Fyrir öll þau sem ruglast á því hvort setja skal skóinn út í glugga aðfaranótt 12. desember eða að kvöldi 12. desember þar sem sagt er einfaldlega að fyrsti Jólasveinninn, Stekkjarstaur, komi til byggða 12. desember.
Áður fyrr byrjaði nóttin kl. 6 að kvöldi enda öðruvísi gæti miðnætti ekki verið kl. 12 og nóttin var talin á undan deginum. Svo nótt 12. desembers hefst kl. 6 þann 11. des, sem sagt í dag. Svo hlaupa nú ,þau ykkar sem eruð að ruglast og gleyma ykkur 🙂
Svo skóinn út í glugga í kvöld, aðfaranótt 12. desember samkvæmt þessari gömlu venju að telja nóttina á undan deginum og því byrjar nótt þess 12. núna í dag, þann 11. des. kl. 6 síðdegis.
Þetta var nú ástæða þess að ég byrjaði með þetta litla Almanak mitt, sem er núna um 10 árum seinna kannski orðið ekki lengur „lítið almanak,“ en það innihélt í upphafi aðeins hvenær og í hvaða röð jólasveinarnir kæmu til byggða og árétta að þeir kæmu aðfaranótt hvers dags.
Ég las til dæmis hér á dögunum að krakki einn var að furða sig á því hvernig stæði á því að Kertasníkir síðastur þeirra sveina kæmi á Aðfangadag og fannst krakkanum að þá ætti skórinn að vera úti í glugga á Aðfangadagskvöld sem væri þá deginum of seint.
Viðkomandi foreldri stóð víst á gati og gat ekki svarað þessari eðlilegu spurningu barnsins, búin að gleyma þessari reglu að það væri aðfaranótt hvers dags sem skórinn færi út í glugga, svo fyrir Kertasníki setjum við hann eðlilega því út í glugga á Þorláksmessu að vetri kvöldið fyrir Aðfangadag.
Þetta er einnig ástæða þess að Aðfangadagur Jóla heitir því nafni og helgi Jóladags hefst kl. 6 það kvöld, því þá hefst í raun Jóladagurinn þar sem nóttin er talin á undan deginum og hefst kl. 6 hefst Jólanóttinni kl. 6 á Aðfangadag og þar með sjálfur Jóladagurinn.
Muna svo, kvöldið áður en ekki að kvöldi þess dags sem skráð er að hver þeirra svona komi til byggða.
En hversvegna skór? Hví ekki eitthvað allt annað? Það er eitthvað svo fjarstæðukennt að setja skó af öllum hlutum út í glugga? Það mun ég skýra frá síðar, núna er bara að muna að þetta skódæmi byrjar í kvöld og passa sig að ruglast ekki á því hvaða Jólasveinn það var sem guðaði á gluggann þá nóttina, það var sá sveinn sem merktur er á dagatalinu það sem við í dag köllum deginum eftir því dag er nóttin á eftir deginum öfugt við það sem áður var. En þetta ásamt Aðfangadegi og Gamlársdegi er eitt það fáa sem við höldum ennþá í að þessum gamla sið að nóttin hefjist kl. 6 aðfaranótt hvers dags og því talin á undan honum en ekki eftir.