Hrekkjavaka

Bálköstur kveiktur í tilefni Hrekkjavöku til þess að halda frá þeim illu handanheimsverum sem ekki þoldu dagsins ljós.

Hrekkjavaka (e. Halloween) er hátíðisdagur haldin 31. október og á rætur sínar að rekja til Keltnesku hátíðarinnar Samhain sem haldin var á þessum tíma árs á öldum áður og var þakkarhátíð fyrir uppskeru sumarsins og haldið upp á komu vestursins. Samhain á sér langa sögu og óljóst hve langt aftur aldirnar má rekja uppruna hennar en sambærilegar eða svipaðar hátíðir af sama tilefni þekktust og þekkjast víða í Evrópu á þessum tíma árs.

Hér á landi sem og um hinn Norræna og Norðurgermanska heim var haldin mikil hátíð í lok sláturtíðar að hausti og upphafi vetrar sem kallast Veturnætur og var þriggja daga át og drykkjuveisla sem náði hámarki sínu sínu Fyrsta vetrardag fyrsta dag Gormánaðar og upphafi vetrarmisseris misseristalsins. Ekki virðist af þeim rituðu frásögnum sem varðveist hafa um þá hátíð þó hafa viðgengist neinir af þeim siðum sem tíðkuðust meðal Kelta en tilefnið var það sama. Að fagna uppskeru sumarsins í þessu tilfelli gnæfð matar að lokinni sláturtíð og fagna upphafi vetrarmisseris. Enda þjóðirnar á hinum norrænu slóðum mun háðari kjötafurðum á meðan sunnar í Evrópu voru hátíðir á þessum tíma oftar tengdar kornuppskeru.

Uppruni nafnsins Halloween

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en sem er stytting á All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve eða vakan kvöldið 31. október fyrir Allraheilagramessu og er því nafn hennar tengt kristni þótt hún verði seint talin mjög kristin hvað innihald og siði varðar.

Kristnir halda upp á Allraheilagramessu daginn eftir eða þann 1. nóvember, sem Hrekkjavakan dregur nafn sitt af þótt það hafi afbakast í tímans rás, það er Aðfangadagskvöld Allraheilagramessu, líkt og margar þjóðir og menningarsamfélög sem hafa haldið eða halda hátíðir á þessum tímamótum sumars og vetrar.

Þó meðal kristinna er hún bæði að formi til og innihaldi af allt öðrum meiði en á þeim degi meðal þeirra er hann sameiginlegur minningardagur píslarvotta og messudagur þeirra fjölmörgu helgu manna í kristnum sið sem ekki eiga sér eigin messudag.

Skilin milli mann- og handanheima

Hrekkjavakan er líkt og nýársnótt, jólanótt og Jónsmessunótt það sem kallað er liminal tímabil þegar skilin milli þessa heims og handanheima gliðna svo fólk í mannheimum getur skynjað handanheimsverur sem og handanheimsverur stigið inn í mannheima og atburðir eins og að kýr tali og selir fari úr hamnum eigi sér stað sem og að mögulegt sé á slíkum tímum hægt að spáð í framtíðina með því að komast í samband við handanheima. Slíkar sögur eru til af öllum þessum nóttum og eru þær margar eins eða áþekkar.

Andar voru taldir vera á kreiki á Samhain og mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu óljós þetta kvöld svo sjá mætti drauga, nornir og aðrar óvættir á sveima. Að kveikja bálkesti á slíkum nóttum var til þess að vernda hina lifandi fyrir verum sem þoldu ekki dagsins ljós og þaðan er sem dæmi hefðin fyrir áramóta– og þrettándabrennum konar. Fólk dulbjó sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þá.

Hér á landi hafa sagnir af matar og veisluhöldum nær eingöngu verið bundnar við jólanótt en þó sumar einnig við nýársnótt. Sögurnar eru nær allar eins og segja frá því að er fólk fór til kirkju var skilin eftir einhver ein manneskja til þess að gæta bæjarins og eru það einu manneskjurnar sem hafa verið til frásagnar um hvað gerðist um kvöldið ef það var eitthvað öðruvísi en vant var á meðan aðrir hlýddu á aftansönginn.

