Eldaskildagi og Eldadagur

Eldaskildagi er árlega þann 10. maí. Nafn sitt dregur hann af því að þá áttu leiguliðar og sóknarbörn að skila úr eldi til jarðeigenda sinna og presta því fé sem þeim bar skilda til að ala fyrir þá um veturinn. Áttu leiguliðar að hýsa fóðra og tryggja þessu fé líf að öllu leiti á sinni leigujörð og skila þeim aftur vel öldu; í góðum holdum hraustu og öllum að tölu þennan ákveðna dag vor hvert.

Eldadagur

Við fénu bar þeim að taka að hausti á Eldadag þann 6. október við upphaf sláturtíðar og af þeirri tímasetningu má ráða að jarðeigendur og prestar hafi því getað valið sér hagstæðustu ærnar til eldist hjá leiguliðum áður en þeir ákváðu hverjar þeir vildu hafa á húsum sjálfir og hverjum þeir vildu slátra. Því var ekki um tvíhliða samning eða samkomulag að ræða heldur einhliða kvöð sem leiguliðar urðu að bera án þess að hafa nokkuð um það að segja sem gat reynst mörgum erfitt sérstaklega ef þeirra jarðeigandi sem þeir leigðu af var ekki sérlega sanngjarn.

Þessa kvöð að þurfa að bera af því allan hita og þunga að ala ákveðin fjölda lamba frá liðnu sumri fyrir þann Jarðeiganda sem það leigði jörð sína af eða þeim presti sem það var sóknarbarn hjá þurftu allir leiguliðar og sóknarbörn að bera.

Leiga og skattur

Annars vegar var þetta hluti af leigu fyrir leigujörðina og hins vegar skattur til kirkjunnar sem greiða skildi presti í sinni sókn. Þetta gat orðið þungur baggi mörgum leiguliðanum ef ekki hafði heyjast vel sumarið áður því ekki þýddi að skila af sér mögru og illa hirtu fé á Eldaskildaga hvernig sem áraði. Leiguliðar urðu því að gefa því fé sem ýmist voru kölluð prestlömb eða heytollur allt það besta sem þeir áttu en sínu eigin fé afganginn.

Þetta gat því verið erfiður og kvíðvænlegur dagur mörgum leiguliðanum ef erfiðlega hafði tekist að ala heytollinn þann veturinn og fá kannski skömm í hattinn fyrir. Hver leiguliði vildi eðlilega að eldisfé þeirra liti sem allra best út og væri vel alið. En ef hart var í ári og heyskortur gat það orðið erfitt.

Úti er loksins þetta stríð

Sögur bæði hlálegar og sorglegar eru til af því þegar fé kom í lélegum holdum úr eldinu og viðbrögðum jarðeigenda og presta við því. Ein þeirra er af Jóhanni stóra sem um aldamótin 1800 bjó á Skáldsstöðum í Eyjafirði þegar hann mætti með sitt prestlamb. Hafði hann skrifað vísu á spjald og fest á milli horna gemlingsins:

Á Skáldsstöðum eg hef dvalið
alla þessa vetrartíð,
mig hefur Jóhann illa alið,
úti er loksins þetta stríð.

Upphaflega hefur dagsetningin 10. maí verið valin þar sem þá var oftast búið að hleypa ám út á beit á tún og leiguliðarnir því ekki lengur háðir því að eiga eitthvað hey eftir fyrir rollurnar í blálok vetrar sem oft gat reynst ansi erfitt og eins að sauðburður var ekki hafinn.

Jarðeigendur og prestar þurftu því sjaldnast að hafa nokkuð fyrir eldi þeirra eftir Eldaskildaga heldur bara hirða af þeim arðinn það er lömbin án nokkurs hey tilkostnaðar eða fyrirhafnar á þessum tíma.

Elstu heimildir um prestlömb og heytoll

Elstu heimildir um daginn sem og prestlömb og heytoll eru frá fyrri hluta 18. aldar en sennilegt er að dagurinn sé þó mikið mun eldri enda sérlega hagstæð og einföld aðferð fyrir jarðeigendur og kirkjuna til að innheimta leigu fyrir leigujarðir sínar sem og skatta til kirkjunnar.

Mjög oft var það einnig þannig að prestur sóknarinnar var jafnframt jarðeigandinn því kirkjan naut skattfríðinda og því fjárhagslega höfðingjum landsins hagstæðast að vera titlaðir prestar og þar með allar þeirra jarðir prestjarðir þótt viðkomandi væri kanski ekki sá trúaðasti í sveitinni né sérlega hæfur til almennra prestverka. Færi þetta tvennt saman rann afraksturinn að þessu eldi sem leiguliðum bar skilda til að sinna allur til viðkomandi kirkju sem jafnframt var í eigu viðkomandi höfðingja.

