Sólstöður

Sólstöður eða Sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, Sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní þegar sólargangurinn er lengstur og Vetrarsólstöður 20.-23. desember þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögum.

Sumarsólstöður á norðurkveli m. enskum skýringartextaNafnið Sólstöður vísar til þess að sólin séð frá jörðu stendur kyrr á himni það er hún hættir að hækka eða lækka á lofti og gerist það á sömu stundu alsstaðar á jörðinni á sömu mínútunni í hvert sinn svo Sólstöður er hægt að tímasetja hárnákvæmt.

Sem dæmi voru Sumarsólstöður árið 2019 þann 21. júní og fram til klukkan 15:54 að Íslenskum tíma lengdist dagurinn lítið eitt uns sólin stóð kyrr en eftir þann tíma snerist það við og daginn tók aftur að stytta.

Vetrarsólstöður 2019 eru hinsvegar 22. desember 19 mínútur yfir 4 um nóttina. Þá nær myrkrið á Norðurslóðum hámarki sínu svo hægt og hægt eftir þá stund lengir hvern dag og ljósið.

Því hafa hátíðir þær sem heimildir eru til um kringum Vetrarsólstöður almennt í öllum samfélögum á norðurhveli jarðar gegnum árþúsundir verið með einum eða öðrum hætti verið kallaðar Sólarhátíðir eða Hátíðir ljóssins óháð trú eða trúarbrögðum menningarsamfélaga

Fyrir norðan Norðurheimskautsbauginn á 66° gráðu sem meðal annars liggur í gegnum Grímsey sest sólin ekki á Sumarsólstöðum og eins rís hún ekki sunnan Suðurheimskautsbaugsins.

Síðan snýst þetta við á Vetrarsólstöðum en þá gægist sólin hér á Íslandi aðeins í örfáar klukkustundir yfir sjóndeildarhringinn en er á lofti nær allan sólarhringinn við Suðurheimskautsbauginn.

Jólablót_2009-2
Frá Jólablóti Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð á Vetrarsólstöðum 2009

Sólstöðuhátíðir

Haldið hefur verið upp á þau tímamót sem sólstöður eru frá fornu fari í flestum menningar samfélögum þó með misjöfnum hætti sem markast hefur fyrst of fremst staðsetning samfélagsins það er fjarlægð þess frá Mið- eða heimskautsbaug en einnig af náttúrulegum aðstæðum eins og algengi ákveðinna veðrabrigða á þessum sama tíma sem skipti miklu máli um afkomu fólks.

Dæmi þess er að meðal Forn-Egypta fylgdu allar  hátíðir þeirra árstíðabreytingum á ánni Níl. Flóðum og uppskeru hringrásinni sem áin ennþá dag í dag nærir enda allt samfélag þeirra byggt á og kringum árstíðar breytingar Nílar enda um líf og dauða að tefla ef þær brugðust eða breyttust eitthvert árið. Þó falla þessar hátíðir flestar á eða nærri hátíðum annara fornra menningar samfélaga því allar megin hátíðir frá öndverðu hafa fylgt árstíðunum og eru Sólstöðuhátíðirnar slíkar ásamt Haust- og Vorjafndægrum.

Sólstöðuhátíðir á Íslandi

Á Íslandi heldur Ásatrúarfélagið blót þessa daga og líklegt er talið að Norrænir menn fyrir upptöku kristni hafi gert eitthvað svipað til að halda upp á lengingu dagsins á eða nærri Vetrarsólstöðum að minstakosti héldu þeir upp á tvær hátíðir á svipuðum tíma.

Vitað er að Sumarsólstöður á Íslandi skipuðu ekki háan sess þótt þær gerðu það bæði í Skandinavíu og Bretlandseyjum því bæði er ekki svo auðvelt að reikna þær nákvæmlega út við verandi svona norðarlega þegar bjart er nær allan sólarhringinn og hinsvegar að á þessum tíma var fyrst almennt lokið öllum vor- og snemmsumars verkum til sveita og því eini almennilegi tími sumars sem líklegast væri að fólk kæmist frá til þess að hittast og halda Alþingi áður en sláttur og haustverk tækju allan tíma fólks.

Ekki fer miklum sögum af veisluhöldum á Alþingi til forna en líklegt má teljast að tækifærið hafi verið nýtt þegar svona margt fólk var samankomið að enda Alþingi með því að slá upp þriggja daga veislu því samkvæmt fornsögum virðist almennt engin veisla hafa talist til alvöru hátíðar nema að standa yfir í þrjá daga og nætur.

