Hurðaskellir

Ekki er þessi sveinstauli vinsæll í dag líkt og forðum en hann kemur til byggða þann aðfaranótt 18. desember og mikið getur þá gengið á með skellum, brestum og öðru hávaða skaki.

Hurðaskellir hefur líka verið kallaður Faldafeykir eða sá sem blæs undir innafbrot pilsa og annara flíka og feykir þeim til og vandræðalegast ef hann feykti þeim upp á pilsi sem engin mey né kona kunni vel við.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sjöundi var Hurðaskellir,
-sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.

Gæti verið að Hurðaskellir sé eitthvað annað en bara venjulegur hrekkjalómur

Þar sem þessi sveinstauli hefur einnig verið kallaður Faldafeykir þá er það mögulegt að geta sér þess til að hann hafi ekki verið bara prakkara persóna heldur veðrafyrirbrygði, vindurinn, sem var og er óvinur fólks sérstaklega að vetri því ef hann feyktir upp útihurðinni hleypir hann kuldanum inn. Það má líka lesa út úr nafninu Faldafeykir að það hefur sjaldnast verið nokkuð sem feykti til faldi kvenna annað en vindurinn, ja, nema einhver hrekkjalómur að vísu.

En bæði þessi nöfn eiga það þó sameiginlegt að geta tengst vindinum og vindurinn var og er valdur að þessu báðu og ennþá dag í dag. Það er sjaldnar að hurð skelli sökum þess að einhver fer í fílu og skellir hurðum, sem þó er algengt, en oftar að vindurinn skelli þeim. Eins er um bryddingu pilsa kvenna að oftar er það vindurinn sem feykir því til eða í verstafalli upp, heldur en einhver hrekkjalómurinn.

Svo ég vil setja fram þá tilgátu að Hurðarskellir og Faldafeykir hafi komið fjöllum ofan með látum vindsins en ekki persónulegum hrekkjum, ja, nema jú hrekkjum vindsins að vetri. Sem þó er algerlega mín tilgáta og fyrir henni hef ég engar heimildir. Bara mitt hugarflug og pælingar þess efnis, að flest ef ekki öll Jólasveinanöfnin hafi átt sér fyrirmyndir í hversdagslegum hlutum, einna helst þá verkfærum sem tilheyrðu þessum tíma árs eða náttúrufyrirbrigðum sem ekki voru vinsæl á vetrum.

Svo ég tel að Jólavætturinn sem kemur ofan fjöllum frá þann 18. desember æði ekki hús úr húsi með hrekkjum, skellandi hurðum og feykja til pilsum, heldur komi hann fjöllum ofan með hvin, fannfjúki og það sem við ennþá erum bæði pirruð á og getur einnig verið hættulegt, skafrenningnum. Það er ef ekki voru rauð Jól. Það sama gildir um Faldafeykir að engin kona vill fá kaldan vindinn undir pilsið sitt svo skiljanlega eru pils eru ekki ýkja vinsæl að vetrum lengur en áðurfyrr gengu konur í sínum faldi allt árið um kring.

En eins og ég segi, þetta er bara hugmynd mín að hrekkir þeir sem fólk verði fyrir þann 18. desember séu valdir að því að Hurðaskellir birtist sem vindurinn en ekki sem persóna, vindurinn sem æðir um byggðir og ból öllum til ama í snjó og kulda skammdegisins.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Hurðaskellir
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir
▶︎ Árnastofnun, Nöfn Jólasveinana