Opinberir Íslenskir fánadagar

800px-Flag_of_Iceland_(state).svg
Ríkisfáni Íslands (Tjúgufáninn)

Opinberir Íslenskir Fánadagar eru tólf talsins. Um þá gildir Forsetaúrskurður sem skyldar opinberar stofnanir að draga Íslenska Fánann að húni þá daga og er þá átt átt við Ríkisfánann.:

Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga:

 1. Fæðingardag sitjandi Forseta Íslands hverju sinni. (Núna 26. Júní, fæðingardag Guðna Th. Jóhannessonar Forseta Íslands)
 2. Nýársdag
 3. Föstudaginn langa (þó eingöngu dregið í hálfa stöng)
 4. Páskadag
 5. Sumardaginn fyrsta
 6. 1. Maí – Verkalýðsdaginn
 7. Hvítasunnudag
 8. Sjómannadaginn
 9. 17. júní – Íslenski Þjóðhátíðardagurinn
 10. Dag Íslenskrar tungu
 11. Fullveldisdaginn – 1. Desember
 12. Jóladag

Að auki mega opinberar stofnanir draga fánann að húni við sérstök tækifæri sem Forsætisráðuneytið gefur tilskipun um.

Almenni Íslenski Þjóðfáninn

Öllum almenningi er heimilt að nota hinn Almenna Íslenska Þjóðfána við öll hátíðleg tækifæri jafnt þau sem tengjast einkalífi sem önnur eða á sorgarstundum en þá dreginn í hálfa stöng svo fremi sem farið sé eftir þeim lögum og reglum sem um hann gilda.

800px-Flag_of_Iceland.svg
Almenni Íslenski Þjóðfáninn

Ávalt er allur almenningur hvetur  til að dragi fána á stöng á þessum 12 Opinberu Fánadögum það er þá daga sem Ríkisfáninn er hafður uppi á opinberum byggingum. Þó er sjaldnast mikil þátttaka almennings utan 17. Júní en þá flagga flestallir sem stöng og fána eiga.

Sá fáni sem við þekkjum best og notum almennt er nefndur hinn Almenni Íslenski Þjóðfáni til aðgreiningar frá Sérfánum Ríkisins svo sem Ríkisfánanum (Tjúgufánanum) sem flaggað er á opinberum byggingum og Íslenska Forsetafánanum sem dæmi og er almenningi ekki leyfilegt að nota þá opinberu fána.

Önnur not á Íslenska Fánanum

Hinar Almennu reglur um Íslenska Þjóðfánann gilda ekki um fánaveifur og fánaborða að öðru leyti en því að ætíð skal nota rétta fánaliti. Breidd hvítu randarinnar skal vera helmingur af breidd hinnar rauðu og er öllum er frjálst að nota fánaveifur og fánaborða.

Rísi upp ágreiningur um gerð eða notkun á fánaveifum, fánaborðum eða öðrum fánamerkjum, skal leita leiðbeininga Forsætisráðuneytisins. Eins ef fólk velkist í vafa um hvernig það megi nota fánann og fánalitina með öðrum hætti en vanalegt er þá er hér að neðan tengill í vef Stjórnarráðsins með leiðbeiningum eins og hverjir eru nákvæmir litir Íslenska Fánans, hlutföll og annað sem varðar notkun hans ef ætlunin er að nota hann með öðrum hætti en að flagga fána sem viðkomandi hefur keypt eða eignast með öðrum hætti og má því vera nokkuð viss um að sé hinn rétti Íslenski Þjóðfáni samkvæmt Fánalögum.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Fáni Íslands
▶︎ Stjórnarráðið, Fáni Íslands, saga hanns og notkun
▶︎ Alþingi – Lagasafn, Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið