Annar í Jólum-Stefánsdagur

Annar í Jólum er árvisst þann 26. desember og er Almennur frídagur en þó ekki Stórhátíðisdagur líkt og Jóladagur honum á undan og því samkvæmt núverandi vinnulöggjöf um Kirkjulegar hátíðir og vinnurétt margháttuð starfsemi leyfð.

Þótt allir eigi almennt frí Annan í Jólum má við starfsfólk semja um að vinna þennan dag en ekki er leyfilegt að skilyrða vinnu á Almennum frídegi en æ meira er um það með hverju ári að til dæmis verslanir séu opnar þennan dag en þó ekki fyrr en um og upp úr hádegi því Helgi Jóladags nær til morguns Annars í Jólum líkt og hún hefst klukkan sex á Aðfangadagskvöld. Þó er það ætíð mun minna en almennt gerist að starfsemi sé opin því langflestir vilja eiga Jól frá Aðfangadegi til Annars í Jólum það er þrjá daga. Það sama má segja um sambærilega daga, þá Annan í Páskum og Annan í Hvítasunnu að um þá daga gilda sömu reglur og lög hvað þetta varðar.

Stefánsdagur

Í Hátíðadagatali Íslensku Þjóðkirkjunnar nefnist 26. desember Stefánsdagur til minningar um fyrsta píslarvottinn, Stefán frumvott en hann var grýttur til bana þennan dag á 1. öld.

Þriðji í Jólum

Fram til ársins 1770 hvíldi einnig helgi á og var almennur frídagur Þriðji í Jólum. En það ár var hann afhelgaður og aflagður sem Almennur frídagur alþýðu fólks ásamt fleiri dögum að skipan Danakonungs. Var það að öðrum þræði um að ræða Kaþólska Hátíðis- og Helgidaga sem ekki var lengur haldið upp á eftir Siðaskiptin og hinsvegar að eftir úttekt Siðbótarmanna sem Danakonungur sendi til Íslands til að gera úttekt á trúarlífi þjóðarinnar, lögðu þeir til við konung að fækkað væri almennt öllum frídögum almennings því þeim þótti alþýða fólks hafa allt of marga frídaga á ári hverju.

Þrjár stærstu hátíðir Kristinnar Kirkju, jafnt þeirrar Kaþólsku sem ráðið hafði hvaða dagar teldust helgir og almennir frídagar fyrir Siðaskiptin hér á landi, sem og þeirrar Evangelísku Lútersku Kirkju sem tók við eftir Siðaskiptin og er í dag hin Íslenska Þjóðkirkja, voru og eru Páskadagur, Hvítasunnudagur og Jóladagur. Fyrir árið 1770 voru allar þessar þrjár megin hátíðir svokallað Þríheilagar, það er að eftir hvern þessara daga komu Annar í og Þriðji í en þær voru allar með þessari tilskipun gerðar Tvíheilagar og Þriðji í afhelgaðir og aflagðir sem almennir frídagar og er svo enn í dag.

Því eru til þessir þrír dagar, það er Annar í Jólum, Annar í Páskum og Annar í Hvítasunnu, þar sem hver þessara þriggja megin hátíða Kirkjunnar voru 1770 aflagðar sem Þríheilagar og gerðar Tvíheilagar og hafa þannig verið æ síðan til dagsins í dag. Þess má einnig geta að mikið mun fyrr eða allt frá upphafi Þjóðveldisaldarinnar voru þessar þrjár megin hátíðir upphaflega Fjórheilagar, það er heilir fjórir helgi og frídagar en Kaþólska Kirkjan feldi niður Fjórða í nokkrum öldum síðar, svo þær urðu Þríheilagar uns 1770 þær voru enn smækkaðar niður í aðeins Tvíheilagar eins og þær eru í dag.

Fleiri dagar voru einnig afhelgaðir og aflagðir sem frídagar með þessari tilskipun Danakonungs, sem og fleirum Kirkjulegum tilskipunum áratugina þar á eftir. Má nefna sem dæmi Þrettándann sem hafði verið Helgi og Almennur frídagur í tíð Kaþólsku Kirkjunnar.

Gleðilega rest

Dagarnir milli Annars í Jólum til Gamlársdags eru oft nefndi rest og fólk bíður hvort öðru Gleðilega rest á milli Jóla og Nýárs. Orðið er Danskættað orð sem venjulega þýðir leifar eða afgangar í óformlegri Íslensku.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Annar í Jólum
▶︎ Almanaksvefurinn, Jóladagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Aðfangadagur Jóla
▶︎ Almanaksvefurinn, Hátíðardagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar
▶︎ Almanaksvefurinn, Frídagar á Íslandi
▶︎ Vísindavefurinn, Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)