Gáttaþefur

Gáttaþefur er ellefti Jólasveinninn kallaður sem kemur til byggða þann 22. desember samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Gáttaþefur hafði mjög stórt nef og fann ilminn af laufabrauði langt upp á heiðar og lokkaði það hann til bæja.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Ellefti var Gáttaþefur
-aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Gáttaþefur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir
▶︎ Árnastofnun, Nöfn Jólasveinana