Krossmessa á vori

Krossmessa á vori einnig nefnd Krossmessa á vor er árlega þann 3. maí og sem kirkjuhátíð haldin í minningu þess að trúað var að kross Krists hafi fundist á þeim degi árið 326.

Krossmessa á vori skipaði þó áðurfyrr mikilvægari sess sem Vinnuhjúaskildagi eða sá dagur ársins sem ráðning vinnufólks miðaðist við frá fornu fari.

Elstu heimildir þess að Vinnuhjúaskildagi væri miðaður við Krossmessu á vori er í samþykkt um vinnufólk og fiskimenn á Alþingi frá því um 1400. Þar segir meðal annars:

„Skulu allir vinnumenn vera komnir til sumarvistar sinnar að krossmessu forfallalaust, ellegar sé þeir sóttir að ósekju.“

Vinnuhjúaskildagi

Vinnuhjúsakildagi sem sérstakur dagur tók við því hlutverki að vera vistaskiptadagur eftir tímatalsbreytinguna 1700 þar sem hin nýja dagsetning Krossmessu á vor hentaði ekki lengur.

Því með tímatalsbreytingunni voru feldir 11 dagar úr árinu og Krossmessan sem áður hafði verið þann 14. maí færðist aftur til 3. maí og hentaði sá dagur illa til vistaskipta.

Var því haldið í Krossmessuna sem kirkjudag en Vinnuhjúaskildagi aðgreindur frá henni og hélst áfram þann 14. maí.

Við það minnkaði allt tilstand á Krossmessunni og smámsaman lagðist það mest allt af.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Íslenski Almanaksvefurinn, Vinnuhjúaskildagi
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)