Páskadagur

Páskadagur sem oft er stytt og einungis nefndur Páskar ( Dominica Resurrectionis Domini) er aðal helgi- og tyllidagur kristinnar kirkju sem haldinn er samhvæmt reiknireglunni „fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir Vorjafndægur“ ár hvert, sem er kring um sjö daga eftir stjörnufræðilegt fullt tungl og getur hann því lent á sunnudegi frá 22. mars að honum meðtöldum og seinast 25. apríl.

Önnur reglu sem gefur þó sömu niðurstöðu er að hann er „fyrsta sunnudag eftir fyrsta tunglfyllingardag þess tunglmánaðar, það er þess tunglmánaðar sem hefst með Páskatunglinu, frá og með 21. mars.“ Því er útreikningur Páskatunglsinns ár hvert fastur liður í ákvörðun hvenær Páskadagur skal haldinn.

Þessi útreikningur Páska gerir það að verkum að þeir hafa lítinn sem engan fyrirsjáanleika og eru þeir ásamt öllum þeim dögum sem við hann eru miðaðir og því hreyfast með honum kallaðar Hræranlega hátíðir.

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á Páskum Gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjall 16. kafla) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum.

Kristnir menn halda þess vegna Páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir Páskana að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.

Breytileg tímasetning Páskadags

Þessi breytilega tímasetning Páskadags frá ári til árs og þar með allra annara daga sem miðaðir eru við hann allt frá Bolludegi til Annars í hvítasunnu hér á landi gerir alla umfjöllun um Páskadag örlítið erfiðann. Til dæmis notum við hér á landi sem og í allri hinni Vestrænu kirkju sem við Íslendingar tilheyrum hið Gregoríska tímatal sem innleitt var fyrst í Kaþólskum löndum 1582 þótt við Íslendingar tækjum það ekki upp fyrr en aldamótaárið 1700 ásamt flestum Evrópskum Mótmælendatrúar löndum.

Austurkirkjan aftur á móti ákvað við tímatalsbreytinguna úr gamla Rómverska tímatalinu, hinu Júlíanska tímatali sem kennt er við Júlíus Sesar og einnig nefnt Gamli stíll, yfir í það Gregoríska sem kennt er við Gregoríus 13. páfa sem kom því á, einnig nefnt Nýi stíll og er notað um mestallan heim í dag, að halda áfram að nota hið gamla Júlíanska tímatal sem kirkjudagatal. Svo þar sem á þessum tímatölum munar 11 dögum heldur Austurkirkjan sem dæmi sín Jól þann 6. janúar og eins þar sem útreikningur á hvenær Páskar séu á hverju ári miðast við sólartungltímatal eru þeirra Páskar sjaldnast á sama tíma og hér í Vesturkirkjunni.

Í þessari umfjöllun um Páskadag er miðað við tímatal Vesturkirkjunnar og allar dagsetningar miðaðar við það, en tímasetningum Austurkirkjunnar sleppt. Sem og sögu hinna Gyðinglegu Páska sem er allt önnur en hinna Kristnu og efni í sér grein, enda tilefni og saga þeirra allt önnur en hinna Kristnu Páska og tengist sögu Gyðinga en Kristi ekki neitt.

Hvenær er Páskadagur

Framanaf var á reyki hvenær halda skildi Páskadag og var ein af ástæðum þess sú að þar sem þessir atburðir sem lýst er í Biblíunni áttu að gerast á Páskum Gyðinga en Gyðingar notuðu annað tímatal en hið Rómverska sem kristnir notuðust við, það er hið Júlíanska. Því var því á kirkjuþinginu í Nicaea árið 325 ákveðið að Páskadagurinn skildi ætíð vera eftir fyrsta fulla tungl eftir Jafndægri á vori eins og áður var nefnt. Þó var ákvörðunin ekki mjög skýr, sem dæmi var ekki sagt að Páskadagur skildi vera á sunnudegi. Það tók síðan nokkurn tíma að setja endanlega niður það viðmið sem notað er í dag.

Frídagar í kringum páskadag

Í kringum Páskadaginn eru 4 lögbundnir frídagar. Það er Páskadagurinn sjálfur ásamt Skírdegi og Föstudeginum langa í Dymbilvikunni, vikunni fyrir Páskadag sem og Annar í Páskum, mánudeginum eftir Páskadag, sem eru allir Lögbundnir frídagur á Íslandi og Páskadagur einnig Opinber fánadagur.

Í daglegu tali notar fólk samt oftast orðið Páskar meinandi alla þessa frídaga frá Skírdegi á fimmtudegi til Annars í Páskum á mánudegi, þar sem laugardagurinn fyrir Páskadag er jú frídagur samkvæmt vinnulöggjöfinni svo úr verður fyrir flest vinnandi fólk 5 daga fríhelgi. Þetta er því lengsta samfellda lögboðna fríið sem fólki býðst og er öruggt um að fá þótt ekki geti það ráðið því hvar það lendir síðvetrar eða vor.

Næst Páskafríi að lengd kemur Jólafrí, en þar er þessu að vísa háttað þannig að Aðfangadagur Jóla er aðeins helgi-og frídagur til hálfs, að þá þegar Annar í Jólum lendir á föstudegi verður aðeins til fjögurra og hálfsdag helgi en ekki 5 daga. Og þar sem fastar dagsetningar ársins færast til um einn dag nema þegar Hlaupár er, þá getur fólk ekki vænst fjögurra og hálfsdags Jólafrís nema á nokkurra ára fresti á meðan Páskafríið er alltaf öruggt frí þótt dagsetningarnar séu breytilegar.

Annar í Páskum mánudagurinn eftir Páskadag er einnig helgi- og frídagur og áður fyrr var Páskadagur oft nefndur Fyrsti Páskadagur og Annar í Páskum Annar Páskadagur. Einnig var fram til ársins 1770 Þriðji í Páskum almennur frídagur en það ár var hann afhelgaður og gerður að venjulegum virkum degi.

Á Þjóðveldisöld var frí almennings ennþá meira því þá voru Páskar, Jól og Hvítasunna það sem kallað er fjórheilagar, eða fjórir hátíðis-og frídagar. Og skildu annar, þriðji og fjórði dagur þessara þriggja stórhátíða kirkjunnar vera helgir sem um Drottinsdag væri að ræða, en svo kallaðist sunnudagur á Þjóðveldisöld.

Þeim var eins og áður er getið síðan öllum fækkað fyrst í þrjá og kölluðust hátíðirnar þá þríheilagar og að lokum niður í tvo, eða tvíheilagar og eru það enn í dag. Það er skýringin á  þessum „Annar í“ dögum Jóla, Páska og Hvítasunnu.

Dagsetningar Páskadags á næstu árum

  • 2022 – 17. apríl
  • 2023 – 9. apríl
  • 2024 – 31. mars
  • 2025 – 20. apríl

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎
Wíkipedía, Páskadagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Frídagar á Íslandi
▶︎ Almanaksvefurinn, Opinberir Íslanskir Fánadagar
▶︎ Almanaksvefurinn, Páskatungl
▶︎ Almanak Háskóla Íslands, Um grundvöll páskareiknings
▶︎ Vísindavefurinn, Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
▶︎ The Astronomical Society of South Australia, Calculate the Date of Easter Sunday
▶︎ Árni Björnson, Saga daganna (Mál of menning, 2007)