist Jólatunglið klukkan 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum.

Í Reykjavík rís það klukkan 11:52 og sest 15:41. Ekki er það lengi uppi á sýnilegum himninum enda dagarnir ennþá stuttir auk þess sem hið nýfædda Tungl er almyrkvað sem endranær.

Jólatunglið þetta misserið mun ná fyllingu sinni eftir sjálf Jólin, föstudaginn 12. janúar á nýju ári 2020 klukkan 19:21.

Fleiri Ný Tungl eiga sér sín eigin nöfn sem dæmi Þorratungl, Páskatungl og Sumartungl svo nokkur séu nefnd. Líkt og með Jólatunglið sem lítur því lögmálið að vera það Tungl sem fæðist í þeim Tunglmánuði og Þrettándinn lendir í gilda um önnur nafngreind Ný Tungl sér lögmál fyrir hvert þeirra.

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.