Sprengidagur

Sprengidagur er þriðjudagurinn á milli Bolludags á mánudegi og Öskudags á miðvikudegi. Ásamt sunnudeginum og Bolludeginum kallast þeir þrír Föstuinngangur fyrir Lönguföstu sem hefst á Öskudag í 7. viku fyrir Páska.

Sprengidag getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars, allt eftir því hvenær páskarnir eru. Sprengidagur er því upprunalega kristin hátíðisdagur tengdur Páskum þótt ekkert sé eftir af neinu trúarlegu tengt þessum degi í dag nema að upp á hvaða mánaðardag hann lendir er reiknað út frá Páskunum.

Kjöt þótti í Kaþólskum sið ekki við hæfi Föstuinngangsdagana tvo fyrir Lönguföstu mánudag og þriðjudag og voru því oft miklar Kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan. Kjötveislan kann við Siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Víða um hinn kristna heim er haldið upp á þennan dag og hann oft nefndur Mardi gras sem er Franska og þýðir Feiti þriðjudagur á Ensku Fat Tuesday.

Íslenskar heimildir um Sprengidag

Elsta heimild um Íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir Lönguföstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál. Í Íslensku Orðsifjabókinni segir Ásgeir Blöndal að orðið Sprengidagur sé komið af því að eta sig í spreng“ sem er samskonar skýring.

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752-57 segir:

Kveld hvíta Týsdags heitir Sprengikveld því þá fékk allt vinnufólk svo mikið að eta af hangikjöti sem framast gat í sig látið en ket var síðan ekki etið fyrr en á páskum.

Hangikjöt var lengstum helsti veislukosturinn enda salt af skornum skammti á landinu í þá tíð. Ekki eru til heimildir fyrr en frá síðasta hluta 19. aldar um að borða saltkjöt og baunir á Sprengidag, en í dag er sú hefð almenn.

Hvíti Týsdagur

Jón Sigurðsson forseti reyndi að koma heitinu Hvíti Týsdagur inn í málið árið 1853 þegar hann ritstýrði Íslandsalmanakinu en það náði aldrei fótfestu meðal almennings. Það virðist ekki hafa komist nema á nokkur önnur prentuð Almanök og Lagasafn handa alþýðu uns það var fellt niður árið 1970. Sennilega hefur Jón talið hér vera gamalt og gleymt Íslenskt heiti dagsins en eitt heiti hans á dönsku er Hvitetirsdag og einnig er það til á norsku sem Kvitetysdag. Orðsifjafræðingar telja þessa nafngift dregna af þeim sið að fasta við hvítan mat á þeim degi og borða þá aðallega hveitibollur í soðinni mjólk.

Ýmis önnur nöfn eru til í Norrænum málum svo sem Feitetysdag og Smörtysdag sem dæmi. Á Ensku hefur hann verið kallaður Pancake-Tuesday og kemur það heiti fyrir í verki Shakespeares. Öll þessi nöfn hafa með mat að gera sem er vegna þess að í Kaþólskum sið var þetta síðasti dagurinn sem mátti borða nægju sína fyrir Lönguföstu.

Uppskrift að saltkjöti og baunum

Saltkjöt og baunir
Saltkjöt og baunir er Íslenskur réttur sem borðaður er á fjölmörgum Íslenskum heimilum á Sprengidaginn en er þó alls ekki bundinn við hann eingöngu og var áður algengur allan ársins hring

Uppskrift fyrir fjóra:

  • 250 gröm gular hálfbaunir
  • 2 líter vatn
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 teskeið timjan, þurrkað
  • 1,2 kíló saltkjöt
  • 500 gröm gulrófur
  • 500 gröm kartöflur
  • 250 gröm gulrætur, gulræturnar eru afhýddar og skornar í bita

Matreiðsla

Oftast eru baunirnar lagðar í bleyti í sólarhring fyrir suðu en sumum finnst það óþarfi og segja að það breyti engu um bragð eða gæði.

Baunirnar eru soðnar með lauknum og timjan upp að suðu og látið malla í um 45 mínútur. Margir setja þá aðeins eina tvo bita út í súpuna en sjóða hina í sér potti meðan aðrir setja allt kjötið út í á þessum tíma. Látið sjóða í hálftíma og gott er að fylgjast vel með baununum á meðan suðu stendur og bæta við vatni eftir þörfum og hræra í. Þá er grænmetið sett út í og soðið uns allt er orðið vel meyrt en það er oftast um 20 til 30 mínútur sem það tekur. Svo er að smakka og salt eða pipra eftir smekk.

Baunirnar settar í pott með vatni, timjan og lauk og hitað að suðu. Látið malla undir loki í um 45 mínútur. Þá eru einn eða tveir kjötbitar settir út í en hinir soðnir sér í potti. Látið sjóða áfram í um hálftíma. Þegar líður á suðutímann er rétt að líta á baunirnar öðru hverju, hræra og athuga hvort bæta þarf við vatni. Grænmetið sett út í og soðið í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til allt er meyrt. Smakkað og ef til vill kryddað með pipar og salti.

Athuga þarf að ef allt kjötið er soðið í súpunni verður hún saltari og þarf yfirleitt pipar til mótvægis. Sumir aftur á móti sjóða allt kjötið sér og setja það bara út í seinast eða bera það fram sér en þá þarf að huga að því að salta súpuna sérstaklega.

Dagsetningar Sprengidags á næstu árum

  • 2021 – 16. febrúar
  • 2022 – 1. mars
  • 2023 – 21. febrúar

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Sprengidagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Bolludagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Öskudagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Föstuinngangur
▶︎ Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1981, Sprengidagur

▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)