Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag

Í dag, nákvæmlega kl. 10:49 kviknar nýtt tungl, Vetrartungl en svo nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það ætíð nærri upphafi vetrarmisseris sem er viðeigandi við nafn þess en vetrarmisseri íslenska misseristalsins hófst einmitt síðasta laugardag með Fyrsta vetrardegi, fyrsta degi Gormánaðar.Í þetta … Halda áfram að lesa Deildarmyrkvi á sólu rétt fyrir kviknun Vetrartungls klukkan 10:49 í dag

Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Vetrarsólstöður eða Vetrarsólhvörf, er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til suðurs og dagur því stystur á Norðurhveli jarðar. Þetta árið, 2020 hér á Íslandi úti í Ballarhafi upp undir Norðurheimskautsbaug eru Vetrarsólstöður í dag, 21. desember klukkan 10:02 nákvæmlega. Eins er í dag fyrsti kvartil Jólatungls þessa árs sem kviknaði mánudaginn … Halda áfram að lesa Nákvæmlega 10:02 21.12 2020 eru Vetrarsólstöður á Íslandi þetta árið

Nýtt tungl kviknaði kl. 06:41 í austri eftir sólstöður – Og hvað skal svo barnið heita?

Svo vildi til þetta árið 2020 að sumarsólstöður lögðust við fæðingu nýs tungls sem markar upphaf nýs tunglmánaðar og fast við fylgir sólmánuður sem líklegt er að hafi verið sólstöðumánuður hins forna misseristals sem var það tímatal sem sem landnámsfólk á Íslandi notaði og var þróað hér á landi áfram aldirnar meðan notkun þess var … Halda áfram að lesa Nýtt tungl kviknaði kl. 06:41 í austri eftir sólstöður – Og hvað skal svo barnið heita?

Í dag er vorjafndægur og bæði Snorri Sturluson og Lóan sammála um að nú sé þá komið vor þótt veðurguðirnir virðist ekki alveg vera þeim Snorra og Lóunni sammála

Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar og gerist það tvisvar á ári á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagur og nótt álíka löng hvar sem er á jörðinni og af því er nafnið dregið en breytileiki dagsetninganna stafar aðallega af hlaupárum. … Halda áfram að lesa Í dag er vorjafndægur og bæði Snorri Sturluson og Lóan sammála um að nú sé þá komið vor þótt veðurguðirnir virðist ekki alveg vera þeim Snorra og Lóunni sammála

Þetta árið kviknar þorrattunglið nákvæmlega um miðjan vetur bóndadaginn kl. 20:42

Nú ber svo við þetta árið 2020 að þorratung sem er það tungl sem kviknar á þorra hittir nákvæmlega á hanns fyrsta dag bóndadag klukkan 21:42 í kvöld.

Jólatunglið þetta árið fæðist kl. 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum

Jólatúngl nefnist það Nýtt Túngl sem fæðist í þeim Túnglmánuði sem Þrettándinn lendir í.

2019 fæðist Jólatúnglið klukkan 05:13 aðfaranótt Annars í Jólum.