Giljagaur

Giljagaur kemur annar Jólasveina til byggða þann 13. desember.

Hann felur sig í fjósum og fleytir rjómafroðuna ofan af mjólkurfötum þegar enginn sá til. En hvernig hann athafnar sig í tæknivæddum fjósum nútímans nú þegar handmjólkun í fötu fer ósennilega neinsstaðar fram lengur veit engin því engin hefur staðið hann að verki við þessa iðju sína ennþá eftir að tækin tóku yfir handverkið í fjósum.

En miðað við allt það magn mjólkur sem frá slíkum faktoríum streymir er það svo sem ekkert skrítið þótt það fari framhjá manni og öðrum hvort einhver hefur gætt sér um nóttina á besta bitanum rjómafroðunni.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
-Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

En hví heitir hann Giljagaur

Nafnið Giljagaur er erfitt að skilja hvernig er tilkomið og hvað það þýðir. Hvað kemur gil Jólasveini við og orðið gaur hafði ekki sömu merkingu hér áður og núna. Gaur hér áðurfyrr var nafn á staur og þá oftast ólögulegum og lélegum staur eða maðksmognum rekaviðardrumbi og þaðan er komið níðyrðið að kalla mann gaur, meinandi luralegur og langur sláni eða dusilmenni svo ekki gefur nafnið þannig merkjandi til kynna að Giljagaur sé froðuþjófur því hvorki er hægt að tengja gil né gaur við froðuþjófnað.

Tveir fyrstu Jólasveinarnir þeir Stekkjarstaur og Giljagaur hafa þá sérstöðu í þeirri nafnaröð sem við notum í dag yfir Jólasveinana að heita nöfnum eftir hlutum sem eru bæði utandyra og fjarri híbýlum fólks á meðan allir hinir tengjast einu eða öðru innandyra hvort sem það er í útihúsum eða inn í híbýlum fólks.

Annað dæmi sem greinir þá tvo frá bræðrum sínum er að í Grýlukvæði frá 18. öld eru þeir einfaldlega ekki einusinni kallaðir Jólasveinar heldur er Giljagaur sagður bróðir Grýlu og Stekkjarstaur sagður vera einn af hyski Grýlu og sérstaklega nefnt að hann væri grimmur við unga sveina.

Svo hver og hvað skildi þá Giljagaur raunverulega vera? Í greininni Nöfn jólasveina á vef Árnastofnunar sem Árni Björnsson ritaði og ég tengi í hér að neðan, tekur Árni saman öll þau nöfn sem fundist hafa á Jólasveinum og meðal annars flokkar þá eftir hverskonar staular hver þeirra er. Þar fer einna mest fyrir matartengdum sveinum og þjófum, hrekkjalómum og það sem hann kallar náttúruvætti og af þeim þrettán sem vitja okkar í dag setur þá tvo, Stekkjarstaur og Giljagaur í þann flokk en einnig Stúf þó að vísu með spurningarmerki enda sá sveinn nokkuð torræður að túlka og skilja jafnvel erfiðari en hinir tveir.

Nafnið Giljagaur er vissulega vísan í náttúruna og það mun fjær en Stekkjarstaur plús að ekki eru gil fyrir ofan alla bæi á meðan á hverju fjárbýli hér áður fyrr var stekkur.

Giljagaur er því einn furðulegastur þeirra sveinstaula og engin getað komið með neina tilgátu um nafn hans. Að nefnt sé í ofannefndu Grýlu kvæði að hann hafi ekki verið Jólasveinn heldur bróðir Grýlu skýrir heldur ekki neitt. Hví ætti bróðir Grýlu að heita Giljagaur? Það er ekkert í sögum af Grýlu og hennar hyski sem tengir hana við gilskorninga né nokkuð annað í náttúrunni nema fjöll og hella en ekki gil.

Svo við sitjum uppi með þá ráðgátu úr hvaða gili þessi luralegi Jólagaur kemur og hví hann kemur þaðan og hvað hann er eða var að gera þar eða að hann hafi verið líkt og Árni nefnir hugsanlega einhverskonar missýni og ef í gilskorningi sást eitthvað sem líktist óhrálegum staur en allir vissu að í viðkomandi gili var engin staur hafi verið sagt að þar væri augljóslega Giljagaur á fer. Það hljómar einna sennilegast þó ekki sé hægt að tengja það við froðuþjófnað nema ef fólk hafi þá sagt ef þessi sýn sást að nú skildi fólk fara að passa sig í fjósum því augljóslega væri Giljagaur mættur til byggða.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Giljagaur
▶︎ Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir
▶︎ Árnastofnun, Nöfn jólasveina