Sjaldan var þó svo að fólk skildi eftir veisluborð hlaðið krásum heldur eru þær sagnir almennt á þann veg að á jólanótt og stundum einnig nýársnótt flyttist huldufólk búferlum og stoppuðu þá oft við á bæjum og slógu upp sinni eigin veislu og komu með sinn mat og drykk með sér. Þótti það voðinn vís að hitta huldufólkið á þessum stundum svo sá sem heima sat varð að skríða í felur og láta sér nægja að fylgjast með veisluhöldunum úr fylgsni sínu annars gat voði verið vís og í verstafalli að huldufólkið dræpu þann sem bæjarins gætti.

Fæstar sögur af samskiptum huldufólks og manna lýsa slíkri grimmd huldufólks og er það til umhugsunar um hverskonar tími það er þegar skil milli heima gliðna með þessum hætti, hvort að hann opnist fyrst og fremst frá mannheimum yfir í myrkustu hulduheima en ekki hulduheima almennt. Það passar við þá trú sem keltar höfðu á Samhain að það væru fyrst og fremst ill öfl sem kæmu á þessum kvöldum yfir í mannheima.

Þó rímar það ekki við aðra Íslenska þjóðtrú eins og að kýr gætu talað og af þeim mætti læra ýmsan fróðleik eins og um komandi tíma né að þegar selir köstuðu hamnum og gengu á land að haffólkið virðist almennt heldur ekki hafa valdið mannfólki skaða. Það er eiginlega bara þessar veislusögur huldufólks sem lýsa grimmd sem gat verið mönnum lífshættuleg á meðan aðrar sögur af samskiptum manna og huldufólks eru það almennt ekki.

Þó með einni undantekningu en hún tengist þó einnig þessum sömu nóttum og þá helst Jónsmessunótt. Þá þótti gott að sitja á krossgötum því huldufólk væri mikið á ferðinni þessar nætur og einkennast þær sögur flestar af því að huldufólkið reyndi að freista viðkomandi setumanneskju með allskyns gylliboðum og varð setuliðin að standast allar freistingar og allsekki segja orð né hreifa sig og skildi þá huldufólkið eftir þær gersemar sem freista áttu.

Þekktust slíkra sagna er eflaust sagan af manninum sem einhver hulduveran bauð flot og féll viðkomandi fyrir þeirri freistni og sagði, „sjaldan hef ég flotinu neitað.“ Var viðkomandi umsvifalaust barinn til óbóta og tapaði hann öllum dýrindis gjöfunum. Slíkar sögur um útisetu á þessum ákveðnu nóttum eru nær þær einu sem lýsa slíkri grimmd huldufólks fyrir utan heimasetuna á jólanótt.

Hefðir að baki Hrekkjavöku

Útskorin grasker með kertaljósi í sem bandaríkjamenn kalla Jack-o’-lanterns hafa orðið að einkennistákni Hrekkjavökunar.

Meðal Íra og Skota var hefð fyrir því að brennandi kertum væri komið fyrir í útskornum næpum og einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum með grímur og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.

Þegar margir Írar og Skotar tóku að fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttu þeir með sér þessar gömlu hefðir og siði sem síðan urðu grunnurinn að þeim siðum sem mynduðust í Bandaríkjunum og skópu Hrekkjavökuna eins og við þekkjum hana í dag og hafa síðan breiðst út til margra annara landa.

Þessar gömlu hefðir tóku ýmsum breytingum út frá nýjum staðháttum og því fjölmenningarsamfélagi sem Bandaríkin eru. Sem dæmi um breytingu vegna staðhátta var að ekki var svo mikið um næpur í nýja heiminum en aftur á móti hin stóru grasker og mikið mun auðveldari að skera út í þau auk þess sem þau eru töluvert stærri og þar með mun áhrifameiri.

Þannig tóku graskerin við af næpunum sem tákn fyrir Hrekkjavöku Bandaríkjamanna sem þeir kalla Jack-o’-lanterns og hefur það fylgt sem megintákn hátíðarinnar á þeim stöðum sem hún hefur verið tekin upp í öðrum löndum hvort sem þar vaxa grasker eða ekki. Þannig er því sem dæmi háttað hérlendis að ekki vaxa grasker á Íslandi svo þeir Íslendingar sem gera sér glaðan dag á Hrekkjavökunni þurfa annaðhvort að kaupa sér innflutt grasker til að skera út og skreyta með ljósi inn í eða láta sér nægja grasker úr plasti eða álíka. En hver sem efniviðurinn er þá skiptir það ekki máli, aðeins það að grasker verða að vera einhversstaðar meðal skreytinga á Hrekkjavökunni.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Hrekkjavaka
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Veturnætur
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Allraheilagramessa og Allrasálnamessa