Langafasta

Langafasta einnig kölluð Sjöviknafasta hefst á Öskudegi, miðvikudegi í 7. viku fyrir Páska.

Föstuinngangur stendur frá sunnudeginum á undan og getur borið upp á 1. febrúar til 7. mars og fara þeir víðast hvar í hinni Vestrænukirkju fram með fögnuði fyrir föstutímann. Hér á landi er í dag er ekki haldið upp á sunnudaginn lengur en hann hefur þó verið tengdur Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Haldið er aftur á móti upp á mánudaginn með Bolludegi þriðjudagin með Sprengidegi og svo hefst Langafasta á miðvikudeginum með Öskudegi.

Sá siður hefur myndast hér á land að á Lönguföstu séu Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Ríkisútvarpinu.

Uppruni

Lönguföstu kristinna má rekja til 40 daga föstu Gyðinga fyrir Páska. Heilbrigðissjónarmið virðast hafa ráðið miklu um föstusiði eftir landsvæðum og síðar gildi þess meðal hirðingja að fella ekki lambfylltar ær sem áttu að bera á Páskunum. Gyðingar skipuðu því bann við kjötáti sjö vikurnar fyrir Páska og er það frumgerð Lönguföstu eins og hún er tímasett í dag. Páskarnir voru því uppskeruhátíð og nýfæddum lömbum slátrað við mikil hátíðarhöld. Páskalambið sem trúartákn er frá þessum tíma runnið. Á dögum Krists voru Gyðingar ekki lengur hirðingjar en páskalambið lifði áfram sem trúartákn en í stað þess voru þeir orðin akuryrkjuþjóð og því var hátíð ósýrða brauðsins búin að bætast við tákn Páskanna.

Páskafasta kristinna var upphaflega ekki lengri en Föstudagurinn langi og laugardagurinn eftir eða sá tími sem Jesús hvíldi í gröf sinni. Um miðja 3. öld var þó víða orðið siður meðal kristinna safnaða að fast eina til tvær vikur fyrir Páska. En á fyrri hluta 4. aldar varð 40 daga fastan ráðandi. Með því var föstutími Gyðinga tekin upp að nýju en þá undir þeim formerkjum að Jesús hafi fastað 40 daga í eyðimörkinni og Móses dvalist jafnlengi á Sínaífjalli. Um miðja 5. öld útskýrði Leó páfi 1. tilgang Lönguföstu sem að hún ætti að undirbúa sálina fyrir páskaundrið með innri hreinsun og helgun. Hún var því tími iðrunar fyrir drýgðar syndir. Sjálf fastan var mikilvægasti þáttur þessa undirbúnings.

Föstuhald var misstrangt í Kaþólskum sið, kjöt var efst á bannlistanum, þá egg og smjör, svo fiskur, næst grænmeti og mjólkurvörur en ströngust var fasta upp á vatn og brauð. Mismunandi var hve mikið eða hve oft mátti neita þessa matar en fasta er ekki megrun né svelti heldur aðhald og agi í mataræði.

Níuviknafasta

Þann sið að byrja Lönguföstu eða Sjöviknaföstu tvemur vikum fyrr myndaðist en hefur ætíð verið frekar óformlegur siður þótt hans sé oft getið til dæmis í Hátíðisdagatali Íslensku Þjóðkirkjunnar og þá nefnd Níuviknafasta.

Hefur Níuviknafastan hvergi fest sig í sessi sem föst hátíð og eingöngu haft merkingu fyrir þau sem eru svo strangtrúuð að þau halda ekki bara Sjöviknaföstuna heilaga upp á bókstaf heldur bæta um betur og byrja föstuna tvem vikum fyrr.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Langafasta
▶︎ Almanaksvefurinn, Föstuinngangur
▶︎ Almanaksvefurinn, Bolludagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Sprengidagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Öskudagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Níuviknafasta
▶︎ Almanaksvefurinn, Páskadagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Hátíðardagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)