Hérlendis hefur þrettándinn öðru fremur verið lokadagur Jóla en eftir tímatals breytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri upp á sama dag og Jólin hefðu annars byrjað samkvæmt gamla Júlíanska tímatalinu. Íslendingar undu því illa að færa jólin til með þessarri tímatalsbreytingu og var til dæmis í fyrsta almanakinu eftir tímatalsbreytinguna sem Jón … Halda áfram að lesa Ekki eru allir Þrettándaelda kulnaðir
Author: Bragi Halldorsson
Nákvæmlega 21:48 21.12 2022 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2022 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 21:48 nákvæmlega upp á mínútu þegar myrkur er komið hjá okkur. Sólstöður eru tvisvar … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 21:48 21.12 2022 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Hurðaskellir eða skafrenningur?
Kátur hefur Hurðaskellir eða Faldafeykir, hvort svo sem fólk vill hann kalla, verið aðsópsmiklir síðustu daga hér á suðvestur horninu, þótt samkvæmt almanakinu hafi hann ekki komið til byggða fyrr en í nótt. En ég tel að hann sé náttúruvættur, tákngervingur vindsins, sem kemur æðandi kaldur fjöllum ofan með hvín, skafrenningi og tilheyrandi kulda í … Halda áfram að lesa Hurðaskellir eða skafrenningur?
Muna, skóinn út í glugga kvöldið 11. desember þótt Stekkjarstaur fyrstur Jólasveinanna komi til byggða þann 12. desember
Fyrir öll þau sem ruglast á því hvort setja skal skóinn út í glugga aðfaranótt 12. desember eða að kvöldi 12. desember þar sem sagt er einfaldlega að fyrsti Jólasveinninn, Stekkjarstaur, komi til byggða 12. desember. Áður fyrr byrjaði nóttin kl. 6 að kvöldi enda öðruvísi gæti miðnætti ekki verið kl. 12 og nóttin var … Halda áfram að lesa Muna, skóinn út í glugga kvöldið 11. desember þótt Stekkjarstaur fyrstur Jólasveinanna komi til byggða þann 12. desember
Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag
Í dag, nákvæmlega kl. 10:49 kviknar nýtt tungl, Vetrartungl en svo nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það ætíð nærri upphafi vetrarmisseris sem er viðeigandi við nafn þess en vetrarmisseri íslenska misseristalsins hófst einmitt síðasta laugardag með Fyrsta vetrardegi, fyrsta degi Gormánaðar.Í þetta … Halda áfram að lesa Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag
Að hoppa með brækurnar á hælunum á Bóndadaginn er hauga lygi og Þórður á Sæbóli er maður dagsins
Elsta heimild um Bóndadaginn, fyrsta dag Þorra er frá 1728, skrifuð og send Árna Magnússyni af Jóni Halldórssyni í Hítardal fæddum 1665. Þar nefnir hann þessa gaman og lygasögu um að á Bóndadag skyldi húsbóndinn á skyrtunni einni saman, bæði berlæraður og berfættur, en í annarri skálminni og láta hina lafa og draga hana á … Halda áfram að lesa Að hoppa með brækurnar á hælunum á Bóndadaginn er hauga lygi og Þórður á Sæbóli er maður dagsins
Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið
Hver er þessi óræði stubbur sem kallaður er Stúfur
Í myrkrinu til byggða mun stauli einn stuttur, undarlegur og óskiljanlegur skríða í nótt.Engin veit né skilur hver þessi vættur Jóla er né hvurnig hann fékk sitt nafn. Allsstaðar er hann upptalin með öðrum sínum bræðrum en engin skilur á honum nein deili. Ef spurt er hvort hann sé eitthvað lægri í loftinu en bræður … Halda áfram að lesa Hver er þessi óræði stubbur sem kallaður er Stúfur
Hver er þessi Stekkjarstaur og hví er hann með staurfætur
Tveir fyrstu Jólasveinarnir þeir Stekkjarstaur og Giljagaur hafa þá sérstöðu í þeirri nafnaröð sem við notum í dag yfir Jólasveinana að heita nöfnum eftir hlutum sem eru bæði utandyra og fjarri híbýlum fólks á meðan allir hinir tengjast einu eða öðru innandyra hvort sem það er í útihúsum eða inn í híbýlum fólks. Annað dæmi … Halda áfram að lesa Hver er þessi Stekkjarstaur og hví er hann með staurfætur
Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag
Dagatalið á forsíðu Almanaksins er komið í lag og birtast almanaksdagar þess nú allir á sínum stað. Biluninn varði því aðeins í um einn sólarhring. Það var ekki mér sem tókst að laga þetta, heldur var dagatalið bara komið aftur eins og það á að vera án þess að ég gerði neitt, rétt eins og … Halda áfram að lesa Dagatalið á forsíðu Almanaksins komið í lag