Ýlir

Ýlir er annar mánuður vetrarmisseris Misseristalsins. Hann hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. til 27. nóvember.

Eina heimildin um nafnið Ýlir til forna er í Bókarbót sem varðveitt er í handriti frá um 1220 en í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er hann kallaður Frermánuður. Þar stendur:

Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuður heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstur í vetri heitir gormánuður, þá er frermánuður, …“.

Einnig kallaði Séra Oddur hann Skammdegismánuð en bæði þessi nöfn vísa til árstíðarinnar en að vera eiginleg mánaðarnöfn og ósennilegt að þau hafi verið notuð á annann hátt en þann hafi þau almennt verið mikið notuð. Mikið líklegra er að Ýlir sé hanns upprunalegt nafn og hafi komið með hinu forna Norræna Misseristali sem Íslenska Misseristalið byggir á því engin bein líkindi eru með nafninu í Íslensku og einu líkindin sem hægt er að finna þarf að rekja mjög langt aftur í aldir og út fyrir Norrænu.

Ýlir og hin fornu Jól

Eitt af því fáa sem við getum litið til um það hvenær haldið var mögulega upp á hin heiðnu Jól eru tímasetningar milli annara hátíða misseristalsins sem og einnar hefðar sem algeng var til forna. Á undan Jólum, sem eingöngu voru til dægrastyttingar eftir því sem allar heimildir benda til, er síðasta hátíðin Veturnæturblótið og eftir þau Miðsvetrarblótið. Ólíklegt má teljast að hin fornu Jól hafi verið haldin mjög nærri öðru hvoru þessara stóru blóta þannig að vart væri búið að halda heila þriggja daga til viku langrar matar og drykkjuveislu sem hin heiðnu Jól voru samkvæmt heimildum, þegar sú síðasta væri rétt liðin eða stutt í þá næstu.

Veturnætur voru haldnar fyrir og um Fyrsta vetrardag, upphaf vetrarmisseris og því nokkuð stutt í Ýli eða aðeins einn mánuður, Gormánuður sem hefst Fyrsta vetrardag. Hinsvegar er ekki vitað hvenær nákvæmlega Miðsvetrarblótið var haldið en líklegast er að það hafi verið haldið um Miðjan vetur vetrarmisseris eins og nafn þess bendir til, það er fyrsta dag Þorra eða snemma í febrúar.

Hvort gömlu Jólin hafi verið haldin þarna mitt á milli ef horft er til tímasetninga annarra fornra heiðinna hátíða þá er ekkert í misseristalinu sem sérstaklega bendir til þess þótt það sé ekki útilokað að svo hafi verið. Annað atriði sem við getum horft til er að í sumum fornum menningarsamfélögum var hefð fyrir því að halda tvær hátíðir sitthvoru megin við Vetrarsólstöður en ekki á þeim sjálfum.

Við höfum engar heimildir þess efnis að hin heiðnu Jól hafi verið haldin á Vetrarsólstöðum né nokkur önnur hátíð, svo mögulegt er að við þessa hefð hafi verið miðað. Við getum þá sagt að Miðsvetrarblótið sé ígildi stórhátíðar eftir Vetrarsólstöður en það var að öllum líkindum haldið um eða rúmlega mánuði eftir Sólstöður svo kannski voru gömlu Jólin samskonar og þá haldin kringum mánuði fyrir Sólstöður. Ef svo hefur verið þá hefðu þau þó verið haldin aðeins mánuði eftir Vetrarnæturblót og Miðsvetrarblótið síðan um tvemur mánuðum síðar svo vart verður fyrsti dagur Ýlis líklegasti dagurinn, frekar miður mánuðurinn sem er mitt á milli þessara stóru blóta en hvergi er minnst á það að Jólin hafi verið blót, aðeins veisla sér til skemmtunar og dægrastyttingar. Svo kannski þótt heiðnar hátíðir væru almennt ekki tímasettar mitt á milli annara hátíða þá voru samkvæmt heimildum heiðnu Jólin í rauninni bara dægrastytting en ekki eiginleg hátíð né blót né nokkru öðru tengd en gera sér glaðan dag svo það gæti alveg hafa verið.

Ef þessi háttur hefur verið viðhafður þá hafa hin heiðnu Jól verið nærri miðjum Ýli, mánuðinum á undan Mörsugi en Mörsugur hefst við Vetrarsólstöður líkt og núverandi Kristin Jól, sem upphaflega voru Vetrarsólstöðuhátíð, og eftir honum kemur Þorri en fyrsti dagur Þorra er Miður vetur og líklegasta tímasetning Miðsvetrarblótsins.

