Páskadagur

Páskadagur sem oft er stytt og einungis nefndur Páskar ( Dominica Resurrectionis Domini) er aðal helgi- og tyllidagur kristinnar kirkju sem haldinn er fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir Vorjafndægur ár hvert, sem er kring um sjö daga eftir stjörnufræðilegt fullt tungl og getur hann því lent á sunnudegi frá 22. mars að honum meðtöldum og seinast 25. apríl.

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á Páskum Gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjall 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum.

Kristnir menn halda þess vegna Páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir Páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.

Breytileg tímasetning Páskadags

Þessi breytilega tímasetning Páskadags frá ári til árs og þar með allra annara daga sem miðaðir eru við hann allt frá Bolludegi til Annars í hvítasunnu hér á landi gerir alla umfjöllun um Páskadag örlítið erfiðari. Til dæmis notum við hér á landi sem og í allri hinni Vestrænu kirkju sem við Íslendingar tilheyrum hið Gregoríska tímatal sem innleitt var fyrst í Kaþólskum löndum 1582 þótt við Íslendingar tækjum það ekki upp fyrr en aldamótinn 1700.

Austurkirkjan aftur á móti ákvað við tímatalsbreytinguna úr gamla Rómverska tímatalinu, hinu Júlíanska tímatali sem kennt er við Júlíus Sesar og einnig nefnt Gamli stíll, yfir í það Gregoríska sem kennt er við Gregoríus 13. páfa, einnig nefnt Nýi stíll og er almennt notað um allann heim í dag, að halda áfram að nota hið gamla Júlíanska tímatal sem kirkjudagatal svo þar sem á þessum tímatölum munar 11 dögum heldur Austurkirkjan sem dæmi sín Jól þann 6. janúar og eins þar sem útreikningur á hvenær Páskar séu á hverju ári miðast við sólartungltímatal eru þeirra Páskar sjaldnast á sama tíma og hér í Vesturkirkjunni.

Í þessari umfjöllun um Páskadag er miðað við tímatal Vesturkirkjunnar og allar dagsetningar miðaðar við það en tímasetningum Austurkirkjunnar sleppt sem og sögu hinna Gyðinglegu Páska sem er önnur en hin kristna og efni í sér grein auk sér greinar með töflu yfir tímasetningar allra þessara þriggja Páska hátíða.

Hvenær er Páskadagur

Framanaf var á reyki hvenær halda skildi Páskadag og var ein af ástæðum þess sú að þar sem þessir atburðir sem lýst er í Biblíunni áttu að gerast á Páskum Gyðinga en Gyðingar notuðu annað tímatal en hið Rómverska sem kristnir notuðust við, það er hið Júlíanska. Því var því á kirkjuþinginu í Nicaea árið 325 ákveðið að Páskadagurinn skildi ætíð vera eftir fyrsta fulla tungl eftir Jafndægri á vori eins og áður var nefnt. Þó var ákvörðunin ekki mjög skýr, sem dæmi var ekki sagt að Páskadagur skildi vera á sunnudegi. Það tók síðan nokkurn tíma að setja endanlega niður það viðmið sem notað er í dag.

Frídagar í kringum páskadag

Páskadagur er ásamt Skírdegi og Föstudeginum langa í Dymbilvikunni, vikunni fyrir Páskadag sem og Öðrum í Páskum, mánudeginum eftir Páskadag, Lögbundinn frídagur á Íslandi og Opinber fánadagur.

Annar í Páskum mánudagurinn eftir Páskadag er einnig helgi- og frídagur og áður fyrr var Páskadagur oft nefndur Fyrsti Páskadagur og Annar í Páskum Annar Páskadagur.

Dagsetningar Páskadags á næstu árum

  • 2021 – 4. apríl
  • 2022 – 17. apríl
  • 2023 – 9. apríl

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Páskadagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Frídagar á Íslandi
▶︎ Almanaksvefurinn, Opinberir Íslanskir Fánadagar
▶︎ Almanaksvefurinn, Páskatungl
▶︎ Almanak Háskóla Íslands, Um grundvöll páskareiknings
▶︎ Vísindavefurinn, Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
▶︎ The Astronomical Society of South Australia, Calculate the Date of Easter Sunday
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)