Gormánuður er fyrsti mánuður Vetrarmisseris Íslenska Misseristalsinns og hefst ætíð á Laugardegi á tímabilinu 21. til 27. Október nema í Rímspillisárum þá 28. Október. Nafn sitt dregur hann af sláturtíðinni sem þá er að ljúka og var til forna haldin mikið þriggja daga Blót og veisla með tilheirandi glænýjum matföngum um Veturnætur tvo dagana á undan sem náði svo hámarki Laugardaginn er Gormánuður gekk í garð Fyrsta Vetrardag og Vetrarmisserið hófst líkt og haldið er upp á upphaf Sumarmisseris fyrsta dag Hörpu Sumardaginn Fyrsta.
Frá því um 1500 og fram yfir 1800 hófst vetur hinsvegar á Föstudegi og í Gamla stíl lenti það þá á bilinu 10. til 17. Október. Eins og Sumardagurinn Fyrsti var hann Messudagur í Kaþólskum siðfram til 1744, en sérstakar hugvekjur voru lesnar í heimahúsum lengi eftir það. Guðbrandur Þorláksson kallar október slátrunarmánuð.
Vetrarboð eða blót fyrsta vetrardag
Veturnáttaboða um Veturnætur er oft getið í Fornsögum, sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku svo sem Gísla sögu Súrssonar Laxdælu Reykdæla sögu Njálu og Landnámu. Raunar má segja, að engin árstíðabundin boð eða Blót séu nefnd eins oft nema um jólaleytið.
Þetta á sér líklega þær náttúrulegu skýringu að á haustin var mest til af nýju sláturkjöti og var það nánast nauðsyn að neyta þess nýmetis þá í sem ríkustu mæli vegna þeirra vandkvæða, sem þá voru á geymslu þess þegar ekki voru til frystihús og frystikistur. Kornuppskera var þá einnig lokið hafi hún verið einhver.
Veturnáttboð er aftur á móti ekki getið í samtíðarsögum frá 12. og 13. öld, þótt til að mynda Jólaveislur haldi áfram og síst minni í sniðum. Þessi munur gæti átt sér þá eðlilega skýringu að öllum veislum af þessu tagi fylgja nokkrir Helgisiðir og í Heiðnum sið virðist hafa verið Blótað til árs og friðar móti vetri og drukkinn full Heiðinna Goða og Vætta. En í rauninni var lítil ástæða til að fagna komu Veturs konungs sem síst hefur þótt neinn aufúsugestur. Svo mjög hafa menn óttast þetta árstíð að í gamalli vísu frá 17. öld stendur:
Öllu verri er veturinn en Tyrkinn.
Og er þar vísað til hræðslu manna við sjóræningja þá sem kenndir voru við Tyrki. Því er líklegt að í Veturnóttaboðum hafi Heiðnar Vættir verið Blótaðar í þeim tilgangi að fá þær til að milda veturinn.
Þegar svo Kirkjan tekur að berjast fyrir afnámi Heiðinna siða treysti hún sér sjaldnast til að afleggja veisluhöldin sjálf því að fólkið vill hafa sína eiki og brauð heldur leitaðist hún við að breyta trúarlegu inntaki þeirra og hnikar tímasetningunni til. Varla hefur því mannfagnaður í vetrarbyrjun verið látinn með öllu niður falla. Ólafur Tryggvason færði haustöl til Mikjálsmessu en sá dagur hefur ekki hentað hér þar sem sláturtíð var vart hafin. Líkur benda hinsvegar til þess, að annar dagur nærri vetrarbyrjun Allraheilagramessa hafi komið í staðinn.
Veðurspá fyrir vetri
Eins og fyrir sumarbyrjun hafa menn gert sér far um að spá með ýmsum hætti fyrir veðurfari vetrarins. Einna kunnastur voru þær aðferðir að spá í Vetrarbrautina, kindagarnir eða milta úr stórgripum.
Vetrarbrautin
Vetrarbrautina átti að lesa frá austri til vesturs en hún þótti sjást best í Nóvember. Henni var skipt í þrjá hluta og vetrinum sömuleiðis. Þar sem voru þykkir kaflar í Vetrarbrautinni átti að verða snjóþungt um veturinn á samsvarandi tíma.
Sauðagarnir
Þegar spá skyldi í sauðagarnir var aðeins mark takandi á fyrstu kindinni sem slátrað var heima á haustin. Byrjað var að skiða garnirnar hjá vinstrinni og táknaði hún upphaf vetrar. Síðan var haldið ofaneftir. Jafnan er nokkuð um tóma bletti í görnunum og áttu þeir að boða harðindakafla á vetrinum.
Milta
Þegar spáð var í milta, voru skornir tveir eða þrír skurðir í það helst blindandi og það síðan hengt upp á vegg. Menn greinir lítið eitt á um það hvort taka ætti mark á skurðunum sjálfum hversu djúpir þeir yrðu eða þeim hlutum miltans sem urðu á milli þeirra og virðist það algengara. Miltað hvítnar smám saman þegar það hangir og þornar og áttu þeir hlutar þess sem fyrst hvítnuðu að segja fyrir um snjóasömustu kafla vetrarins.
Atferli dýra
Talsvert mark var og tekið á ýmsu í atferli dýra. Þetta átti bæði við um húsdýrin, en líka önnur nábýlisdýr svo sem Mýs Hrafna og refi jafnvel Orma og Pöddur.
Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Gormánuður
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Veturnætur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Fyrsti vetrardagur
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)