Fardagar

Fardagar voru þeir dagar ársins sem fólk skyldi flytjast búferlum af einni jörð á aðra og átti það fyrst og fremst við um leiguliða sem og þau sem voru að bregða búi.

Þeir voru frá fimmtudegi í sjöundu viku sumarmisseris á tímabilinu 31. maí til 6. júní í Nýja Stíl og lauk með sunnudegi. Voru þeir því um miðja Skerplu og lok vors og upphaf sumars samkvæmt Snorra-Eddu.

Ekki er vitað hvenær né hvar sá siður var fyrst tekin upp að allir skyldu flytjast búferlum af einni jörð á aðra á sama tíma árs sem þó er augljóslega mikið hagræði af. En svo gömul er þessi hefð að Fardagar eru nefndir í Íslenskum fornritum og kemur þar fram að þeir tíðkuðust einnig í Noregi og líklega víðar og voru því ekki bara bundnir við Ísland en trúlega hefur hann viðgengist allt frá landnámi.

Vistaskiptadagur

Framanaf voru Fardagar einnig vistaskiptadagur vinnufólks áður en þau voru færð yfir á Krossmessu á vor sem var 14. maí fyrir tímatals breytinguna ári 1700 eða nokkru fyrir Fardaga. Síðar við tímatals breytinguna færðist Krossmessa til 3. maí en hætti þá að vera vistaskiptadagur og vistaskipin höfð áfram þann 14. maí og sá dagur nefndur Vinnuhjúaskildagi.

Fardagar voru ennfremur viðmiðun í ýmsum viðskiptum og réttarathöfnum. Einkum innheimtu og lifði sú hefð svo lengi að Fardagaárið var almennt reikningsár í landbúnaði hér á landi allt fram á 20. öld.

Eins var með Vinnuhjúaskildagi eftir að hann var fluttur af Fardögum að mikið var við hann miðað í ýmsum viðskiptum og almennum samningum.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Fardagar
▶︎ Almanaksvefurinn, Vinnuhjúaskildagi
▶︎ Almanaksvefurinn, Krossmessa á vori
▶︎ Almanaksvefurinn, Skerpla
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)