Góuþræll

Góuþræll er síðasti dagur í Góu og ber alltaf upp á mánudag. Heimildir eru til um að hann hafi stundum verið tileinkaður ógiftum mæðrum eða piparmeyjum sem er nokkurnvegin öfugt við þá mynd af húsmóðurinni sem dregin er upp í Konudeginum fyrsta degi Góu en þær heimildir eru þó fáar og ef rétt líklega staðbundið.

Líktu er farið með Þorraþræl síðasti dag Þorra að til eru sagnir þess efnis að hann hafi verið tileinkaður piparsveinum og þeim mönnum sem getið höfðu börn utan hjónabands.

Ætíð hafa menn haft illan bifur á Góuþræl og svo mikið að hann þótti einn mesti og versti óhappadagur ársins og þá sérstaklega til sjós og eru margar frásögur af aftakaveðrum og miklum mannskaða þennan dag í gegnum aldirnar.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Almanaksvefurinn, Góa
▶︎ Almanaksvefurinn, Konudagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Þorraþræll
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)