Gamlársdagur

Gamlársdagur þann 31. desember er í vestrænni menningu síðasti dagur almanaksárs Gregoríska tímatalsins, því tímatali sem við notum hérlendis í dag og er víðasthvar notað í heiminum þótt ekki allsstaðar og er Gamlársdagur því ekki alsstaðar síðasti dagur ársins og áramót.

Hátíðarhöld á Gamlárskvöldi eru víðast hvar veraldlegs efnis með mat drykk og skemmtun en áramótin eru ekki mikil trúarhátíð með tilheyrandi trúarsiðum. Því heldur fólk almennt upp á þau með því að hittast annaðhvort fjölskyldur eða vinir og eiga saman góðar stundir hver eftir sínu höfði og áhuga.

Þó er það eðlilegt að bæði í ræðu og riti sé litið yfir liðið ár og horft til þess næsta. Ýmsar hefðir eru í kringum þessa hátíð hátíðarhöld en mjög mismunandi frá stað til staðar. Þó má segja að örfá atriði séu útbreiddust og viðhöfð þetta kvöld.

Fyrir utan áðurnefnda hátíðarmáltíð þótt ekki sé hún alsstaðar á sama tíma dags eftir svæðum og löndum. Mikið er um að fólk skreyti sig og sitt umhverfi sérstaklega fyrir þessi tímamót með dæmi áramótahöttum, grímum, framleiða hávaða með flautum og ýlum og yfirleitt virðist að á þessu kvöldi og komandi Nýársnótt líðist og leyfist margt sem aldrei væri samþykkt hegðun aðra daga ársins.

Hávaði einkennir mikið hvernig fólk fagnar áramótum enda flugeldar og púðurbombur líklega útbreiddasti siðurinn ásamt ýmsu skrauti og klæðnaði sem sjaldnast er notað við önnur tækifæri eins og áramótahattar, grímur og ýmiskonar blístrur og ýlur sem miðar að því sama og með flugeldana að mikið af áramótasiðum víðsvegar eru hrekkir hávaði og skrípalæti. Þetta kvöld má því segja að sé sannkallað púka og hrekkjalómakvöld þar sem margt leyfist sem ekki leyfist nokkurn annan dag ársins.

Hvort sem það eru skipulagðar flugeldasýningar á slaginu 12 á miðnætti er nýtt ár gengur í garð eða óskipulagðar skotæfingar einstaklinga alla daga fyrir og eftir gamlárskvöld sem ná hámarki á slaginu 12 á miðnætti eins og tíðkast hérlendis. Allar hefðir venjur og siðir má þó segja að snúist um þessa ákveðnu stund þegar klukkan slær 12 og nýtt ár gengur í garð.

Hér á landi sem og víðar er hefð fyrir því að skála í kampa- eða freyðivíni og óska öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það liðna. Sjaldan er vikið frá þeim sið að nota þessa ákveðnu kveðju og faðmlag hérlendis og sambærilegt er það í flestum löndum að ein ákveðin kveðja og athöfn er viðhöfð maður á mann.

Áramót á Íslandi í dag

Nú orðið hefjast hátíðarhöld á Gamlársdag á Íslandi ekki fyrr en síðdegis eða um kvöldið þá oftast með hátíðarkvöldverði og oft líkt og á Aðfangadag klukkan sex. Enda samkvæmt Lögum um 40 stunda vinnuviku telst Gamlársdagur virkur dagur til 13:00 nema hann lendi á laugar-eða sunnudegi og ekki Hátíðisdagur fyrr en klukkan 6. Eftir matinn taka við áramótabrennur sem eru víðast tendraðar um níuleytið um allt land.

Ýmsar hefðir urðu til á síðustu öld með tilkomu útvarps og sjónvarps og er það orðin hefð að forsætisráðherra og forseti Íslands flytji hátíðarræður og biskup prediki í bæði útvarpi og sjónvarpi. En sjálfsagt er sú hefð sem langflestir landsmenn fylgjast með misánægðir þó er Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins þar sem hent er gaman að ýmsu sem gerst hefur á árinu sem er að kveðja.

Á miðnætti er gamla árið sprengt burt sem kallað er með heilmikilli algerlega óskipulagðri flugeldasýningu þar sem hverjum og einum landsmanni leyfist að skjóta upp flugeldum að vild og það nánast hvar sem er.

Algengt er að áfengis sé neytt frekar óhóflega þetta kvöld og þar sem börum og skemmtistöðum leyfist ekki að opna dyr sínar fyrr en á miðnætti er þar af leiðandi nýársnótt ein sú erilsamasta hjá lögreglu landsins á hverju ári enda jafnframt ein sú fjölmennasta með alla skemmtistaði og bari yfirfulla sem og götur.

Áramótahefðir í ýmsum öðrum löndum

Ýmsar staðbundnar hefðir hafa skapast um Áramótum milli landa heims.

Áramót í Sydney

Í Sydney verður einn mesti samsöfnuður fólks á áramótunum en hann er um 1.2 milljónir manna. Þá er skotið upp um 80.000 flugeldum og sést það úr allt að 16 kílómetra radíus frá Sydney. Atburðurinn lokkar til sín um 300.000 erlenda gesti árlega.

Áramót í London

Íbúar í London fjölmenna við Big Ben, og brjótast út fagnaðarlæti þegar klukkan slær Miðnætti. Þá syngur hópurinn gjarnan Auld Lang Syne.

Áramót í New York

Í New York fjölmennar fólk við Times torg þar sem að sungið er og fagnað. Klukkan 23:59:00 byrjar stærðar kúla úr Waterford kristal sem vegur alls um 485.34 kg, að síga niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square og staðnæmist hún á Miðnætti við mikinn fögnuð nærstaddra. Þessum atburði er sjónvarpað um allan heim og er fyrirmynd sams konar hefða víða um Bandaríkin.

Tónlistarhefðir

Ýmis lög og ljóð tengjast nýju ári en nýtt ár hefur verið viðfangsefni ýmissa skálda. Sálmurinn Nú árið er liðið í aldanna skaut sem Séra Valdimar Briem orti 1886 er mjög kunnur á Ísland en í Englandi og Bandaríkjunum, og öðrum enskumælandi löndum er skoski söngurinn Auld lang syne gjarnan sunginn. Á íslensku þekkist þetta lag sem bræðralagssöngurinn, sem er þá tengdur við Skátastarf frekar en Nýársfögnuð.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Gamlárskvöld
▶︎ Íslenska Almanakið, Frídagar á Íslandi
▶︎ Íslenska Almanakið, Nýársdagur