Eldaskildagi-Inn-í-grein-VebSem dæmi má nefna stundaði Snorri Sturluson þennan leik og átti Skálholt mjög margar jarðir og leigutekjur af þeim jörðum nutu skattfríðinda svo Snorri gat hæglega sleppt því að þurfa að hafa miklar áhyggjur af búskapnum í Skálholti. Ekki er þess þó á nokkrum stað getið um nein preststörf Snorra heldur var hér alfarið um fjárhagslegt hagræði að  ræða.

Eitt af því sem stutt getur þá kenningu að Eldadagi og Eldaskildagi eigi sér rætur jafnvel allt frá kristnitöku eru þau skattfríðindi sem kirkjan og kirkjujarðir nutu og þegar breitt var frá höfðingja fyrirkomulagi goða og goðorða sem tíðkast hafði allt frá landnámi og mestanhluta Þjóðveldisins og það fært yfir til presta og biskupa voru höfðingjar fljótir að sölsa undir sig auðugustu kirkjujarðirnar og sjálfa biskupsstólana til þess að halda sínum völdum enda ekkert samkvæmt þeim sögum sem í handritum finnast og gerast um og eftir kristnitöku sem bendir til þess að höfðingjar gætu ekki rétt eins og lærðir prestar ráðið yfir kirkjujörðum og kirkjum sem og biskupsembætta og eigna.

Eitt skýrt dæmi þess efnis er Jón Arason síðasti Kaþólski biskupinn á Íslandi en hann var ómentaður sem prestur þegar höfðingjar norðlendinga völdu hann sinn biskup að Hólum gegn vilja Skálholtsbiskups. En Jón hafði um langt skeið verið ráðsmaður að Hólum og séð um alla veraldlega stýringu biskupsstólsins og því langt frá því að vera nokkur trúarleiðtogi. Enda snérust prests og biskupsembætti oftlega gegnum aldirnar frá kristnitöku alfarið um völd höfðingja- og ættarveldisins sem tekið hafði við af goðorðsveldinu og því var oft engu breitt öðru en nafngiftum því goðar gátu annarsvegar verið trúarleiðtogar samhliða því að vera valdshöfðingjar en einnig einungis valdshöfðingjar.

Leigutekjur auðugra kirkjujarða og skattfríðindi kirkna á móti kostnaði við rekstur þeirra var Íslenskum höfðingjum mun hagstæðari að mörgu leiti en rekstur goðorðanna því goðar þurftu að sinna sínu fólki að miklum rausnarskap því hverjum frjálsum manni var leyfilegt að skipta um goða en fólk gat ekki skipt svo auðveldlega um kirkjusókn. Því gátu höfðingjar í krafti þessa nýja valds sett á ýmsar kvaðir sem ekki höfðu tíðkast áður og gerði kirkjan það óspart svo líf almennings undir kirkjuvaldinu versnaði að mörguleiti með tilkomu þess.

Kvöðin um vetrareldi leiguliða líkist mjög mörgum þeim nýju kvöðum sem komið var á svo annaðhvort er hún allt frá upphafi kirkjuveldisins og að öllum líkindum verið komið á fyrir Siðaskiptin því við siðaskiptin hirti hið erlenda konungsvald allar eigur Íslensku kirkjunnar sem og arð af útflutningi landsmanna sem fram að því hafði verið í eigu Íslendinga svo allar tekjur og skattar runnu ekki lengur til íslenskra höfðingja og kirkju heldur úr landi til konungs. Því verður að teljast ólíklegt að eldiskilum hafi verið komið á eftir siðaskiptin þar sem jarðeigendur sem eins og framan greinir voru oft einnig kirkjuhöfðingjar landsins sem og veraldlegir nutu þar með ekki lengur af þeim þann ávinning sem þeir höfðu áður gert.

Almennur gjalddagi

Einnig voru ýmsar aðrar greiðslur oft miðaðar við þennan dag vegna þess hægðarauka að sem flest sem greiða þurfti og þá sérstaklega ef það miðaðist við vetrarmisseri á einum og sama deginum.

Enda mjög oft um sömu greiðendur og viðtakanda að ræða það er jarðeigendur og kirkjan sem öllu réðu og áttu á landinu sem í upphafi eins og áður er nefnt voru innlendir höfðingjar og ættir en síðar hið erlenda konungsvald.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Eldaskildagi
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)