Voru hin fornu Jól Sólstöðuhátíð

Hin fornu Jól voru sem dæmi þriggja daga hátíð matar- drykkju og gleðskapar það vitum við þótt við vitum ekkert hvenær Jólahátíðin var haldin nákvæmlega né hvert raunverulegt tilefni hennar var því hvergi í neinum skráðum heimildum kemur það fram. Hvorki tímasetning né tilgangur og aldrei eru Jólin kölluð blót líkt og Miðsvetrarblótið.

Aðeins á einum stað er þess getið að eftir upptöku kristni hafi jólin verið flutt til um ekki svo marga daga og sameinuð Krists-messu þó að hún fengi að halda Jóla nafni sínu en ekki notast við Krist-messu nafn kirkjunnar sem telja má að hafi verið einhverskonar friðþæging milli gamla siðar og þess nýja eins og gert var með fleiri hátíðir og siði við upptöku kristni í Skandinavíu og Íslandi.

Eins kemur fram í nokkrum Íslendingasögum að þar sem höfðingjar höfðu tekið upp kristni þá héldu þeir eftir sem áður stóra þriggja daga Jólaveislu eða veislu á sama tíma og Miðsvetrarblótið hafði verið haldið en frábáðu sér allri tengingu hennar við heiðinn átrúnað og bannað var að drekka goðum full. Að öðruleiti er ekkert sem bendir til þess að þessar veislur hafi farið fram með öðru sniði en áður.

Svo að minstakosti vel framan af voru Jólin ekki svo séð verði tengd Vetrarsólstöðum á þann hátt að hafa verið haldin á Vetrarsólstöðum af tilefni þeirra heldur eingöngu til þess að gera sér glaðan dag og það er ekki fyrr en löngu seinna sem aflagt er að Jólin væru gleði hátíð og yfir hana færðist sú kristna helgi sem hún hefur í dag.

Í Íslenskum fornritum er getið bæði um Jól og Miðsvetrarblót sem hátíðir að vetri til og hafa þær báðar að öllum líkindum verið haldnar um allan hinn Norræna og Norður-Germanska heim því þær koma fyrir í mörgum fornsögum sem gerast alfarið eða víðar enn á Íslandi. Ólíklegra er þó talið að það sem kallaðist Miðsvetrarblót hafi verið haldið á Vetrarsólstöður miðað við þær vísbendingar sem í handritum má finna en þó ekki mikið fjarri.

Fyrsta Þorratungl í janúar eða fyrsti dagur Þorra sem er miður vetur Íslenska misseristalsins eru líklegri tímasetningar. Misseristalið var tímatal Norrænna og Norður-Germanskra þjóða og því það tímatal sem landnámsfólk tók með sér hingað og af því litla sem við getum áætlað um upprunalega gerð þess er engin ástæða til að ætla að það hafi verið neitt frábrugðið því Íslenska því það Íslenska fyrst og fremst þróaðist við æ nákvæmari útreikninga Íslendinga á sólargangi og á 12. öld var það að öllum líkindum það tímatal af þeim sem við þekkjum frá þeim tíma og voru notuð hvað nákvæmast réttu sólári eins og við þekkjum það í dag.

Norrænar og Germanskar þjóðir ólíkt Íslendingum lögðu niður notkun misseristalsins og tóku upp það Júlíanska við upptöku kristni en hérlendis var því haldið við samhliða því Júlíanska sem kirkjan notaði við útreikninga kirkjuársins en allur þorri almennings sem og stjórnkerfið notaði Íslenska misseristalið og þróaði það áfram og er ótrúlega mikið eftir af notkun þess ennþá dag í dag. Því má telja að um allan hinn Norræna og Norður-Germanska heim hafi miður vetur miðast við fyrsta dag Þorra Bóndadaginn eins og hér.

Þar sem þess er hvergi getið hvenær vetrar hin forna þriggja daga hátíð Jól var haldin þá virðist hún hafa verið nálægt Vetrarsólstöðum og þá líklega fyrr. Þó kemur fram að við upptöku kristni voru Jólin færð til svo ekki voru þau þar sem þau eru núna en þegar Rómverska kirkjan ákvað að halda 25. desember sem Krist-messu þá samkvæmt þeirra útreikningi voru það Vetrarsólstöður og tók Krists-messan yfir eldri Sólstöðuhátíð Rómverska svo hugsunin var í upphafi að Krist-messa væri Vetrarsólstöðuhátíð. En Júlíanska tímatalið var ekki nógu nákvæmt svo 25. desember færðist jafnt og þétt frá hinum stjarnfræðilegu Vetrarsólstöðum. Þegar þeir réttu síðan af tímatalið var ákveðið frekar að halda í mánaðardaginn 25. desember heldur en stjarnfræðilega réttar Sólstöður og þetta tímatal, hið Júlíanska, var það sem kirkjan notaði og því var þeirra Krist-messa ekki á Vetrarsólstöðum lengur eins og til stóð í upphafi heldur var dagsetningin 25. desember megin málið.

