Valentínusardagurinn

Valentínusarkort
Enskt Valentínusarkort frá því í kringum aldamótin 1900

Valentínusardagurinn einnig nefndur Valentínsdagur er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert.

Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og láta Valentínusarkort fylgja með.

Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.

Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa Bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp.

Heilagur Valentínus

Heilagur Valentínus frá Terni fylgist með byggingu kirkju sinnar í Terni
Heilagur Valentínus frá Terni fylgist með byggingu kirkju sinnar í Terni, úr 14. aldar Frönsku handriti.

Ekki er vitað nákvæmlega hver Heilagur Valentínus var. Þetta er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar.

Annar var kristinn Rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir ofsóknum Kládíusi II Rómarkeisara gegn kristnum mönnum.

Hinn var biskupinn af Terni á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sinn í einum og sama atburðinum en hafi brenglast í gegnum tíðina.

Um þriðja manninn er lítið vitað annað en að hann á að hafa dáið í Afríku.

Heimildir eru óljósar og ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær Valentínus dó,  né hvort sem hann var einn maður, tveir eða þrír. En sennilegt tímabil er valdatími fyrrnefnds Kládíusar II, 268 — 270 eftir Krist.

Valentínusardagurinn á Íslandi

Ekki er vitað hvenær fyrst var farið að halda upp á Valentínusardaginn hér á landi. Elsta skrifaða heimildin sem enn hefur fundist er úr Morgunblaðinu frá 1958:

…hér á landi fer minna fyrir deginum. Þó hafa blómaverzlanir í Reykjavík til sölu litla blómvendi, sem hnýttir hafa verið í tilefni dagsins.

Einn siður tengdur þessum degi hafur því verið komin til landsins um miðja 20. öld en smámsaman hefur hann náð meiri fótfestu og sést það best á heilsíðu auglýsingum í dagblöðum en þær kosta sitt svo reynsla kaupmanna undanfarin ár af kaupum á vörum sem tengja má þessum degi hefur augljóslega aukist.

Nálægðin við Konudaginn

Ætla má að ein ef ekki aðalástæða þess að tilstand á þessum degi hafi þó ekki fest sig meira í sessi en orðið sé sú hefð okkar að karlmenn gefi konum blóma á Konudaginn en hann er aðeins um viku eftir Valentínusardaginn. Því það er oftar að það séu karlmenn sem gefi konum gjafir eða blóm á Valentínusardaginn að minstakosti hérlendis sem líklega er arfur frá konudagsblómunum en minna um að konur gefi körlum blóm og í rauninni aðrir siðir en blómagjafir og gera vel við sig í mat og drykk ekki enn orðnir mjög algengir. Þar sem hefðin að halda upp á Konudaginn er séríslensk er ekkert skrítið að Valentínusardagurinn sé ekki eins viðamikill tyllidagur hér á landi og víða erlendis.

Hefðin og nýir siðir

Að fara út að borða og eiga yndisstund saman sem ætti að hæfa á degi elskenda og ástvina er þó fátíðara á Valentínusardaginn en ætla mætti og sjálfsagt þar sem þann sið er þegar algengt að halda á Konudaginn. Sem dæmi þá er það nánast orðin fastur liður að blómaverslanir bjóði afsláttarkort á valda veitingarstaði með blómvöndum sínum á Konudaginn.

Því getur verið að mörgum finnist að það að gefa blóm eða gera vel við maka sinn með aðeins viku millibili rýri hvort annað og virka nánast eins og færibandavinna þegar fallegur Valentínusar blómvöndurinn er varla farinn að láta á sjá þegar nýjum er bætt við að þessir dagar renni saman. En öðrum sem kannski eru rómantískari finnst þetta sjálfsagt kærkomið tilefni til þess að sýna ást sína og væntumþykju oftar.

Tilstand á þessum degi hérlendis mun því ólíklega aukast mikið sökum nálægðarinnar við Konudaginn nema ef að fleiri siðir en að karlmenn gefi konum blóm muni ryðja sér til rúms og þar er af mörgu að taka ef litið er til annara landa. Svo hugmyndaflug þeirra rómantísku mun sjálfsagt ráða mestu þar um.

Það hefur tildæmis færast í vöxt að gefa á Jólum eða öðrum gjafa tyllidögum upplifunar og yndisstundir saman í stað hluta og hver veit nema að slíkir siðir muni færast í vöxt og þá frekar á Valentínusardaginn en Konudaginn því rótgrónir siðir ylja fólki oftast meira en að breyta út af vananum og konudagsblómin orðin svo rótgróin hefð að margar konur sakna þess að fá ekki blóm sérstaklega frá maka sínum á þessum degi.

Því er ekki ósennilegt að ætla að ýmsir aðrir siðir en að gefa blóm muni bætast við eða jafnvel taka yfir þennan dag elskenda og kærra vina enda manneskjunni líklega eðlislægt að vilja sína kærleik og vináttu í verki og gleðjast saman eins og siðir í kringum hátíðir sýna og sjálfsagt ástæða þess að við yfir höfuð höldum hátíðir sem og siðir eins og að færa sínum ástkæru blóm eða sýna ást okkar og vinarþel með ýmsum öðrum hætti.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Valentínusardagurinn
▶︎ Vísindavefurinn, Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?