En ef haldnar voru tvær hátíðir sitthvorum megin við Vetrarsólstöður og sú seinni hafi verið Miðsvetrarblótið þá hefði sú fyrri þá líklega verið haldinn í upphafi Ýlis og ef jafnlangur tími hefur verið frá Vetrarsólstöðum til þessara beggja hátíða eða einn mánuður.

En það stemmir ekki við að vera mitt á milli Veturnótta og Miðsvetrarblótsins ef Miðsvetrarblótið var haldið nákvæmlega um Miðjan vetur eða þar nærri. Ef hin heiðnu Jól hafi verið hugsuð sem gleðskapur og veisla þarna mitt á milli hefur hún verið haldin um miðjan Ýli og ekki ólíklegt um 12. desember þann dag sem fyrsti Jólasveinninn kemur til byggða. Ýmsar aðrar heimildir benda einnig til þess að 12. eða 13. desember hafi verið hafðir í heiðri og upp á þá haldið, hefðir sem ná allt til dagsins í dag eins og með komu fyrsta Jólasveinsins en engin þeirra heimilda benda samt til þess að þar hafi hin heiðnu Jól verið staðsett, heldur aðeins að margt er tengt þessum dögum í gegnum aldirnar og eru þeir einu sem einhverjar heimildir eru til um eitthvert tilstand eða hátíðir í öllum Ýli. Svo ef hin heiðnu Jól voru haldinn sem veraldlegur gleðskapur milli þessara tveggja stóru blóta, Vetrarnótta og Miðsvetrarblóts veðja ég persónulega á að þau hafi verið haldi 12. eða 13. desember samkvæmt núverandi tímatali en þó með þeim fyrirvara að þetta er alfarið mín persónulega skoðun og tilgáta.

Ég hef þó ekki ennþá tekið saman allar þær heimildir sem ég nota til þess að reyna að bakka upp þá tilgátu mína en mun skrifa um þessa tilgátu þegar ég hef farið vandlega yfir þau atriði sem ég tel að gætu bent til þess að hin heiðnu Jól gætu hafa verið haldin um miðjan Ýli og þá annaðhvort þann 12. eða 13. desember. En það bíður betri tíma að skrifa um það.

Nafn Ýlis

Nafn Ýlis er algerlega á huldu og ekki hægt með góðu móti að rekja uppruna þess né merkingu og því talið að nafn hans sé eitt elsta nafn misseristalsins.

Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið Ýlir vera skylt orðinu Jól en uppruni beggja þessara orða er umdeildur og Árni Björnsson telur mánaðarheitið Ýlir helstu röksemd fyrir heiðnu Jólahaldi í desember.

Um þessi atriði hafa margir ritað og rætt og sitt sýnist hverjum. Það er ákveðin hljóðskyldleiki með þessum tvemur nöfnum en þar sem ekki hefur verið hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á hver sé uppruni né merking hvorugs þeirra þá verðum við víst við það una að taka hverri hugmynd sem sett er fram sem kenningu og trúa því sem hyggjuvitið segir okkur því fræðin hafa ekki við þessu svar.

Ýlir hefst ætíð á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. til 27. nóvember eða mánuði á undan hinum Kristnu Jólum samkvæmt núverandi tímatali okkar. Það að hin heiðnu Jól hafi annarsvegar verið haldin í Ýli sem og mín eigin að þau hafi verið nær miðju hanns jafnvel nákvæmlega 12. eða 13. desember er þó bara kenning sem ekki á sér vart nokkrar heimildir til að bakka sig upp. Aðeins er hægt að vísa til þess að í sumum menningarsamfélögum til forna hafi verið haldnar tvær hátíðir sitthvorum megin Sólhvarfa en ekki á þeim sjálfum, líkindi og kenningar um uppruna og merkingu mánaðarnafnsins Ýli sem samt er bara kenning sem engar heimildir eru til um og mannlegi þátturinn sem er að ópraktískt er að láta líða langt á milli Vetrarnæturblótsins yfir í næstu dægrastyttingu og síðan stutt í þá næstu, Miðsvetrarblótið.

Svo verður bara hver fyrir sig að mynda sér sína eigin skoðun hvort hin heiðnu Jól hafi verið í eða tengist nafn mánaðarisns Ýli og ef svo væri hvar nákvæmleg heiðnu Jólin hefðu þá verið haldin í þeim mánuði.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Ýlir
▶︎ Skáldskaparmál Snorra Eddu, 78. Heiti stundanna
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)