Tvímánuður

Tvímánuður er Ellefti mánuður ársins og Fimmti mánuður Sumarmisseris Íslenska Misseristalsinns.

Hann hefst ætíð á Þriðjudegi milli 22. og 28. Ágústs í 18. viku sumars eða þeirri 19. ef Sumarauki er.

Tvímánuður er víða nefndur í sögunum í Grágás og í fornum Rimbókum svo að hann hefir verið vel þekktur. Jafnvel í Noregi var hann kunnur og er því sennilega forn en í Snorra-Eddu er hann ekki nefndur heldur Kornskurðarmánuður í hans stað. Þó ber að taka fram að ekki er víst að upptalning sú sem í Snorra-Eddu er sé hugsuð sem mánaðarheiti og telja margir að einungis sé þar upptalning veðra sem von gæti væri á og þeirra verka sem sinna þurfti hvort Misserið og passar það við að tímabil Tvímánuðar er jú kornskurðartími.

Nafnið Tvímánuður hefir verið skýrt á ýmsa vegu. Jón Sigurðsson hélt því fram í sínu Almanaki að Íslenska árið hefði byrjað á Miðju sumri og Tvímánuður hefði dregið nafnið af því að hann var annar mánuður í því ári. Þótt margir hafi talið og sumir enn að árið hafi byrjað um Mitt sumar þá mun skýring þessi naumast rétt þar sem ekkert bendir til þess að Misseristalið hafi verið hugsað sem ein heild það er eitt ár heldur tvær heildir Vetrarmisseri og Sumarmisseri og hvorug þeirra hafi verið á undan hinni. Enda kemur orðið ár merkjandi heilt ár ekki fyrir í Íslenskum ritum fyrr en mjög seint og Íslenska Misseristalið þá búið að vera í notkun í margar aldir.

Miklu sennilegri skýring er skýring Páls lögmanns Vídalíns í Fornyrðum lögbókar að Tvímánuður héti svo því þá væru tveir mánuðir eftir af Sumarmisseri til Vetrarmisseris. Þetta væri í samræmi við skýringuna á Einmánuði sem er og vel skiljanleg það er „að Einmánuði“ var einn mánuður til sumars.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Tvímánuður
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)