Frídagar á Íslandi

Lögbundnir Frídagar á Íslandi eru samkvæmt einföldustu skilgreiningu íslenskra laga 16 talsins auk sunnudaga.

Þó er þetta ekki alveg svo einfalt þegar betur er að gáð og lögin bæði misvísandi þar sem bæði er hægt að túlka þau með mismunandi hætti sem og lesa úr þeim mismarga raunverulega frídaga í praxís fyrir alla almenna launþega.

Mismunandi er því bæði hvað þeir eru almennt taldir margir auk þess að þeir geta verið mis margir frá ári til árs. Skal hér að neðan tíundað hversvegna þeir geta verið minnst 8 og mest 16 á ári allt eftir því hvernig lögin um þá eru lesinn og túlkuð sem og hvernig þeir raðast á hverju almanaksári.

Lög um almenna frídaga á Íslandi

Í fyrstalagi er það vegna þess að ákvörðun um hvaða dagar þetta skulu vera eru í tvennum ólíkum lögum og eru þeir ekki allir skilgreindir eins í þeim og hinsvegar að nokkrir þeirra geta lent hvor á öðrum milli ára en þegar það gerist verða þeir færri það árið.

Lögbinding þessara daga er annarsvegar Lög um helgidagafrið sem fjalla um Kirkjulegar Hátíðir og hverjar þeirra teljast til frídaga og að hversu miklu leiti og hinsvegar Lög um 40 stunda vinnuviku sem taka til hvaða aðrir dagar en helgidagar kirkjunnar teljist til lögbundinna frídaga og einnig að hversu miklu leiti.

Þegar tekin eru saman þessi tvenn lög þá er það orðar svo í 6. gr. fyrstu málsgreinar í Lögum um 40 stunda vinnuviku orðrétt að „Frídagar eru helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13.“

Í upptalningu þessari er Frídagur verslunarmanna ekki nefndur á nafn og er hún því orðrétt ein og sér ekki rétt og hefur það eðlilega ruglað marga þar sem nær alltaf þegar skrifað er um lögbundna íslenska frídaga er eingöngu vitnað orðrétt í ofangreinda fyrstu málsgrein 6. gr. laganna og þannig taldir verða þeir einungis 15.

Ruglinginn má rekja til þess að Frídagur verslunarmanna er talinn upp einn og sér í annarri málsgrein þessarar sömu 6. gr. en þar stendur „Frá og með árinu 1983 skal fyrsti mánudagur í ágúst vera frídagur.“ Tilvísun í þessa grein er nánast alltaf sleppt í öllum skrifum þegar vitnað er í þessi lög svo það er vel skiljanlegt að fólk furði sig á þessu og eigi erfitt með að skilja.

Fleiri atriði þessara laga hafa áhrif á hversu margir þessara lögboðnu frídaga eru síðan raunverulegt frí á ári hverju þegar upp er staðið. Fyrsta atriðið er 1. gr. fyrsta málsgrein sömu laga sem hljóðar svo „Lög þessi taka til allra launþega í landinu….“ Í 2. gr. eru það tvö atriði það fyrra í fyrstu málsgrein „Í hverri viku skulu ekki vera fleiri en 40 dagvinnutímar, sem vinna ber á því dagvinnutímabili á virkum dögum vikunnar (skáletrun mín) …..“ og hinsvegar í annarri málsgrein, „Að jafnaði skulu unnar 8 klukkustundir í dagvinnu á degi hverjum frá mánudegi til föstudags …„

Því er ljóst þegar lögin eru betur lesin að allir aðrir dagar en virkir dagar það er frá mánudegi til föstudags séu frídagar og því bætast laugardagar við sunnudagana sem í lögunum eru sérstaklega nefndir sem almennir lögboðnir frídagur.

Við þetta fjölgar því raunverulegum frídögum verulega þegar allir þeir eru taldir. Eins hefur þetta einnig önnur áhrif sem eru þau að ef til dæmis 17. júní lendir á laugardegi verður hann ekki viðbótar frídagur þótt hann sé lögbundinn frídagur eins og segir í fyrstu málsgrein þessara laga „allra launþega í landinu.“ Nema að því leiti að þau sem eru að vinna þennan laugardag fá ekki greitt laugardagslaun heldur hátíðarlaun. En allir aðrir launþegar þessa lands eiga bara frí eins og venjulega en þó með þeim annmörkum að mikill meirihluti þeirrar þjónustu sem almennt býðst á venjulegum laugardögum fellur niður þar sem langflest fyrirtæki og stofnanir sem að öllu jöfnu eru opin á laugardögum kjósa að hafa lokað.

