Dagur Íslenskrar tungu

Jónas Hallgrómsson

Dagur Íslenskrar tungu er hátíðardagur tileinkaður tungumálinu okkar, Íslenskunni og er haldið upp á hann árlega þann 16. nóvember

Upphaf hans má rekja til haustsins 1995 þegar þáverandi menntamálaráðherra lagði til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður Íslensku og átak gert til varðveislu hennar. Þótti við hæfi að velja fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar til minningar um framlag hans til Íslenskunnar.

Ári síðar 1996 var síðan haldið upp á daginn í fyrsta sinn og hefur svo verið æ síðan og einnig var hann útnefndur Opinber Fánadagur.

Ýmisleg er viðhaft á þessum degi og reyna jafnt stjórnvöld, fjölmiðlar og skólar að leggjast öll á eitt til þess að halda upp á daginn enda til mikils að vinna að Íslendingar tapi ekki tungumáli sínu.

Fastur viðburður er veiting Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu Íslenskunnar.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Dagur Íslenskrar tungu
▶︎ Stjórnarráðið, Dagur Íslenskrar tungu
▶︎ Almanaksvefurinn, Opinberir Íslenskir Fánadagar