Föstuinngangur er inngangur og undanfari Langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir Öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags. Hann fer víðast hvar fram með fögnuði fyrir föstutímann.
Gleðskapur við upphaf föstunar á sér fornar rætur og hefur runnið saman við vorhátíðir í Suður-Evrópu. Algengt var að stéttir samfélagsins hæfu föstu hver sinn dag í föstuinngang og gat því orðið samfeld Kjötkveðjuhátíð í nokkra daga.
Við siðaskiptin var gerð hörð hríð að þessum siðum og til dæmis bannaði Danakonungur Föstugangshlaup í löndum sínum á 17. öld en ekkert er vitað um slíka skemmtun á Íslandi fyrr en á 18. öld. Heimildir geta um matarveislur á þriðjudaginn Sprengidagskvöld og telja má víst að saga þeirra nái aftur til Kaþólskra tíma.
Ekki var haldið upp á mánudaginn fyrr en á 19. öld með Bolludeginum en miðvikudagurinn hafi breyst úr iðrunardegi í skemmtidag, Öskudaginn eins og við þekkjum hann í dag eftir Siðaskiptin á 16. öld.
Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Föstuinngangur
▶︎ Almanaksvefurinn, Bolludagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Sprengidagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Öskudagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Langafasta
▶︎ Almanaksvefurinn, Hátíðardagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)