Vetrartungl

Vetrartungl nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli og kviknar það alltaf í kringum Fyrsta vetrardag og upphaf vetrarmisseris eins og nafn þess ber með sér.

Um heiti nýrra tungla hafa þó ríkt ýmsar reglur og hefðir í gegnum aldirnar og ein þeirra var að Vetrartungl væri það tungl sem er á lofti á Allraheilagramessu en í almanökum í dag er almennt ekki notast við þá reglu heldur Vetrartunglið miðað við Jólatunglið.

Heimildir og ýtarlegri lesning
▶︎ Almanaksvefurinn, Fyrsti vetrardagur
▶︎ Almanaksvefurinn, Jólatungl
▶︎ Almanak Háskóla Íslands, Jólatungl og nöfn tungla misseristalsins