Kertasníkir

Kertasníkir er þrettándi og síðastur Jólasveina og kemur ofan úr fjöllum á Aðfangadag hinn 24. desember samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Var hann gjarn á að elta börn og annan til að reyna að ná af þeim tólgarkertunum sem honum þótti hið mesta góðgæti líkt og hinum elstu Jólasveinum sem þó voru ólíkt honum og bræðrum hanns alger skrímsl. En svo er sagt að þau hafi elskað allra mest að sleikja tólgarfitubrákina af veggjum sem þar vildi safnast þegar mör eða tólg var hituð eða brædd.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Vísan virðist þó rugla einhverja í ríminu þegar kemur að Kertasníki þar sem skilja má að hann komi að kvöldi Aðfangadags meinandi eins og við notum orðið kvöld í dag. En um hann segir í vísunum „ef ekki kom hann síðastur, á aðfangadagskvöld.“

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjallar um þennan misskilning í bók sinni Saga jólanna. Þar segir:

„Af þessu [vísunni] hafa rökvís börn dregið þá ályktun, að allir jólasveinar komi á kvöldin. Þetta ber hinsvegar svo að skilja, að Kertasníkir komi að jafnaði eldsnemma morguns á aðfangadag eins og bræður hans, nema tíðin sé mjög köld og mikil ófærð svo hann geti ekki komist alla leið fyrr en um kvöldið“Árni Björnsson, Saga jólanna (bls. 104).

Þetta er enn eitt dæmið um það hví fólk ruglast oft á hvernig ber að skilja hugtök eins og nótt og kvöld þegar um eldri texta er að ræða. Því áður fyrr var nóttin talin á undan deginum og hófst klukkan 6 að kveldi, enda getur miðnætti ekki verið klukkan tólf með öðrum hætti.

Svo þótt hann hefði verið að koma að kveldi Aðfangadags eins og áður fyrr var meint, þá var meint kvöldið fyrir Aðfangadag. En þar sem ætíð er talað um að þeir sveinar komi undir morgun á næturnar eins og Árni Björnsson nefnir, þá er auðvelt að ruglast þegar einn þeirra er nefnt að hafi komið að kvöldi, enda í dag erum við búin að færa upphaf nætur til miðnættis, eins skringilega og það hljómar að eitthvað geti hafist í miðju þess og að á undan nóttinni sé kvöld og þá meint að á undan kvöldinu sé viðkomandi dagur, það er að segja að dagurinn, í þessu tilfelli Aðfangadagur, væri kvöld hans eftir hann en ekki kvöldið á undan honum, það er snemma nætur á Þorláksmessu.

Vissulega var áður fyrr notað orðið kvöld en þá meint fyrsta hluta nætur og því ef hann var á róli að kvöldi Aðfangadags, þá áður fyrr var það því það sem við köllum í dag að kvöldi Þorláksmessu en svo var ekki meint. En eins og Árni nefni þá vitum við ekki fyrir víst hvort kvöldið Jóhannes úr Kötlum meinti þegar hann samdi hana. Árni telur að hann hafi meint að kvöldi eins og við skiljum það í dag, það er kvöldið eftir daginn en ekki á undan honum.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Kertasníkir
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir
▶︎ Árnastofnun, Nöfn Jólasveinana
▶︎ Árni Björnsson, Saga jólanna