Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag

Í dag, nákvæmlega kl. 10:49 kviknar nýtt tungl, Vetrartungl en svo nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það ætíð nærri upphafi vetrarmisseris sem er viðeigandi við nafn þess en vetrarmisseri íslenska misseristalsins hófst einmitt síðasta laugardag með Fyrsta vetrardegi, fyrsta degi Gormánaðar.

Í þetta skipti er einnig Sólmyrkvi, sú tegund hans sem nefnist Deildarmyrkvi en Sólmyrkvi kallast það þegar tunglið er staðsett nákvæmlega á milli jarðar og sólar og varpar þannig skugga sínum á jörðina. Sólmyrkvar eru þó allt frá því að skuggi tunglsins rétt skyggir á sólina upp í að hylja hana alla..

Þegar tunglið hylur aðeins hluta sólarinnar nefnist það Deildarmyrkvi en Almyrkvi þegar tunglið eins og nafnið gefur til kynna hylur sólina alveg og í þetta skipti er Deildarmyrkvi og mun tunglið því aðeins hylja hluta sólarinnar að milli fjórðungs til fimmtung hennar.

Deildarmyrkvi stendur yfir mun lengur en Almyrkvi því hann telst hefjast allt frá því að skuggi tunglsins byrjar að skríða hægt inn á ljós sólarinnar og skyggja á hana uns hann hverfur af henni aftur en Almyrkvi telst þó hefjast þegar skuggi tunglsins byrjar að skríða inn á ljós sólarinnar en hápunktur hans er þá það stutta augnablik þegar tunglið hylur sólina alveg og það myrkvar sólina algerlega í stutta stund enda himintunglin á stöðugri hreyfingu.

Deildarmyrkvi dagsins í dag hófst núna klukkan níu og stendur yfir í um þrjú korter eða til korter í tíu og kviknar svo Vetrartunglið um klukkutíma síðar eða tíu fjögurtíu og níu.

Sólmyrkvar verða á nýju tungli en Tunglmyrkvar sem eru þeir myrkvar þegar sólin er nákvæmlega hinu megin jarðar við tunglið og skuggi jarðar hylur tunglið að hluta eða alveg. Aftur verður Deildarmyrkvi á næsta fulla tungli eftir nákvæmlega tvær vikur þriðjudaginn áttunda nóvember en sá Tunglmyrkvi sem ólíkt þessum Sólmyrkva núna mun ólíklega sjást á Íslandi því hann hefst rétt áður en sólin rís að morgni áttunda nóvember.

Það fer þó almennt allt eftir veðri hvort Sól-og Tunglmyrkvar sjást hvar sem þeir mögulega sjást í heiminum á hverjum tíma sem þeir eru og þá fyrst og fremst hversu skýjað er.

Klukkan átta í morgun birti Veðurstofan skýjaspá morgunsins og henni samkvæmt er frekar skýjað um mest allt land þótt það sé með köflum og því alltaf möguleiki að Þessi Deildar Sólmyrkvi muni verða landsmönnum sýnilegur hér og hvar en minnst og nánast heiðríkju er spáð á Norðvesturlandi.

Skýjahuluspá Veðurstofunnar klukkan níu í morgun

Ný spá klukkan 9 sýnir þó að létta sé til og að nær skýjalaust sé um mestallt vesturland, Faxaflóa og hluta suðurlands svo von fólks um að geta séð Deildarmyrkvann hefur aukist ef þessi spá er eitthvað í líkingu við raunverulegt skýjafar þessa stundina.

Því eins og allir vita er veðurspá eitt og raunverulegt veður oft allt annað og því er full ástæða fyrir alla landsmenn til að gá til veðurs hvar sem þau búa og líta eftir skýjafari. Ef það er alskýjað en mikil hreyfing á skýjunum er alveg möguleiki að eitthvað muni rofa til inn á milli og þar sem mikið er að götum í skýjunum hvort sem þau hreifast hratt eða ekki eru möguleikarnir eðlilega meiri að geta séð Deildarmyrkvann að minnstakosti annaðhvort bregða fyrir í einhverju gati í skýjahulunni eða af og til ef skýjað er með köflum.

Aldrei er nógu vel brýnt fyrir fólki að nota sólmyrkvagleraugu eða annað það sem hylur nægilega vel hættulega geisla sólarinnar fyrir augun en það þekkja öll sem hafa horft beint í sólina jafnvel ekki nema stutta stund að sólarljósið fer illa í augu og ef fólk ætlar að fylgjast með Sólmyrkva og því horfa lengi á sólina er nauðsynlegt að vera með nógu góða vörn fyrir augun því annars getur illa farið fyrir sjón fólks, svo hættulegir eru geislar sólar en þó eingöngu ef horft er beint í hana sem við gerum sjaldnast.

Eigi fólk ekki sólmyrkvagleraugu en þau eru víst uppseld á landinu þessa stundina má þó nota ýmislegt annað eins og lítt gegnsæ plastlok og plastskálar. Ský geti líka hjálpar til og virkað eins og sía. Mikilvægast sé að nota eitthvað sem sést í gegnum og dregur nægilega mikið úr birtu sólarinnar samkvæmt Sævari Helga Bragasyni sem oftast er kallaður Stjörnu-Sævar og er hve manna fróðastur um slíka hluti.