Vetrarsólstöður árið 2023 eru í dag, 22. desember en ekki í gær þann 21. sem margir virðast hafa talið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá Miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur hér á Norðurhveli jarðar en það gerist ætíð á bilinu 20.-23. desember. Oftast er það þann 21. desember og því festist sú dagsetning oft í höfði margra að svo sé alltaf og varð ég einmitt var … Halda áfram að lesa Vetrarsólstöður árið 2023 eru í dag, 22. desember en ekki í gær þann 21. sem margir virðast hafa talið

Nákvæmlega 21:48 21.12 2022 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2022 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 21:48 nákvæmlega upp á mínútu þegar myrkur er komið hjá okkur. Sólstöður eru tvisvar … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 21:48 21.12 2022 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Hurðaskellir eða skafrenningur?

Kátur hefur Hurðaskellir eða Faldafeykir, hvort svo sem fólk vill hann kalla, verið aðsópsmiklir síðustu daga hér á suðvestur horninu, þótt samkvæmt almanakinu hafi hann ekki komið til byggða fyrr en í nótt. En ég tel að hann sé náttúruvættur, tákngervingur vindsins, sem kemur æðandi kaldur fjöllum ofan með hvín, skafrenningi og tilheyrandi kulda í … Halda áfram að lesa Hurðaskellir eða skafrenningur?

Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Hver er þessi óræði stubbur sem kallaður er Stúfur

Í myrkrinu til byggða mun stauli einn stuttur, undarlegur og óskiljanlegur skríða í nótt.Engin veit né skilur hver þessi vættur Jóla er né hvurnig hann fékk sitt nafn. Allsstaðar er hann upptalin með öðrum sínum bræðrum en engin skilur á honum nein deili. Ef spurt er hvort hann sé eitthvað lægri í loftinu en bræður … Halda áfram að lesa Hver er þessi óræði stubbur sem kallaður er Stúfur

Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi

Í dag er hinn merki dagur Hlakkandi. Dagurinn fyrir Þorláksmessu að vetri það er 22. desember þegar allt tilstandið fyrir Jólin er í hápunkti var áður fyrr (og kannski enn þá einhvers staðar) kallaður Hlakkandi enda tilhlökkun fólks búin að magnast upp og nálægt suðupunkti sínum á sjálfum Jólunum. Þó virðist sem þetta hafi verið … Halda áfram að lesa Í dag 22. Desember er hinn merki dagur Hlakkandi