Er það þó misjafnt eftir því um hvaða frídag á í hlut. Af þeim almennu frídögum sem eru bundnir við ákveðnar dagsetningar þá kjósa flestallir að gefa algert frí á Jóladag 25. desember og Nýársdag 1. janúar af þeim dögum sem falla undir Helgidaga Þjóðkirkjunnar sem og Aðfangadag Jóla og Gamlársdag frá kl. 13. þótt þessir dagar lendi á laugardegi. Af þeim frídögum sem falla undir vinnulöggjöfina en teljast ekki til hátíðisdaga þjóðkirkjunnar og bundnir eru ákveðnum dagsetningum sem eru 17. júní og 1. maí er almennt flestöllu launafólki gefið frí þótt viðkomandi dagur lendi á laugardegi en fleiri sem almennt vinni á laugardögum vinni þessa tvo daga en ef um jóla- eða nýársdag er að ræða.

Eins er með dagatalsdagana Aðfangadag Jóla 24. desember og Gamlársdag 31. desember sem lögum samkvæmt eru þó bara lögbundnir frídagar frá kl. 13. en þá er því öfugt farið að flestir kjósa að gefa frí allann daginn þessa daga þótt þeir lendi á laugardögum og einnig þótt þeir lendi á virkum degi.

Þó ber þess að geta að ekki gilda sömu reglur í kjarasamningum um kaup og kjör hvort unnið er á laugar – eða sunnudegi en eftir sem áður eru laugardagar í praxís lögboðnir frídagar samkvæmt lögum þessum þótt þeir séu ekki taldir með í 6. grein laganna til hinna lögbundnu frídaga á Íslandi þar sem þeir teljast ekki virkir dagar og því gilda um þá sérákvæði í almennum kjarasamningum eins og aðra frídaga.

En það á jafnframt við um flesta aðra lögbundna frídaga einnig og ræðst það af ýmsu. Til dæmis er í lögum um helgidagafrið sem fjalla um kirkjulegar hátíðir og hverjar þeirra teljast til frídaga og að hversu miklu leiti og taka kjarasamningar almennt mið af því.

Lögunum um Helgidagafrið var breitt árið 2019 og allir kirkjulegir hátíðisdagar þá breitt að nú eru þeir allir lagðir að jöfnu hvort sem það er sunnudagur eða Jóladagur og öllum kvöðum af þeim létt nema því einu að „Óheimilt er að trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.“ Þótt að með þessum breytingum væri feld niður sú þrískipting á mismiklum heilagleika hvers þessarra daga sem og að öllum kvöðum sem bönnuðu ákveðna starfsemi þá var þeim ákvæðum í almennum kjarasamningum sem höfðu tekið mið af eldri lögunum það er hvort hátíð væri almenn kirkjuleg hátíð eða stórhátíð ekki breytt.

Kjarasamningar miðast almennt við að á lögbundnum frídögum sem ekki eru stórhátíðardagar er greitt yfirvinnukaup fyrir hverja vinnustund og fyrir vinnu á stórhátíðum stórhátíðarkaup sem er hæsta kaup sem greitt er þegar unnið er á lögbundnum frídegi en almennt lægst á laugardögum en þó hærri laun en á venjulegum virkum degi. Þessum hugtökum og mismunandi skilgreiningum á dögum það er að skipta þeim í stórhátíðisdaga og almenna hátíðis daga var feld úr lögunum um hátíðisdaga þjóðkirkjunnar en haldið í lögunum um 40 stunda vinnuvikuna. Því hafði þessi lagabreyting áhrif á fjölda frídaga né það kaup sem skildi greiða þeim sem þá daga þyrftu að vinna.

En það eru ekki eingöngu kirkjulegar hátíðir sem teljast til stórhátíða í almennum kjarasamningum heldur einnig þrír aðrir frídagar, Þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, Nýársdagur og Gamlársdagur. Þó Gamlársdagur eingöngu eftir klukkan 13 á hádegi en viðlíka á við um tvo frídaga og er Aðfangadagur hinn sem telst stórhátíðardagur eftir klukkan 13 á hádegi og svona til þess að flækja lög reglur og hefðir nokk meir með þennan einn hátíðlegasta dag okkar íslendinga ef ekki þann hátíðlegasta þá var eftir klukkan 6 samkvæmt lögunum um helgidagafrið nánast bannað að gera nokkurn skapaðan hlut og áfram allann Jóladag allt til klukkan 6 að morgni Annars í Jólum. En þessi kvöð var aflétt í lögum um kirkjulegar hátíðir eins og framan greinir en eftir sem áður er þessi kvöð bundinn í lögum um 40 stunda vinnuviku.