Hvort sú tilfærsla sem gerð var frá hinum fornu jólum sem voru reiknuð út frá misseristalinu sem var mun réttara en hið Júlíanska tímatal var aðeins fram um örfáa daga frá Sólhvörfum kemur ekki fram. En við getum þó vitað að 25. desember var ekki þá né í dag á Sólstöðum lengur en ef Jólin voru þar þá hefur munað einhverjum dögum. Svo hvort Jólin hafi hugsanlega verið á rétt reiknuðum Sólstöðum og því nefnt að þau hafi verið færð til aðeins um nokkra dag vitum við ekki né hvort haldið var upp á Vetrarsólstöður nákvæmlega þegar þær stóðu yfir.

Þessar tvær hátíðir hafa getað verið haldnar sitthvorumegin við Vetrarsólstöður. Jól þá fyrir þær um miðbik mánaðarins Ýlis en Miðsvetrarblót á fyrsta Þorratungli eða fyrsta dag Þorra eins og áður er nefnt. Það sem styður það helst er að tvær aðskildar hátíðir skyldu hafa verið haldnar svo nærri Sólstöðum en ekki á sama tíma er að sá siður tíðkaðist mjög víða annarstaðar, einmitt að halda tvær Sólstöðuhátíðir sitthvorumegin við þær en ekki á þeim sjálfum. Og hinnsvegar að engar heimildir benda til þess að hvorki Jólahátíðin né Miðsvetrarblót hafi tengst Vetrarsólkvörfum á þann hátt að líklegt megi telja að önnur hvor þeirra hafi verið haldin nákvæmlega á Vetrarsólstöðunum. Ef svo var hefur tilfærsla Jólahátíðarinnar verið líklegri að hafa verið nær tvem þrem vikum en tvem þrem dögum. Þar sem aðeins er minnst á þessa tilfærslu Jólanna á einum stað í fornum handritum getum við ekki fullyrt um sannleiksgildi þess hvað þetta voru margir dagar þótt textinn í heild sinni bendi til þess að þessi tilfærsla hafi átt sér stað. Nákvæmlega hversu marga daga verðum við að hafa í huga að þessi frásögn er skráð nokkrum öldum eftir að hún átti að hafa átt sér stað.

Líking Jólaföstunnar við forn Jól og Sólhvarfahátíðir

Það er frekar að við ættum að horfa til Aðventunnar sem kölluð var Jólafasta fram allar aldir og aðventunafnið komst ekki í mikla notkun fyrr en á síðari öldum. Hvernig hún hefur þróast í að vera gleði- matar- og drykkjuhátíð í næstum mánuð fyrir Jól uns allt dettur í dúnalogn og hátíðarbrag á slaginu 6 á Aðfangadagskvöld.

Kannski erum við að sjá þar sem eins og að framan er getið að hátíðir hafa gegnum árþúsundin þróast í öllum menningarsamfélögum út frá annarsvegar árstíðaskiptum eins og Sólstöður eru og hinsvegar hvernig þau árstíðaskipti féllu að lífsafkomu fólks. Að Jólafastan okkar í dag sé í rauninni endurómur af hinni fornu Jólahátíð sem margir telja að hafi verið haldinn um miðjan Ýli sem einmitt er á þessum tíma og að nafnið Ýlir sé skylt nafninu Jól en svo telja margir.

Dagsetningar Sólhvarfa á næstu árum

Sumarsólstöður

  • 2023 – 21. Júní – kl. 14:58
  • 2024 – 20. Júní – kl. 20:50
  • 2025 – 21. Júní – kl. 02:42

Vetrarsólstöður

  • 2023 – 22. Desember – kl. 03:27
  • 2024 – 21. Desember – kl. 09:20
  • 2025 – 21. Desember – kl. 15:03

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wikipedia, Sólstöður
▶︎ Stjörnufræðivefurinn, Sólstöður
▶︎ Almanak Háskólanns-Orðskýringar, Sólstöður
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)

Skilt efni
▶︎ Almanaksvefurinn, Jafndægur