Gleðigangan

Geyfánar við Ráðhúsið í Reykjavík
Reykjavíkurborg styður Hinsegin daga og er hún ein af Borgarhátíðum hennar

Gleðigangan á Íslandi er hápunktur Hinsegin daga þar sem sameinast lesbíur og hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Samskonar hátíðir og göngur eru haldnar víða um heim en ekki allar á sama tíma.

Á Íslandi stóðu Samtökin ʼ78, samtök lesbía og homma á Íslandi fyrir Hinseginhelgi í Reykjavík í fyrsta sinn síðasta Laugardag í Júní 1993 og einnig árið eftir.

Skemmtistaður homma og lesbía Stonewall Inn 1969
Skemmtistaður homma og lesbía Stonewall Inn 1969

Síðan varð hlé á hátíðahöldum hér á landi þar til í Júní 1999 þegar haldin var útihátíð að viðstöddum 1500 manns á Ingólfstorgi til þess að til að minnast þess að þá voru 30 ár liðin frá uppþotunum í Christopher-stræti í New York sem urðu eftir að lögregla réðst með ofbeldi inn á Stonewall Inn skemmtistað homma og lesbía í Greenwich Village en þeir atburðir mörkuðu að miklu leiti upphaf að réttindabaráttu samkynhneigðra í Bandaríkjunum.

Haldið hefur verið upp á Hinsegin daga á hverju ári síðan og hafa þeir vaxið og dafnað og eru í dag orðnir ein af fjölmennustu hátíðum þjóðarinnar með í kringum sjötíu þúsund þátttakendum ár hvert og breyst úr eins dags Gleðigöngu hátíð í sex daga samfellda menningarhátíð.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Hinsegin dagar, Gleðigangan
▶︎ Wíkipedía, Gleðiganga
▶︎ Wíkipedía, Hinsegin dagar