Því þótt lögin um helgidagafrið hafi verið einfölduð og þau einfölduð svo mikið að aðeins stendur eftir hvaða dagar falli undir helgidaga þjóðkirkjunnar þá er aðeins sú eina kvöð sem eftir var skilin sú að ekki mætti „…trufla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar…“ Þarmeð var í raun ekkert skilið eftir sem áhrif hefur á frídaga fólks annað en upptalning þessarra daga sem lögin um 40 stunda vinnuviku síðann aftur vísa til.

Flókið? Já og nei, því núna eru það bara lögin um 40 stunda vinnuviku ásamt þeim ákvæðum í almennum kjarasamningum sem samið hefur verið um í gegnum tíðina sem ákvarða hvaða dagar það eru sem teljast til almennra frídaga og að hversu miklu leiti. Svo við þessa lagabreytingu breytist ekki fjöldi frídaganna en það hefur þó þær breytingar í för með sér að þar sem allri þeirri starfsemi sem bannað vara að stunda þessa daga var aflétt þá mun að öllum líkindum fleira fólk vinna einhverja þeirra með tíð og tíma en á móti helst það að ekki er hægt að krefja nokkurn um að vinna þar sem ennþá eru þessir frídagar bundnir í lögum um 40 stunda vinnuviku en vinnandi fólk á móti öðlast val um að mega vinna ef það kýs svo og gilda þá áfram framangreind launaákvæði sem að framan eru greind það er hvort viðkomandi dagur teljist stórhátíð með stórhátíðar launum eða ekki.

En fyrir utan laugardaga sem ekki eru taldir upp sérstaklega í lögunum sem lögbundnir frídagar þótt þeir séu það í praxís samkvæmt 2. grein þá eru auk sunnudaga eins og fram kemur í fyrstu og annarri málsgrein 6. greinar laga um 40 stunda vinnuviku eftirfarandi dagar hinir 16 lögbundnu frídagar á Íslandi.

Þeir lúta þó ekki allir sömu lögmálum þótt þeir séu allir taldir upp saman í einni romsu án aðgreiningar í lögum sem hinir 16 lögbundnu frídagar á Íslandi. Til dæmis hvað laun varðar skiptast þeir í almenna frídaga og stórhátíðisdag eins og að framan er greint greitt meira fyrir ef unnið er á stórhátíðisdögum en þeim almennu.

Hinir 16 Lögbundnu Frídagar á Íslandi

Hvað eru þeir margir í raun og veru

Þótt allt í allt séu þetta 16 dagar þá eru tveir þeirra Aðfangadagur og Gamlársdagur bara frídagar eftir klukkan 13 samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku og Aðfangadagur ekki kirkjulegur stórhátíðisdagur fyrr en eftir klukkan 18 og því eru þeir í raun bara frídagar til hálfs.

Eins er með Páskadag og Hvítasunnudag að þeir eru alltaf á sunnudegi sem eru jú frídagar hvort eð er og eini munurinn var sá að samkvæmt þeim þremur skilgreiningum á helgi daga sem voru í lögum um helgidagafrið þá er yfir Páskadegi og Hvítasunnudegi meiri helgi en venjulega sunnudaga en það breytir engu um það að þeir eru bara venjulegir frídagar fyrir meginþorra launafólks enda flest fólks sem ekki vinnur á sunnudögum að öllu jöfnu.

Þá standa eftir 12

Svo ef að Aðfanga- og Gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs og sleppa eigi að telja með Páska- og Hvítasunnudag þar sem þeir eru þegar frídagar verandi sunnudagar standa bara 12 dagar eftir sem kalla megi almenna frídaga að fullu og öllu leiti.

Þó er það ekki svo að tryggt sé að við fáum örugglega notið allra þessara 12 daga sem frídaga á hverju ári því bæði geta þeir lent hver á öðrum sökum hræranleika Páskanna til dæmis Skírdagur og Sumardagurinn fyrsti og hinsvegar geta þeir dagar sem bundnir eru ákveðnum mánaðardögum líkt og 17. júní lent á laugar- eða sunnudögum.

Í þessu sambandi þarf að horfa til þess að samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku teljast laugardagar ekki „virkir dagar“ þótt þeir séu ekki lögboðnir frídagar á sama hátt og sunnudagar og því á flest launafólk frí jafnt á laugar- og sunnudögum samkvæmt kjarasamningum sem byggja á 40 stunda vinnuviku lögunum eins og lýst er hér að ofan og á það einnig við um Aðfanga- og Gamlársdag að í ákveðnum kjarasamningum geta þeir verið frídagar að fullu þótt þeir séu ekki skilgreindir sem slíkir í lögunum um 40 stunda vinnuviku.

