Aðventan

Aðventa (úr latínu: Adventus – sem þýðir  „koman“ eða „sá sem kemur“) er í Kristni fjórir síðustu Sunnudagarnir fyrir Jóladag. Ef Aðfangadag ber upp á Sunnudegi verður hann fjórði Sunnudagurinn í Aðventu.

Latneska orðið adventus er þýðing á gríska orðinu parousia sem almennt vísar til Endurkomu Krists. Fyrir Kristna skiptist Aðventan því í annarsvegar eftivæntingu eftir Jólunum sem fæðingarhátíð Krists og hinsvegar endurkomu Krists.

Jólafasta

Aðventan er einnig kölluð Jólafasta og virðist það hafa verið mun meira notað áður fyrr hér og margar heimildir þess efnis bæði í fornum textum og allt til dagsins í dag. Er það dregið af þeim sið Kaþólskra að fasta síðustu vikurnar fyrir Jól þótt það ætti fyrst og fremst við um að neita sér um kjöt en ekki mat almennt en á því voru þó allnokkrar undantekningar svo Jólafastan var langt því frá að vera neitt svelti.

Í Grágás stendur til dæmis:

,,Jólaföstu skal fasta hvern dag og tvær nætur í viku nema messudagur taki föstu af“

Og á öðrum stað:

Jólaföstu eigum vér að halda. Vér skulum taka til annan dag viku að varna við kjötvi, þann er drottinsdagar eru þrír á millum og jóladags hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á þeirri stundu nema drottinsdaga og messudaga lögtekna.

Aðventukrans
Sá siður að kveikja á kertum aðventukransinn á Jólaföstu barst hingað frá Danmörku og var aðallega notaður til að skreyta búðarglugga í upphafi en upp úr 1960 fór hann að tíðkast á Íslenskum heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti þessarar árstíðar.

Hefðir og venjur

Í hinni Íslensku Lútersku kirkju er fyrsti Sunnudagur í Aðventu jafnframt fyrsti dagur nýs Kirkjuárs sem og í öðrum Kirkjum sem tilheyra Vesturkirkjunni og getur hann fallið á 27. Nóvember til 3. Desember. Í Austurkirkjunni aftur á móti hefst Kirkjuárið 1. September svo hún lítur Aðventuna aðeins öðrum augum þótt í kjarna sínum sé það það sama.

Þótt Aðventan meðal Kristinna sé fyrst og fremst áhersla á síðustu fjóra Sunnudagana fyrir Jól er meðal almennings litið á allann þennan tíma sem í raun er allur Desember til Jóla sem eitt samfellt tímabil og margskonar siðir og venjur sem haldnir eru þótt í margbreytileika sínum taki ekki allir þátt í þeim öllum enda búið að setja niður á Aðventuna kvílíka býsn af tilefnum til að lyfta sér upp en flestir þessir siðir eiga það sammerkt að vera alveraldlegir og ekki tengdir Kristinni trú á nokkurn hátt. Einkenni þeirra flestra er að lýsa upp skammdegið og gera sér glaðan dag svo gripið sé til algengra orðtaka.

Almenningur fyrirtæki og opinberir aðilar sameinast almennt allir í því að skreyta hús sín og næsta nágrenni með ýmiskonar ljósaskreytingum og með hverju árinu byrjar fólk æ fyrr og fyrr að lýsa upp skammdegið svo þessi siður er búinn að sprengja af sér Aðventuna. Jólalög hljóma úr hverju horni fyrirtæki bjóða starfsfólki upp á Jólahlaðborð það er drukkinn Jólabjór almennt allt sem hægt er að skeyta Jóla fyrir framan og haft af því gleði og gaman er stundað á Aðventunni.

Sá siður sem líklega er þó hvað útbreiddastur að viðhafa á Aðventunni er að kveikja á kertum Aðventukransins sem ber fjögur kerti eitt fyrir hvern Sunnudag Aðventunnar og talið er niður til jóla með því að kveikja á fyrsta kertinu fyrsta Sunnudag í Aðventu og svo koll af kolli uns logar á þeim öllum fjórum þann síðasta.

Aðventukransinn byggist á fornri Norður-Evrópskri hefð þar sem hið sígræna Greni táknar lífið líkt og Jólatréið gerir einnig og hringurinn eilífðina. Hann er talinn vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar og hafa borist þaðan til Suður-Jótlands og var orðin mjög algengur í Danmörku eftir 1940. Þaðan barst hann til okkar og var í upphafi aðallega notaður til skreytinga í búðargluggum en upp úr 1960 fór hann að tíðkast almennt á heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti Aðventunnar.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Aðventa
▶︎ Vísindavefurinn, Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Hátíðadagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)