Þvörusleikir

Þvörusleikir kemur fjórði Jólasveina til byggða þann 15. Desember.

Þvörusleiki þykir afskaplega gott að sleikja þvörur eins og nafn hans ber með sér. Þvara er í rauninni bara stór sleif, stöng með blaði til að hræra í stórum pottum sem því miður fyrir Þvörusleiki tíðkast ekki lengur að brúka. Svo í dag verður hann greyið að láta sér nægja sleifina, litlu systur þvörunnar.

Því eru sumir orðnir ansi fótlúnir hús úr húsi að stelst inn í eldhús þegar færi gefst til og krækja sér í eina …. nei, því miður, engar þvörur hafandi lengur bara hungurlús af hverri óhreinni sleif sleikjandi af. Já, sumir sakna mikið stóru pottanna og sjá í hyllingum hrært í með girnilegri þvöru að sleikja af. En Sleifsleikir skal hann aldrei verða kallaður kvað sem tautar og raular þótt þær séu það eina sem bjóðist að sleikja á nútíma heimilum.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Hver er þessi þvara

Þótt Þvörusleiki væri allt eins hægt að kalla Sleifarsleiki þar sem þvörur eru ekki lengur af finna í eldhúsum í dag enda engin not fyrir sleif á stærð við ár en orðið þvara var einnig oft notað um árar, þá notum við orðið samt ennþá og sjálfsagt fæstir sem það nota vita hvað það þýðir.

Notkun okkar á orðinu þvara er í orðatiltækinu að standa eins og þvara. „Stattu ekki þarna eins og þara, gerðu eitthvað,“ í merkingunni að standa aðgerðarlaus. Orðatiltækið er dregið af því að þvörur voru almennt ekki mikið í notkun í eldhúsum þótt þær væru nauðsynlegar til að hræra í stórum pottum en stóru pottana þurfti heldur ekki oft að nota.

Því var fólk vant því að hafa fyrir augum aðgerðarlausa þvöru standandi upp við vegg í eldhúsinu. Stærðin á þvörunni, það er á stærð við ár, er vegna þess að þegar stærstu pottarnir voru notaðir voru þeir hafðir rétt yfir eldstæðinu sem næst eldinum og því alveg niður við gólf svo ef átti að hræra í þeim án þess að þurfa að beygja sig fram og bogra yfir þeim þurfti verkfæri sem maður gat staðið uppréttur með en samt hrært í pottinum. Því gegnir þvaran alveg sama hlutverki og sleif nema með lengra skafti og breiðari haus fyrir stóra potta. Í dag aftur á móti eru eldavélar í þeirri hæð að þegar nota þarf stærsta pott heimilisins og stærstu sleifina þá þarf handfang sleifarinnar ekki að vera heilt kústskaft.

Uppruni nafnsins Þvörusleikir

En það að sleikja þvöruna eins og Þvörusleikir stundar finnum við allt aftur úr fornmáli svo nafn hans og lýsing, þvengmjóum og sísvöngum, gæti verið ansi gamalt. Í Flóamanna sögu sem gerist á 9. eða 10. öld og skrifuð um aldamótin 12 til 13. hundruð segir „Varat af vöru, sleikti um þvöru,“ meinandi ‘varð óvart, [hann varð að láta sér nægja] að sleikja þvöruna; minna varð úr en ætlað var.’ Sem skýrir hversvegna Þvörusleikir er svona sísvangur og þvengmjór því hann fékk aldrei nóg verðandi að láta sér nægja að sleikja þvöru.

Önnur þvöru orð

Afleidd samsett orð af þvöru eru nokkur og gefa okkur nokkuð góða mynd af henni. Dæmi er eysilþvara en eysill þýðir ausa eða sleif og virðist því vera sem þvara hafi líka verið notað um venjulega sleif og ausu þó að vísu hefur líklega verið til verkfæri af sömu stærðargráðu og þvara sem væri ausa til að ausa upp úr þessum sömu stóru pottum svo eysilþvara gæti hafa verið notað um slíkt verkfæri en ekki ausur af þeirri stærðargráðu sem við notum í dag.

Þó þekkja allir sem sinna matseld að ausur koma í allskonar stærðum og gerðum og gæti eysilþvara hafa verið notað um þá stærstu þótt hún væri ekki með kústskaftslöngu haldi og það sama gildir þá með sleifar að það hafi verið notað um þá stærstu á heimilinu þótt hún væri ekki gólfsíð.

Svo þótt orðið lifi í dag ekki nema í nafni Þvörusleikis og ofannefndu orðatiltæki væri það praktískt ef kalla þarf eftir stærstu ausunni eða sleifinni á heimilinu svo sá sem ætti að sækja hana vissi nákvæmlega við hverja væri átt, þá „sæktu þvöruna“ um stærstu sleifina og réttu mér eysilþvöruna“ meinandi stærstu ausuna. Þótt ég sjái ekki fyrir mér að orðið muni verða aftur upp tekið þótt það gæti verið praktískt. Í hamagangi og hraða veitingahúsa eldhúsa gæti það eflaust fækkað óþarfa aukahlaupaferðum óreyndasta aðstoðarfólksins að eiga til orð yfir þessi ákveðnu tól.

Hversu skaftið var langt virðist hafa greint þvöruna frá öðrum sleifum og ausum en ekki spaðinn á enda hennar eða ausutrogið því minnstakosti tvær flækings tegund Hegra hér á landi hafa verið kallaðir Reyrþvari og Sefþvari sem dæmi en það er einmitt einkenni Hegra hversu háfættir þeir eru. Ein Rækjutegund hefur einnig notið þess heiðurs að vera kölluð Marþvari. En þvari þýðir bæði þvara en einnig einfaldlega stöng.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Wíkipedía, Þvörusleikir
▶︎ Íslenski Almanaksvefurinn, Íslensku Jólasveinarnir