Hvernig skal þá reikna og telja raunverulega frídaga

Ef við leifum okkur að telja Aðfanga- og Gamlársdag með sem frídaga til hálfs eða öllu leiti þar sem í kjarasamningum eiga flestir frí þessa tvo daga þá eru um 14 mögulega frídaga að ræða á hverju ári.

Af þessum 14 dögum eru aðeins 4 fastbundnir virkum dögum þannig að aðrir frídagar geta ekki lent á þeim og eyðilagt þá. En það eru mánudagarnir þrír, Annar í Páskum, Annar í Hvítasunnu, Frídagur verslunarmanna og Föstudagurinn langi. Þetta teljast vart margir „öruggir“ frídagar.

Ef við horfum áfram á virku dagana þá eru 3 dagar að vori bundnir virkum en óöruggum dögum en það eru Skírdagur, Uppstigningardagur og Sumardagurinn fyrsti sem allir eru á fimmtudegi. En sökum hræranleika Páskana geta Skírdagur og Sumardagurinn fyrsti lent á sama degi og hinsvegar Uppstigningardagur og 1. Maí eins að framan er greint en þó getur það aldrei gerst sama árið því í öðru tilfellinu er hættan fyrir hendi ef Páskarnir eru mjög snemma á ferðinni en í hinu tilfellinu ef þeir eru seint á ferðinni. Þá eru eftir af þessum 14 dögum 7 dagar sem allir eiga á hættu að lent á laugar- eða sunnudegi.

En ekki bara það því hægt er að reikna og telja frídagana með ýmsu móti og í stað þess að fara út í sjálfstæða talnaleikfimi hér er best að leita á náðir sér reyndari manna eða til Þorsteins Sæmundssonar ritstjóra Almanaks Háskólans sem telst líklega manna best að sér í almanaksfræðum hérlendis.

Í stuttri grein á vef Almanaks Háskólans sem nefnist Helgidagar leggur hann fram eina mögulega túlkun á lögunum um almenna frídaga á Íslandi og með þeirri túlkun útreikning til að reikna sér til um mögulegan hámarks og lágmarks fjölda þeirra frídaga sem manni gæti fallið í skaut á ári hverju.

Í sinni túlkun á raunverulegum fjölda frídaga notast hann við hina 12 daga af þessum 16 lögboðnu frídögum en bætir þó Aðfanga- og Gamlársdegi við í útreikningnum. Orðrétt skrifar Sæmundur:

„ Auk þessara daga teljast aðfangadagur og gamlársdagur helgidagar að hálfu, þótt þeir séu ekki auðkenndir sérstaklega í dagatölum.

Af þessum fjórtán dögum geta sjö lent á laugardögum eða sunnudögum, tveir geta fallið á sama fimmtudaginn (skírdagur og sumardagurinn fyrsti) og uppstigningardagur getur lent á 1. maí. Þegar tillit er tekið til þessa reiknast árlegur fjöldi þessara helgidaga 11,2 að meðaltali. Þeir geta fæstir orðið 8 á ári. Mesti fjöldi á ári er 13 og er það ekki óalgengt. Eru þá aðfangadagur og gamlársdagur taldir með sem einn heill dagur.

Um jól og áramót aukast helgar um einn til fjóra daga. Meðaltalið er 2,9 dagar.

Rétt er að taka fram að samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku telst laugardagur ekki til virkra daga.“

Þar höfum við það

Við spurningunni „Hvað eru margir frídagar á Íslandi“ er ekki til neitt eitt einfalt svar. Gróft tekið getum við þó sagt að flestir séu þeir 16 Lögbundnir frídagar á Íslandi, þótt í praxís geti þeir aldrei orðið svo margir eins og að ofan greinir og fæstir geti þeir verið helmingi færri eða aðeins 8 eins og Sæmundi reiknast til.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Alþingi, Lög um 40 stunda vinnuviku
▶︎ Alþingi, Lög um helgidagafrið
▶︎ Almanak Háskólans, Helgidagar
▶︎ Wíkipedía, Lögbundnir frídagar á Íslandi

Athugasemd
Þær undantekningar sem í frídaga lögunum eru er ekki hægt að miða við hér þar sem þær fjalla um ýmsar sérhæfar starfsstéttir sem sökum eðlis starfs þeirra eiga almenn ákvæði lagann ekki við og því gilda um þær starfsstéttir sér lög og ákvæði.