Hurðaskellir eða skafrenningur?

Kátur hefur Hurðaskellir eða Faldafeykir, hvort svo sem fólk vill hann kalla, verið aðsópsmiklir síðustu daga hér á suðvestur horninu, þótt samkvæmt almanakinu hafi hann ekki komið til byggða fyrr en í nótt.

En ég tel að hann sé náttúruvættur, tákngervingur vindsins, sem kemur æðandi kaldur fjöllum ofan með hvín, skafrenningi og tilheyrandi kulda í húsum þegar honum tekst að feykja þeim upp og koma hélaður snjó æðandi inn.

En ekki hrekkjalóma persóna sem skellti hurðum, það er ekkert fútt í slíkum sveinstaula. Nánar má lesa um Hurðaskelli sem og þessa kenningu mína í grein minni um Hurðaskell.
▶︎ Hurðaskellir/Faldafeykir

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.