Hver er þessi óræði stubbur sem kallaður er Stúfur

Í myrkrinu til byggða mun stauli einn stuttur, undarlegur og óskiljanlegur skríða í nótt.Engin veit né skilur hver þessi vættur Jóla er né hvurnig hann fékk sitt nafn. Allsstaðar er hann upptalin með öðrum sínum bræðrum en engin skilur á honum nein deili.

Ef spurt er hvort hann sé eitthvað lægri í loftinu en bræður sínir veit það engin. Ef spurt er hví hann einn þeirra bræðra heitir ekki samsettu nafni veit það engin. Ef spurt er hví hann heiti ekki heldur Pönnusleikir eða Pönnuskefill veit það engin.

Við stöndum því bæði á gati og uppi með það að stubburinn atarna heitir óskiljanlegu og óútskýranlegu nafni sem ekki rímar á nokkurn hátt við hina hanns bræður.

En koma mun hann sem og árvist er, þriðji þeirra staula og stika milli glugga hvort sem nafn hanns vísi til þess að hann sé aðeins hálfmenni á hæð og eigi því auðveldara með að læðast veit víst enginn eða hvort hann er missýn þar sem útundan þér þú sérð aðeins hund þinn hálfan þar sem heill á að vera en þegar betur þú gáir þá auðvitað er hann heill og þessi missýn að hundurinn sé allt í einu orðin aðeins stubbur af sjálfumsér bendi til þess að nú viti á gott og um nóttina væri viturlegt að skilja eftir gömlu pönnuna sem allt er orðið viðbrennt illa á og vona að þessi pönnustubbsstúfur muni ekki með að öllum líkindum sandpappírstungu sinni skafa hana og skrapa svo slétta að hún sé sem ný.

En hvað var þetta annars með hundinn. Ekki varð hann allt í einu hálfur, nei, það hlýtur að hafa verið missýn ein. Eða hvað?

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Almanaksvefurinn, Stúfur
▶︎ Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir
▶︎ Árnastofnun, Nöfn jólasveina

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.