Er ekki tilvalið að endurvekja 20. dag jóla sem „taka niður jólaljósindaginn?“

Í dag 13. janúar er Geisladagur, 20. dagur jóla eins og hann er nefndur í Svíþjóð, sænskumælandi hluta Finnlands og hluta af Noregi, Tjugondedag jul.

Geisladagur er áttund (l. octava) þrettándans en hann á sér eins og aðrar stórhátíðir kirkjunnar dag sem er átta dögum síðar, í þessu tilfelli 13. janúar og nefndur geisladagur í latneskum kirkjubókum Octava Epiphanie Domini og er elsta heimild um nafnið geisladagur frá 14. öld.

Þrettándinn var upphaflega minningardagur um skírn Krists og almennur skírnardagur fullorðinna í austurkirkjunni og þar kenndur við ljós og sennilegast er að íslenska nafnið sé þaðan komið.

Hætt var að halda upp á geisladag fyrir mörgum öldum hérlendis ólíkt frændum okkar í Skandinavíu. En er ekki tilvalið að endurvekja 20. dag jóla sem „taka niður jólaljósin“ dag? Núna þegar geislar sólar nýtur æ betur og betur við?

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.