Föstuinngangur

Föstuinngangur er inngangur og undanfari Langaföstu sem stendur yfir þrjá daga fyrir Öskudag, frá sunnudegi til þriðjudags. Hann fer víðast hvar fram með fögnuði fyrir föstutímann.

Gleðskapur við upphaf föstunar á sér fornar rætur og hefur runnið saman við vorhátíðir í Suður-Evrópu. Algengt var að stéttir samfélagsins hæfu föstu hver sinn dag í föstuinngang og gat því orðið samfeld Kjötkveðjuhátíð í nokkra daga.

Við siðaskiptin var gerð hörð hríð að þessum siðum og til dæmis bannaði Danakonungur Föstugangshlaup í löndum sínum á 17. öld en ekkert er vitað um slíka skemmtun á Íslandi fyrr en á 18. öld. Heimildir geta um matarveislur á þriðjudaginn Sprengidagskvöld og telja má víst að saga þeirra nái aftur til Kaþólskra tíma.

Ekki var haldið upp á mánudaginn fyrr en á 19. öld með Bolludeginum en miðvikudagurinn hafi breyst úr iðrunardegi í skemmtidag, Öskudaginn eins og við þekkjum hann í dag eftir Siðaskiptin á 16. öld.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Föstuinngangur
▶︎ Almanaksvefurinn, Bolludagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Sprengidagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Öskudagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Langafasta
▶︎ Almanaksvefurinn, Hátíðardagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)