Fyrsti vetrardagur

Fyrsti Vetrardagur er fyrsti dagur Gormánaðar fyrsta mánaðar vetrarmisseris Íslenska misseristalsins.

Hann ber ætíð eins og Gormánaðar sjálfur upp á fyrsta laugardag að lokinni síðust viku sumarmisseris þeirrar 26. eða 27. viku sumars sé um Sumarauka að ræða á tímabilinu  21. til 27. október nema í rímspillisárum þá 28. október. Frá 16. öld til þeirrar 19. var hann bundinn við föstudag en því þá breitt yfir á laugardag eins og hann er í dag.

Líkt og Sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Í rímtali Arngríms Jónssonar lærða og Guðbrands Þorlákssonar biskups er Gormánuður kallaður Slátrunarmánuð. Sem þó er líkt og flest mánaðanöfnin í Snorra-Eddu ekki eiginleg nöfn mánaðanna heldur frekar lýsing á hvaða verk voru helst unnin í viðkomandi mánuði eða veðra að vænta. Enda hefst vetrarmisserið að aflokinni sláturtíð og síðasti dagur hennar þann 1. nóvember og sá dagur kallaður Sviðamessa. Oft var haldið sérstaklega upp á sviðamessu með tilheyrandi sviðaáti sem og öðrum þeim mat sem þá var ferskur eftir sláturtíðina og tíðkast sá siður víða enn þann dag í dag þótt ekki fari eins mikið fyrir honum og áðurfyrr. Var tilstand á þessum tvennum tímamótum oft slegið saman í eina hátíð með tilheyrandi veislumat.

Hátíðarhöld Fyrsta vetrardag

Ekki er haldið upp á Fyrsta vetrardag nú til dags ólíkt því að við höldum upp á Sumardaginn fyrsta sem almennan frídag. Þar sem fyrsti vetrardagur er ævinlega á laugardegi er heldur engin sérstök ástæða til þess að lýsa hann almennan frídag þar sem samkvæmt vinnulöggjöfinni eru laugar-og sunnudagar almennir frídagar þó sunnudagurinn sé hálfu meiri frídagur að minstakosti ef vinna þarf þessa daga skal borga meira fyrir sunnudagsvinnu en laugardagsvinnu. Aftur á móti ber sumardaginn fyrsta ætíð upp á fimmtudag og hann því virkur dagur, sem að öllu jöfnu er venjulegir vinnudagar en er almennur frídagur samkvæmt frídagalögum.

Þessu var ólíkt farið í heiðni þar sem hátíðin Veturnætur, sem voru tveir síðustu dagar sumars á undan Fyrsta vetrardegi og náðu hámarki þann þriðja á Fyrsta vetrardegi virðist samkvæmt heimildum hafa verið ein af megin blótum heiðinna og veisludagur lengi eftir kristnitöku.

Veturnáttablóta eða boða um Veturnætur er oft getið í fornsögum sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku, svo sem Gísla sögu Súrssonar, Laxdælu, Reykdæla sögu, Njálu og Landnámu. Raunar má segja, að engin árstíðabundin boð eða blót séu nefnd eins oft nema um Jólaleytið.

Ekki er vitað hve hefðin er gömul og þótt minnst sé á blót eða boð í ýmsum Íslenskum handritum, kemur mjög lítið fram hvernig hátíðin fór fram. Minnst er á ýmis veisluhöld í Íslendingasögum en þeim ber ekki saman um hvers konar hátíð þetta hafi verið né hvort aðeins voru haldnar ýmiskonar veislur á þessum tíma til að heiðra komu vetrar.

Á þessum árstíma var til nóg af mat enda lok sláturtíðar eins og að framan er greint svo tilefnið var til staðar. Til dæmis er nefnt að Snorri goði, Ólafur , og Ósvífur, Gísli Súrsson, Þorgrímur mágur hans, Ólafur á Haukagili, Gunnar og Njáll héldu allir haustboð á Betrarnóttum. Heimildir geta þess að kristnum mönnum hafi ekki líkað við þessa hátíð og sem dæmi stendur í Gísla sögu:

„Það var þá margra manna siður að fagna vetri í þann tíma og hafa þá veislur og vetrarnáttarblót, en Gísli lét af blótum síðan hann var í Vébjörgum í Danmörku, en hann hélt þó sem áður veislum og allri stórmennsku. Og nú aflar hann til veislu mikillar. Og líður nú sumarið og kemur að veturnóttum.“

— Gísla saga Súrssonar – 10. kafla

Því virðist þessi siður ekki eingöngu hafa tengst heiðnum trúarbrögðum þar sem kristnir virðast hafa líka haldið hátíð þessa daga þótt ekki væri um blót að ræða svo það að halda upp á fyrsta vetrardag og það með þriggja daga hátíð í lok slátturtíðar virðist hafa lengi tíðkast og verður að teljast líklegast hversu Vetrarnáttahátíðin var hátt skrifuð hafa verið þær gnægtir matar í lok sláturtíðar.

Ekkert er minnst á Veturnætur sem hátíð í heimildum á 12., 13., né 14., öld. Nafn þeirra hélst þó enda þeir hluti af afstemmingu misseristalsins til þess að jafna milli sumar- og vetrarmisseris þar sem sumarmisserið hefst á fimmtudegi líkur því á miðvikudegi því það var talið í vikum á meðan vetrarmisserið var talið í mánuðum og hófst á föstudegi sem síðar var flutt yfir á laugardag vantaði uppá daga á milli þeirra. Líkt og Sumarauki og Aukanætur um mitt sumar voru til afstemmingar þess voru þessir dagar á milli misseranna afstemmingardagar og töldust ekki til neins mánaðar. Því lauk síðasta mánuði sumarmisseris Haustmánuði á miðvikudegi eins og lög gerðu ráð fyrir og við tóku Vetrarnætur sem engum tilheyrðu og slegið upp veislu til móti vetri, Fyrsta vetrardegi.

Fyrsti vetrardagur á næstu árum

  • 2021 – 23. Október
  • 2022 – 22. Október

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Fyrsti vetrardagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Sumardagurinn fyrsti
▶︎ Almanaksvefurinn, Gormánuður
▶︎ Almanaksvefurinn, Veturnætur
▶︎ Almanak Háskólans, Tímatalsbreytingin 1700
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)