Fyrsti Maí -Verkalýðsdagurinn

Fyrsti maí, einnig nefndur Verkalýðsdagurinn, er Alþjóðlegur Baráttudagur Verkafólks og Almennur frídagur á Íslandi.

Upphaf hanns má rekja til ráðstefnu Alþjóðasamtaka Sósíalista í París 1889 sem haldin var í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku hið fræga virki Bastilluna og blóðbaðsins á Haymarket torgi í Chicago tvemur árum fyrr, þar sem friðsamlegur samstöðufundur með verkamönnum sem voru í verkfalli þar sem þeir kröfðust átta klukkustunda vinnudags breyttist í blóðbað er dínamítsprengja var sprengd á svæðinu þegar lögreglann hugðist leysa fundin upp.

Á ráðstefnunni varð 1. Maí  fyrir valinu sem Alþjóðlegur Baráttudagur Verkafólks þótt þeir tveir atburðir sem voru tilefni hennar hefðu ekki átt sér stað þann dag. Hertaka Bastilluinnar var þann 14. júlí og blóðbaðið á Haymarket torgi þann 4. maí.

Á Íslandi var fyrsta Fyrsta maí kröfugangan gengin 1923. Fyrsti maí er skilgreindur sem Frídagur Verkafólks í almennum kjarasamningum og með lögum frá árinu 1966 sem almennur Lögbundin frídagur á Íslandi.

Ekki er þó haldið upp á dag verkafólks þann 1. maí í öllum löndum. Má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum og Kanada er haldið upp á Verkalýðsdag (e. Labor Day) fyrsta mánudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var fyrst sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887 eða tvemur árum fyrr en ráðstefnu Alþjóðasamtaka Sósíalista í París var haldin sem valdi 1. maí sem baráttudag verkafólks. Líku er farið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þar er haldið upp á Verkalýðsdag í október.

Hubert_-_La_Bastille
 Málverk af Bastillunni eftir franska málarann Robert des Ruines

Hertaka Bastillunar

Þótt Bastillan hafi verið reist sem virki 1357 þá var það notkun hennar sem sem fangelsis frá 1417 að hún varð smám saman að tákni um algjöra harðstjórn kúgun og einveldi Konungs sem á þeim tíma var Loðvíks 16.

Það var þann 14. júlí árið 1789 sem alþýða manna braust inn fyrir varnarveggina og barðist í marga klukkutíma þar til fangelsisstjórnin gafst upp. Með þessari yfirtöku var Stjórnarbyltingin mikla hafin í Frakklandi sem átti þó eftir að verða langsótt uns lýðræði komst endanlega á.

Þessa atburðar hefur æ verið minnst sem eins af þeim atburðar sem mörkuðu upphaf uppreisnar alþýðunnar gegn yfirstétt þess tíma og upphaf þess lýðræðis sem á uppruna sinn í Frakklandi eins og við þekkjum það í dag.

Frakkar hafa lengi haldið upp á þennan dag með mikilli viðhöfn. Á Frönsku nefnist hann, la Fête nationale (Franskur framburður: ​[la fɛt nasjɔnal]; e. „The National Celebration“) en Enska heiti hanns Bastille Day er víðast notað eða þýtt á viðkomandi tungumál og er hann kallaður upp á Íslensku Bastilludagurinn.

HACAT_V46
Þekktasta myndin af blóðbaðinu á Haymarket sem birtist upphaflega í Harper’s Weekly. Hún er þó ekki alveg sannleikanum samkvæmt því sprengjan sprakk ekki þegar ræðan var haldin

Blóðbaðið á Haymarket torgi í Chicago

Eins var ráðstefnan til að minnast sprengjuárásar sem var gerð 4. maí 1886 á Haymarket torgi í Chicago í Bandaríkjunum. Þar fór þá fram friðsamlegur samstöðufundur með verkamönnum sem voru í verkfalli þar sem þeir kröfðust átta stunda vinnudags. Blóðbaðið hófs þegar dínamítsprengju var varpað að lögreglu sem reyndi að dreifa mannfjöldanum.

Við sprenginguna létust sjö lögreglumenn og að minnsta kosti fjórir óbreyttir borgarar auk þessu sem margir slösuðust. Í réttarhöldum í framhaldi af þessari árás voru átta Stjórnleysingjar sakaðir um samsæri en ekki hafa allir talið að þeir einstaklingar hafi í raun staðið að baki sprengingunni.

Eldri hátíðir þann fyrsta maí

Fyrsti maí sem hátíðisdagur rekur þó uppruna sinn langt aftur í aldir. Víða var haldið upp á hann í heiðnum sið sem endalok vetrar og upphaf sumars. Til dæmi var í Skandinavíu haldið upp á 1. maí sem Sumardaginn fyrsta.

Eftir að Kristni tók yfir helgaði Kirkjan þennan dag Dýrlingnum Valborgu; Enskri Prinsessu trúboða og Abbadís í Þýskalandi. Svíar halda ennþá upp á Valborgarmessu þó ekki á sjálfan 1. maí heldur kvöldið áður. Svo arfleifð þess að halda upp á 1. maí með einhverjum hætti sem hátíðisdag er ekki ný til kominn þótt tilefnið sé annað í dag en áður fyrr.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Fyrsti Maí
▶︎ Vísindavefurinn, Út á hvað gengur 1. Maí?
▶︎ Almanaksvefurinn, Frídagar á Íslandi